Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 124-127 | Dramatískur sigur í tvíframlengdum leik Andri Már Eggertsson skrifar 10. nóvember 2023 22:35 Kári Jónsson í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink Valsmenn unnu Hauka í ótrúlegum körfuboltaleik í Ólafssal í Subway-deild karla í kvöld. Leikurinn var tvíframlengdur eftir hreint út sagt ótrúlegar körfur undir lok leiks og lok fyrri framlengingar kvöldsins. Valur byrjaði með ansi áhugavert lið. Á bekknum var bæði Frank Booker og Kári Jónsson ásamt því voru Kristófer Acox og Hjálmar Stefánsson ekki með. Gestirnir voru lengi í gang og fyrsta karfan í opnum leik kom eftir fjórar mínútur. David Okeke gerði 23 stig í kvöldVísir/Anton Brink Eftir því sem leið á leikhlutann komst Valur betur inn í leikinn og gestirnir komust yfir 10-11. Eftir það komu tvær körfur í röð frá Haukum. Heimamenn komust fimm stigum yfir 20-15 þegar átta mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir að Kári Jónsson kom inn á breyttist leikur Vals. Það var allt annað að sjá liðið síðustu tvær mínúturnar. Valur gerði síðustu ellefu stigin í leikhlutanum og Kári gerði átta af þeim. Gestirnir voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 20-26. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Valsmenn héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og byrjuðu á að setja niður þriggja stiga körfu. Á tæplega tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik gerði Valur bara þriggja stiga körfur úr opnum leik og voru þær níu talsins. Valur hélt áfram að spila vel í öðrum leikhluta og voru leiðandi. Joshua Jefferson steig upp í liði Vals þegar að Kári Jónsson hvíldi sig. Frank Booker endaði fyrri hálfleik á að blaka boltanum ofan í sömu andrá og það kviknaði á klukkunni. Gestirnir voru tíu stigum yfir í hálfleik 43-53. Sigmundur Már Herbertsson, dómari, með tilþrifVísir/Anton Brink Valur byrjaði seinni hálfleik á að setja niður þrist og komst þrettán stigum yfir. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, hafði sennilega gefið sínu liði hárblásarann því heimamenn tóku við sér og fóru að spila betur. Haukar jöfnuðu leikinn 57-57 þegar að tæplega fimm mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Haukar enduðu á að vinna þriðja leikhluta 32-16 og voru sex stigum yfir þegar að haldið var í síðasta fjórðung. Kári Jónsson spilaði laskaður í kvöldVísir/Anton Brink Haukar byrjuðu fjórða leikhluta betur og allt benti til þess að heimamenn myndu taka sigur. Þegar að þrjár mínútur voru eftir voru heimamenn þrettán stigum yfir 92-83. Þá vaknaði Valur og setti ofan í hverja körfuna á fætur annarri. Í stöðunni 94-94 setti Antonio Monteiro niður þrist og þá var aðeins 1.6 sekúnda eftir fyrir Hauka að jafna. Allir héldu að þessi karfa hefði tryggt Val sigurinn en Ville Tahvanainen var á öðru máli og henti boltanum yfir allan völlinn beint ofan í og framlengja þurfti leikinn. VÁ!👀 pic.twitter.com/dMtPYIkU2f— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) November 10, 2023 Fólk trúði ekki að skot Ville Tahvanainen hafi farið ofan íVísir/Anton Brink Í framlengingunni skiptust liðin á körfum og spennan var í hámarki. Þegar að fimmtán sekúndur voru eftir af framlengingunni voru Haukar einu stigi yfir og Jalen Moore fór á vítalínuna. Moore hitti úr fyrra vítinu en klikkaði á því seinna. Valur fékk tækifæri til þess að jafna leikinn. Dramatíkin náði hámarki þegar Ástþór Atli Svalason fór í sniðskot og það var brotið á honum. Boltinn var hársbreidd frá því að leka ofan í en Ástþór fékk tvö vítaskot til þess að jafna og fara í aðra framlengingu. Ástþór Atli var ískaldur og hitti úr báðum vítunum. Ástþór Atli Svalason skoraði 17 stig í kvöldVísir/Anton Brink Valur tók frumkvæðið í síðari framlengingunni og var sex stigum yfir 118-124 þegar að mínúta var eftir. Dramatíkin var þó ekki búinn því Moore setti niður þriggja stiga skot þegar að fimm sekúndur voru eftir og Haukar brutu strax á Kristni Pálssyni. Staðan var 124-126 og eina sem Kristinn þurfti að gera var að hitta úr báðum vítunum. Kristinn hitti hins vegar bara úr öðru vítinu og Tahvanainen fékk tækifæri til þess að jafna en í þetta sinn klikkaði hann. Valur vann að lokum 124-127. Af hverju vann Valur? Það þurfti tvær framlengingar til þess að útkljá sigurvegara. Í síðari framlengingunni tók