Innlent

Auknar líkur á eld­gosi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Skýr merki um myndun kvikugangs til yfirborðs sjást nú á mælum Veðurstofunnar.
Skýr merki um myndun kvikugangs til yfirborðs sjást nú á mælum Veðurstofunnar. Vísir/Vilhelm

Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en verða uppfærðar um leið og þær liggja fyrir.

Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Almannavarna, þýðir það þó ekki að eldgos sé hafið heldur hafi líkurnar á eldgosi aukist.

HS Orka óskar eftir að Grindvíkingar hringi í HS Veitur í síma 422 5200 ef þeir verða varir við flökt á rafmagni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×