Fjórir millistjórnendur fá ekki krónu eftir uppsögn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2023 06:33 Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/Vilhelm Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af því að hafa staðið ólöglega að uppsögnum fjögurra fyrrverandi millistjórnenda spítalans í tengslum við skipulagsbreytingar. Starfsmennirnir kröfðust tuttugu til þrjátíu milljóna króna hver í bætur. Það var í september 2020 sem Landspítalinn ákvað að sameina tvær starfseiningar í eldhúsi spítalans. Úr varð að nokkrir millistjórnendur misstu starfið og fengu uppsagnarfrest til þriggja mánaða. Millistjórnendurnir fjórir sem stefndu spítalanum töldu ákvörðun um að leggja niður starfið ólögmæta. Brotið hefði verið gegn meðalhófs-, rannsóknar- og réttmælisreglu stjórnsýsluréttar. Í dómi Landsréttar kom fram að almennt væri það á forræði forstöðumanna ríkisstofnana að ákveða hvaða viðfangsefnum einstakir starfsmenn skyldu sinna innan þeirra, svo framarlega sem önnur lagaákvæði mæltu ekki beinlínis fyrir um annað. Horfa þyrfti til þess að í dómaframkvæmd hefði ítrekað verið lagt til grundvallar að játa yrði forstöðumönnum ríkisstofnana rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri. Talið var að ákvörðun stjórnenda Landspítalans um að breyta skipulagi og leggja niður störf hefði verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því að unnt yrði að hagræða í starfseminni og nýta fjármuni Landspítalans á árangursríkari hátt. Voru ekki talin efni til að hrófla við því mati, enda hefði starfsfólkinu ekki tekist að sýna fram á að ákvörðunin um að leggja störfin niður hefði byggt á ómálefnalegum sjónarmiðum. Jafnframt var ekki fallist á með starfsfólkinu að Landspítalanum hefði borið skylda til að rannsaka sérstaklega hvort unnt hefði verið að segja upp öðrum starfsmönnum en þeim með tilliti til hagræðingar. Þá var ekki fallist á að ákvörðunin hefði verið ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Að virtum atvikum málsins varð ekki heldur séð að Landspítalinn hefði farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til við uppsagnirnar og brotið þannig gegn meðalhófsreglu. Var ríkið því sýknað af kröfu millistjórnendanna fyrrverandi. Landspítalinn Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Það var í september 2020 sem Landspítalinn ákvað að sameina tvær starfseiningar í eldhúsi spítalans. Úr varð að nokkrir millistjórnendur misstu starfið og fengu uppsagnarfrest til þriggja mánaða. Millistjórnendurnir fjórir sem stefndu spítalanum töldu ákvörðun um að leggja niður starfið ólögmæta. Brotið hefði verið gegn meðalhófs-, rannsóknar- og réttmælisreglu stjórnsýsluréttar. Í dómi Landsréttar kom fram að almennt væri það á forræði forstöðumanna ríkisstofnana að ákveða hvaða viðfangsefnum einstakir starfsmenn skyldu sinna innan þeirra, svo framarlega sem önnur lagaákvæði mæltu ekki beinlínis fyrir um annað. Horfa þyrfti til þess að í dómaframkvæmd hefði ítrekað verið lagt til grundvallar að játa yrði forstöðumönnum ríkisstofnana rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri. Talið var að ákvörðun stjórnenda Landspítalans um að breyta skipulagi og leggja niður störf hefði verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því að unnt yrði að hagræða í starfseminni og nýta fjármuni Landspítalans á árangursríkari hátt. Voru ekki talin efni til að hrófla við því mati, enda hefði starfsfólkinu ekki tekist að sýna fram á að ákvörðunin um að leggja störfin niður hefði byggt á ómálefnalegum sjónarmiðum. Jafnframt var ekki fallist á með starfsfólkinu að Landspítalanum hefði borið skylda til að rannsaka sérstaklega hvort unnt hefði verið að segja upp öðrum starfsmönnum en þeim með tilliti til hagræðingar. Þá var ekki fallist á að ákvörðunin hefði verið ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Að virtum atvikum málsins varð ekki heldur séð að Landspítalinn hefði farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til við uppsagnirnar og brotið þannig gegn meðalhófsreglu. Var ríkið því sýknað af kröfu millistjórnendanna fyrrverandi.
Landspítalinn Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01