Þá var nokkuð um uppákomur þar sem ökumenn undir áhrifum vímuefna komu við sögu.
Í Kópavogi var lögreglu kölluð til vegna manns sem var sagður æstur og hafa valdið skemmdum á sameign fjölbýlishúss. Reyndist hann verulega ölvaður og var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Lögreglu í Kópavogi barst einnig tilkynning um ökumann sem hafði ekið utan í kyrrstæðar bifreiðar og reyndist sá einnig mjög greinilega undir áhrifum; var sljór og átti erfitt með tal og að halda sér vakandi. Hann var sömuleiðis handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Í póstnúmerinu 104 voru skráningarmerki fjarlægð af nokkrum ökutækjum þar sem ekki hafði verið staðið í skilum á vátryggingu þeirra. Þá var tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun en þjófurinn var á brott þegar lögregla mætti á vettvang og fannst ekki við leit.
Einn var stöðvaður í 104 sem játaði að hafa neytt áfengis fyrr um kvöldið og reyndist undir áhrifum. Þá barst tilkynning um ökumann sem ók á ljósastaur í póstnúmerinu 103 en hann var enn í ökumannssætinu þegar komið var að og var greinilega ölvaður.
Lögreglu bárust einnig tilkynningar um mann sem var sagður hafa ráðist á starfsmann hótels í miðborginni og grunsamlegan mann með kúbein í Garðabæ. Hvorugur fannst þrátt fyrir leit.