Valur frumkvæðið og var mest sjö stigum yfir. Það var þó lýsandi fyrir leikinn að Haukar fengu síðustu sóknina til þess að jafna en skot Ville Tahvanainen fór ekki ofan í. Hverjir stóðu upp úr? Ástþór Atli Svalason var frábær í kvöld og steig upp á mikilvægum tíma. Ástþór setti niður tvö víti til þess að koma leiknum í aðra framlengingu og gerði síðan fyrstu sex stigin í annarri framlengingunni. Ástþór endaði með 17 stig. Þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað í framlengingunni þar sem hann var með fimm villur endaði Joshua Jefferson stigahæstur með 33 stig. Hvað gekk illa? Haukar mega vera svekktir með að hafa ekki tekist að vinna laskað lið Vals sem spilaði án Hjálmars Stefánssonar og Kristófer Acox. Ásamt því var Kári Jónsson tæpur og spilaði 21 mínútu í venjulegum leiktíma en neyddist til að spila í framlengingunni þar sem Joshua Jefferson var kominn með fimm villur. Hvað gerist næst? Næsta föstudag mætast Valur og Höttur klukkan 19:15. Laugardaginn eftir viku mætast Stjarnan og Haukar klukkan 14:00. Maté: Leikmennirnir sem voru inn á kunna ekki að vinna Maté Dalmay, þjálfari Hauka, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var afar svekktur eftir tap í tvíframlengdum leik. „Það var hræðilegt að enda þetta svona,“ sagði Maté Dalmay eftir leik og hélt áfram. „Það var tvennt við gátum ekki náð stoppi þegar að við þurftum. Síðan vorum við værukærir og fórum ekki eftir leikplani þegar að ég tók tryllinginn í bekknum. Það klikkaði eitthvað í hausnum á mönnum við vorum ellefu stigum yfir og þá skipti vörnin ekki máli og þeir settu tvo þrista. Síðan kunnum við ekki að vinna. Leikmennirnir sem voru inn á kunna ekki að loka leikjum.“ En hvað á Maté við með að hans lið kunni ekki að vinna? „Ég er með ás og tvist sem koma beint úr Háskóla og kunna ekki að vinna.“ Aðspurður hvað vantaði upp á í framlengingunni var Maté ekki alveg viss. „Ég veit það ekki. Mér fannst við rúlla ágætlega á liðinu. Kannski voru mínir menn orðnir eitthvað bensínlausir. En þetta var aftur það sama og í lokin í fjórða þar sem okkur tókst ekki að sækja körfu þegar við þurfum körfu. Við vorum lélegir þegar allt var undir á svellinu og þá sigrarðu ekki körfuboltaleiki,“ sagði Maté Dalmay að lokum. Subway-deild karla Haukar Valur
Valsmenn unnu Hauka í ótrúlegum körfuboltaleik í Ólafssal í Subway-deild karla í kvöld. Leikurinn var tvíframlengdur eftir hreint út sagt ótrúlegar körfur undir lok leiks og lok fyrri framlengingar kvöldsins. Valur byrjaði með ansi áhugavert lið. Á bekknum var bæði Frank Booker og Kári Jónsson ásamt því voru Kristófer Acox og Hjálmar Stefánsson ekki með. Gestirnir voru lengi í gang og fyrsta karfan í opnum leik kom eftir fjórar mínútur. David Okeke gerði 23 stig í kvöldVísir/Anton Brink Eftir því sem leið á leikhlutann komst Valur betur inn í leikinn og gestirnir komust yfir 10-11. Eftir það komu tvær körfur í röð frá Haukum. Heimamenn komust fimm stigum yfir 20-15 þegar átta mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir að Kári Jónsson kom inn á breyttist leikur Vals. Það var allt annað að sjá liðið síðustu tvær mínúturnar. Valur gerði síðustu ellefu stigin í leikhlutanum og Kári gerði átta af þeim. Gestirnir voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 20-26. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Valsmenn héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og byrjuðu á að setja niður þriggja stiga körfu. Á tæplega tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik gerði Valur bara þriggja stiga körfur úr opnum leik og voru þær níu talsins. Valur hélt áfram að spila vel í öðrum leikhluta og voru leiðandi. Joshua Jefferson steig upp í liði Vals þegar að Kári Jónsson hvíldi sig. Frank Booker endaði fyrri hálfleik á að blaka boltanum ofan í sömu andrá og það kviknaði á klukkunni. Gestirnir voru tíu stigum yfir í hálfleik 43-53. Sigmundur Már Herbertsson, dómari, með tilþrifVísir/Anton Brink Valur byrjaði seinni hálfleik á að setja niður þrist og komst þrettán stigum yfir. