Stél vélarinnar rakst við flugbraut vallarins. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, við fréttastofu.
Hann tekur fram að enginn slys hafi orðið á fólki, í raun hafi farþegar ekki orðið varir við óhappið.
Flugvirkjar meta nú tjónið og skipuleggja viðgerð á flugvélinni, en önnur flugvél hefur verið send eftir farþegunum.