Innlent

Stjörnum prýtt skjálftakort

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skjálftar
Skjálftar

Skjálftakort Veðurstofunnar með skjálftum síðustu tveggja sólarhringa er þakið stjörnum. Hver stjarna táknar jarðskjálfta sem var yfir þrír að stærð.

Samtals hefur 321 skjálfti mælst yfir þrír að stærð síðustu tvo sólarhringa. 280 þeirra hafa átt sér stað síðan klukkan fimm í dag samkvæmt vef Veðurstofunnar. 

Skjálftarnir í heild sinni eru 2057 talsins séu þeir sem eru minni en þrír taldir með. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist 5,2 að stærð. 


Tengdar fréttir

Vaktin: Hættustigi almannavarna lýst yfir

Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×