Innlent

Grindavíkurvegi lokað vegna stórrar sprungu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Myndir af lögreglumönnum og björgunarsveitarfólki á vettvangi en búið er að loka Grindavíkurvegi tímabundið vegna stórrar sprungu sem myndaðist á veginum.
Myndir af lögreglumönnum og björgunarsveitarfólki á vettvangi en búið er að loka Grindavíkurvegi tímabundið vegna stórrar sprungu sem myndaðist á veginum. Vegagerðin

Stór sprunga myndaðist í veginum seinni partinn í dag. 

Grindavíkurvegi hefur nú verið lokað vegna stórrar sprungu í veginum. Það staðfestir Vegagerðin í samtali við fréttastofu. 

Samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum tók Lögreglan á Suðurnesjum ákvörðun um að loka veginum við Reykjanesbraut og við bæjarmörk Grindavíkur vegna skemmda í veginum.

Malbikið fór í sundur á Grindavíkurvegi.

Ekki þykir öruggt að aka veginn en sprungunni er lýst sem „hálfgerðum stökkpalli enda hefur malbikið farið í sundur og lagst svo saman. Á vef Vegagerðarinnar umferdin.is kemur fram að hjáleiðir séu um Suðurstrandaveg (427) og Nesveg (425).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×