Innlent

Lands­menn verði að búa sig undir gos

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Magnús Tumi Guðmundsson segir að landsmenn verði að búa sig undir gos.  Hér er hann við Litla-Hrút á Reykjanesi.
Magnús Tumi Guðmundsson segir að landsmenn verði að búa sig undir gos.  Hér er hann við Litla-Hrút á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm

Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að landsmenn verði að vera undir það búnir að það gjósi á næstu klukkustundum.

Um það bil tíu klukkustundir eru liðnar frá því atburðarásin hófst með kröftugum skjálftum en Magnús Tumi segir ekki hægt að slá neinu föstu á þessari stundu.

Magnús Tumi segir að staðan sé um margt óljós ennþá en að atburðarásin sé með þeim hætti að það sé líklegt að það endi með gosi.

„Það er kvika að troðast upp jarðskorpuna og hún er að gera það mjög hratt núna og jarðskorpan gliðnar í sundur. Við getum ekki fullyrt neitt um hversu langan tíma þetta tekur eða stendur yfir en líklega endar þetta með gosi. Það eru verulegar líkur á að svona atburðarás endi með gosi,“ segir Magnús Tumi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×