Innlent

Neyðarsöfnun hafin vegna jarð­hræringa við Grinda­vík

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Úr fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi í morgun.
Úr fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi í morgun. Vísir/Einar

Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar kemur fram að fólk geti lagt söfnuninni lið til að styrkja neyðarviðbragð félagsins vegna jarðhræringanna. Hlutverk Rauða krossins sé að veita þeim sem þurftu að rýma Grindavík stuðning og húsaskjól í fjöldahjálparstöðvum.

Eins og fram hefur komið opnaði Rauði krossinn þrjár fjöldahjálparstöðvar í gærnótt, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. 160 manns gistu í fjöldahjálparstöðvum í nótt.

Nánari upplýsingar um söfnunina og hvernig má leggja henni lið er að finna á vef Rauða krossins.

Aðrar styrktarleiðir:

SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn, Nova og Vodafone)

Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.

Aur: @raudikrossinn eða 1235704000

Kass: raudikrossinn eða 7783609

Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649




Fleiri fréttir

Sjá meira


×