Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að skjálftinn hafi verið á mjög svipuðum slóðum og hinn stóri skjálftinn í dag. Sá mældist 4,1 og átti sér stað um hádegisleytið.
Jafnframt greinir Salóme frá þér að síðasta hálftímann, eða frá því klukkan þrjú í dag hafi skjálftavirkni aukist svo um munar. Margir minni skjálftar hafi orðið á því tímabili sem nú eru nú til skoðunar.