Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 10:05 Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. Þetta segir í yfirlýsingu, sem sögð er send í ljósi umræðu sem hefur myndast í samfélaginu um vörulagerinn. Mikið hefur verið fjallað um vörulagerinn, þar sem fannst mikið magn matvæla ásamt meindýraúrgangi og öðru ólystugu. „Wok On hefur ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í vöruhúsinu í Sóltúni. Wok On kaupir nautakjöt frá Esju, kjúkling frá Stjörnugrís, rækjur frá Norðanfisk, egg frá Nesbú og þurrmat aðallega frá Garra en einnig frá Eir, Ekrunni og ÓJK. Grænmetið kemur frá Mata. Allar þær vörur sem Wok On kaupir fyrir alla veitingastaði sína er hægt að rekja til viðeigandi birgja með kvittunum og reikningum. Við áréttum því að allar vörur frá Wok On koma frá viðurkenndum birgjum.“ Davíð hafi komið að opnun á Höfða og eigi húsnæðið í Hafnarfirði Þá segir að Wok On ehf. sé eini eigandi og eini rekstraraðili sjö Wok On veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Vík og Hveragerði. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, sem er skráður eigandi lagersins, eigi fjörutíu prósent í Wok On Mathöll ehf., sem starfræki veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og hann hafi aðstoðað hann opnun þeirra. Einnig eigi hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og veitingastaðurinn leigi það rými frá Davíð. „Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna.“ Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu á dögunum að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Flúðu á hlaupum Fram kom í frétt Vísis í gær að í heimsókn Heilbrigðiseftirlitsins í kjallarann í Sóltúni 20 þann 26. september, vegna gruns um ólöglega matvælageymslu, hefði fólk ýmist flúið undan starfsfólki eftirlitsins á hlaupum eða akandi. Húsið hefði verið innsiglað og svo skoðað daginn eftir með fulltrúum Vy-þrifa. Þar hefði meðal annars fundist fimm tonn af matvælum, sem voru nýlega flutt til landsins, innan um dauðar rottur og rottuskít. Þar var einnig uppsett tjald og dýnur. Grunur leikur á um að fólk hafi sofið í rýminu og hefur sá þáttur málsins verið sendur lögreglu til rannsóknar. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlitið telur að koma hafi átt hluta matvælanna í dreifingu sem er í mótsögn við skýringar Vy-þrifa sem segjast hafa verið að geyma matvæli sem til hafi staðið að farga. Við förgun hafi starfsfólk Vy-þrifa reynt að koma matvælum undan. Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu, sem sögð er send í ljósi umræðu sem hefur myndast í samfélaginu um vörulagerinn. Mikið hefur verið fjallað um vörulagerinn, þar sem fannst mikið magn matvæla ásamt meindýraúrgangi og öðru ólystugu. „Wok On hefur ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í vöruhúsinu í Sóltúni. Wok On kaupir nautakjöt frá Esju, kjúkling frá Stjörnugrís, rækjur frá Norðanfisk, egg frá Nesbú og þurrmat aðallega frá Garra en einnig frá Eir, Ekrunni og ÓJK. Grænmetið kemur frá Mata. Allar þær vörur sem Wok On kaupir fyrir alla veitingastaði sína er hægt að rekja til viðeigandi birgja með kvittunum og reikningum. Við áréttum því að allar vörur frá Wok On koma frá viðurkenndum birgjum.“ Davíð hafi komið að opnun á Höfða og eigi húsnæðið í Hafnarfirði Þá segir að Wok On ehf. sé eini eigandi og eini rekstraraðili sjö Wok On veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Vík og Hveragerði. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, sem er skráður eigandi lagersins, eigi fjörutíu prósent í Wok On Mathöll ehf., sem starfræki veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og hann hafi aðstoðað hann opnun þeirra. Einnig eigi hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og veitingastaðurinn leigi það rými frá Davíð. „Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna.“ Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu á dögunum að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Flúðu á hlaupum Fram kom í frétt Vísis í gær að í heimsókn Heilbrigðiseftirlitsins í kjallarann í Sóltúni 20 þann 26. september, vegna gruns um ólöglega matvælageymslu, hefði fólk ýmist flúið undan starfsfólki eftirlitsins á hlaupum eða akandi. Húsið hefði verið innsiglað og svo skoðað daginn eftir með fulltrúum Vy-þrifa. Þar hefði meðal annars fundist fimm tonn af matvælum, sem voru nýlega flutt til landsins, innan um dauðar rottur og rottuskít. Þar var einnig uppsett tjald og dýnur. Grunur leikur á um að fólk hafi sofið í rýminu og hefur sá þáttur málsins verið sendur lögreglu til rannsóknar. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlitið telur að koma hafi átt hluta matvælanna í dreifingu sem er í mótsögn við skýringar Vy-þrifa sem segjast hafa verið að geyma matvæli sem til hafi staðið að farga. Við förgun hafi starfsfólk Vy-þrifa reynt að koma matvælum undan.
Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira