Innlent

Sig­mundur Guð­bjarna­son er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmundur gegndi rektorsstöðunni í Háskóla Íslands á árunum 1985 til 1991.
Sigmundur gegndi rektorsstöðunni í Háskóla Íslands á árunum 1985 til 1991. Vísir/valli

Sigmundur Guðbjarnason, prófessor emeritus og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, er látinn. Hann lést síðastliðinn fimmtudag, 92 ára að aldri.

Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Sigmundur gegndi rektorsstöðunni í Háskóla Íslands á árunum 1985 til 1991.

Fram kemur að Sigmundur hafi lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1952, hlotið Dipl. Chem. í efnafræði frá Technische Hochschule í München í Þýskalandi 1957 og lokið doktorsprófi frá sama skóla 1959.

Sigmundur starfaði hjá Sementsverksmiðju ríkisins 1959 til 1960 og sinnti rannsóknum og kennslu í lífefnafræði og lyflæknisfræði við Wayne State University School of Medicine í Detroit 1961 til 1962. Þá var hann aðstoðarprófessor og prófessor þar á árunum 1962 til 1970.

Hann varð svo prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands árið 1970 og var þar til starfsloka 2001. Þá hafi hann gegnt stöðu rektors á árunum 1985 til 1991. Nánar er fjallað um feril Sigmundar í frétt mbl.

Eftirlifandi eiginkona Sigmundar er Margrét Þorvaldsdóttir, fyrrverandi blaðamaður. Börn þeirra eru Snorri, Logi, Hekla og Ægir Guðbjarni. Hekla lést árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×