Fótbolti

Danirnir í Man. Utd missa af mikil­vægum lands­leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Eriksen og Rasmus Höjlund þurfa að treysta á félaga sína í danska landsliðinu að tryggja þeim sæti á EM næsta sumar.
Christian Eriksen og Rasmus Höjlund þurfa að treysta á félaga sína í danska landsliðinu að tryggja þeim sæti á EM næsta sumar. Getty/Simon Stacpoole

Danir verða án þeirra Christian Eriksen og Rasmus Höjlund í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM í fótbolta.

Eriksen og Höjlund meiddust báðir í leik United og Luton á Old Trafford um helgina. Meiðslin eru það alvarleg að þeir þurfta að draga sig út úr danska landsliðshópnum fyrir þessa mikilvægu leiki.

Danir eru með fjögurra stiga forskot á Kasakstan fyrir síðustu tvær umferðir riðilsins og eiga eftir heimaleik á móti Slóveníu og útileik á móti Norður Írlandi. Slóvenía er með nítján stig eins og Danir.

Það lið sem vinnur leikinn á Parken tryggir sér sæti á EM en hitt liðið gæti komist þangað líka ef Kasakstan, liðið sem er í þriðja sætinu, vinnur ekki San Marínó. Fari svo hins vegar þarf tapliðið að vinna lokaleik sinn.

Jens Stryger Larsen og Jesper Lindström koma inn í landsliðshópinn fyrir Manchester United mennina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×