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, hafði sennilega gefið sínu liði hárblásarann því heimamenn tóku við sér og fóru að spila betur. Haukar jöfnuðu leikinn 57-57 þegar að tæplega fimm mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Haukar enduðu á að vinna þriðja leikhluta 32-16 og voru sex stigum yfir þegar að haldið var í síðasta fjórðung. Kári Jónsson spilaði laskaður í kvöldVísir/Anton Brink Haukar byrjuðu fjórða leikhluta betur og allt benti til þess að heimamenn myndu taka sigur. Þegar að þrjár mínútur voru eftir voru heimamenn þrettán stigum yfir 92-83. Þá vaknaði Valur og setti ofan í hverja körfuna á fætur annarri. Í stöðunni 94-94 setti Antonio Monteiro niður þrist og þá var aðeins 1.6 sekúnda eftir fyrir Hauka að jafna. Allir héldu að þessi karfa hefði tryggt Val sigurinn en Ville Tahvanainen var á öðru máli og henti boltanum yfir allan völlinn beint ofan í og framlengja þurfti leikinn. VÁ!👀 pic.twitter.com/dMtPYIkU2f— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) November 10, 2023 Fólk trúði ekki að skot Ville Tahvanainen hafi farið ofan íVísir/Anton Brink Í framlengingunni skiptust liðin á körfum og spennan var í hámarki. Þegar að fimmtán sekúndur voru eftir af framlengingunni voru Haukar einu stigi yfir og Jalen Moore fór á vítalínuna. Moore hitti úr fyrra vítinu en klikkaði á því seinna. Valur fékk tækifæri til þess að jafna leikinn. Dramatíkin náði hámarki þegar Ástþór Atli Svalason fór í sniðskot og það var brotið á honum. Boltinn var hársbreidd frá því að leka ofan í en Ástþór fékk tvö vítaskot til þess að jafna og fara í aðra framlengingu. Ástþór Atli var ískaldur og hitti úr báðum vítunum. Ástþór Atli Svalason skoraði 17 stig í kvöldVísir/Anton Brink Valur tók frumkvæðið í síðari framlengingunni og var sex stigum yfir 118-124 þegar að mínúta var eftir. Dramatíkin var þó ekki búinn því Moore setti niður þriggja stiga skot þegar að fimm sekúndur voru eftir og Haukar brutu strax á Kristni Pálssyni. Staðan var 124-126 og eina sem Kristinn þurfti að gera var að hitta úr báðum vítunum. Kristinn hitti hins vegar bara úr öðru vítinu og Tahvanainen fékk tækifæri til þess að jafna en í þetta sinn klikkaði hann. Valur vann að lokum 124-127. Af hverju vann Valur? Það þurfti tvær framlengingar til þess að útkljá sigurvegara. Í síðari framlengingunni tók Valur frumkvæðið og var mest sjö stigum yfir. Það var þó lýsandi fyrir leikinn að Haukar fengu síðustu sóknina til þess að jafna en skot Ville Tahvanainen fór ekki ofan í. Hverjir stóðu upp úr? Ástþór Atli Svalason var frábær í kvöld og steig upp á mikilvægum tíma. Ástþór setti niður tvö víti til þess að koma leiknum í aðra framlengingu og gerði síðan fyrstu sex stigin í annarri framlengingunni. Ástþór endaði með 17 stig. Þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað í framlengingunni þar sem hann var með fimm villur endaði Joshua Jefferson stigahæstur með 33 stig. Hvað gekk illa? Haukar mega vera svekktir með að hafa ekki tekist að vinna laskað lið Vals sem spilaði án Hjálmars Stefánssonar og Kristófer Acox. Ásamt því var Kári Jónsson tæpur og spilaði 21 mínútu í venjulegum leiktíma en neyddist til að spila í framlengingunni þar sem Joshua Jefferson var kominn með fimm villur. Hvað gerist næst? Næsta föstudag mætast Valur og Höttur klukkan 19:15. Laugardaginn eftir viku mætast Stjarnan og Haukar klukkan 14:00. Maté: Leikmennirnir sem voru inn á kunna ekki að vinna Maté Dalmay, þjálfari Hauka, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var afar svekktur eftir tap í tvíframlengdum leik. „Það var hræðilegt að enda þetta svona,“ sagði Maté Dalmay eftir leik og hélt áfram. „Það var tvennt við gátum ekki náð stoppi þegar að við þurftum. Síðan vorum við værukærir og fórum ekki eftir leikplani þegar að ég tók tryllinginn í bekknum. Það klikkaði eitthvað í hausnum á mönnum við vorum ellefu stigum yfir og þá skipti vörnin ekki máli og þeir settu tvo þrista. Síðan kunnum við ekki að vinna. Leikmennirnir sem voru inn á kunna ekki að loka leikjum.“ En hvað á Maté við með að hans lið kunni ekki að vinna? „Ég er með ás og tvist sem koma beint úr Háskóla og kunna ekki að vinna.“ Aðspurður hvað vantaði upp á í framlengingunni var Maté ekki alveg viss. „Ég veit það ekki. Mér fannst við rúlla ágætlega á liðinu. Kannski voru mínir menn orðnir eitthvað bensínlausir. En þetta var aftur það sama og í lokin í fjórða þar sem okkur tókst ekki að sækja körfu þegar við þurfum körfu. Við vorum lélegir þegar allt var undir á svellinu og þá sigrarðu ekki körfuboltaleiki,“ sagði Maté Dalmay að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti