„Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2023 19:07 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands við eftirlit þegar eldgos varð við Litla-Hrút. vísir/vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir stöðuna benda til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna. Veðurstofan situr á fundi með almannavörnum í Öskju. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að í morgun hafi orðið breyting í skjálftavirkni sem jókst nokkuð seinni partinn. „Núna erum við að sjá mjög ákafa virkni og óróa sem bendir mjög sterkt til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna,“ sagði hann í kvöldfréttum. Miðað við þessa atburðarás séu auknar líkur á eldgosi. „Hversu langan tíma það tekur ef svo fer er ómögulegt að segja. Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar. Það verður bara að koma í ljós.“ Hann segir óvíst hvar það myndi gerast en líklega nálægt gossprungunni. „Ef það yrði þar sem virknin hefur verið mest þá myndi hraun sem kemur þar upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi. Þannig ef það kemur til goss er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum ekkert hver þróunin verður.“ Gosið yrði þá í líkingu við þau sem urðu undanfari þrjú ár. Erum við mögulega að fara að sjá gos í kvöld? „Það er ekki hægt að útiloka það, það varð síðast gos á þessum hluta fyrir mörg hundrað árum og því höfum við ekki upplýsingar um það en ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti og Fagradalseldarnir þá mun þetta taka sennilega töluverðan tíma en það er ómögulegt að segja.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að í morgun hafi orðið breyting í skjálftavirkni sem jókst nokkuð seinni partinn. „Núna erum við að sjá mjög ákafa virkni og óróa sem bendir mjög sterkt til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna,“ sagði hann í kvöldfréttum. Miðað við þessa atburðarás séu auknar líkur á eldgosi. „Hversu langan tíma það tekur ef svo fer er ómögulegt að segja. Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar. Það verður bara að koma í ljós.“ Hann segir óvíst hvar það myndi gerast en líklega nálægt gossprungunni. „Ef það yrði þar sem virknin hefur verið mest þá myndi hraun sem kemur þar upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi. Þannig ef það kemur til goss er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum ekkert hver þróunin verður.“ Gosið yrði þá í líkingu við þau sem urðu undanfari þrjú ár. Erum við mögulega að fara að sjá gos í kvöld? „Það er ekki hægt að útiloka það, það varð síðast gos á þessum hluta fyrir mörg hundrað árum og því höfum við ekki upplýsingar um það en ef þetta hegðar sér með svipuðum hætti og Fagradalseldarnir þá mun þetta taka sennilega töluverðan tíma en það er ómögulegt að segja.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira