Innlent

Stór skjálfti fannst vel

Kolbeinn Tumi Daðason og Jón Þór Stefánsson skrifa
Jörð hefur skolfið nærri Þorbirni undanfarnar vikur.
Jörð hefur skolfið nærri Þorbirni undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm

Nokkuð öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan tíu mínútur fyrir fimm. 

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að samkvæmt frummati hafi hann verið 4,2 að stærð.

Skjálftinn var við Stóra Skógfell, og á fimm kílómetra dýpi, sem er líkt öðrum stórum skjálftum í dag.

Salóme segir að skjálftavirkni hafi aukist verulega í dag en frá og með hádegi hafa að minnsta kosti þrír stórir skjálftar fundist í byggð.

Fréttin er í vinnslu.


Tengdar fréttir

Reykjarmökkur líklega ekki eldgos

Ólíklegt er að reykur sem streymir úr hrauni við Litla-Hrút sé eldgos. Líklega sé um að ræða gas eða hita sem sé að losna úr nýlegu hrauni vegna jarðhræringanna sem hafa orðið í dag.

„Þunn lína á milli þess að fræða og hræða“

Almannatengill segir þunna línu á milli þess að fræða fólk og hræða á óvissutímum sem þessum. Hann telur suma jarðvísindamenn hafa farið yfir þá línu síðustu daga. Misvísandi skilaboð geti valdið fólki miklu hugarangri og skapað upplýsingaóreiðu. 

Annar stór skjálfti

Annar mikill jarðskjálfti fannst rétt sunnan við Sýlingarfell tuttugu mínútum eftir klukkan þrjú í dag. Samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofu er stærð hans 4,3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×