Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2023 12:18 Patricia og Rúrik búa í hesthúsi og bíða hvað þess sem verða vill. Að sögn Rúriks hefur Patriciu orðið um og ó, hún er frá Sviss og ekki vön jarðskjálftum. Rúrik Hreinsson/Patricia Hobi Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. Þegar blaðamaður náði tali af Rúrik var hann á leið til Grindavíkur eftir Suðurstrandavegi eftir nýfengið grænt ljós frá yfirvöldum þess efnis að þeir mættu skjótast í hús sín og ná í „einhverja larfa“ eins og Rúrik orðar þar. Fer vel um þau í hesthúsinu En þegar bærinn var rýmdur fengu þau inni í hesthúsi hjá vinafólki sínu. Rúrik lætur vel af dvöl þeirra þar. „Það fer ægilega vel um okkur, notalegt að vera inni um hestana og svo erum við með kisurnar okkar tvær hjá okkur og fjóra hesta,“ segir Rúrik. Þau hjónaleysin eiga níu hesta alls. Þau voru svo fyrirhyggjusöm að koma þremur þeirra fyrir í Keflavík þar sem þeir eru á beit og tveir hestanna eru á Mýrum. Fjórir eru svo með þeim í Fjárborgum. Rúrik kvartar ekki og segist ánægður með viðbrögð yfirvalda. „Ég held að menn séu að gera sitt besta og eru að reyna að gæta öryggis fólks. Ég tek ofan hattinn fyrir þessu fólki og er ekki að ergja mig yfir smámunum.“ Rúrik hefur fullan skilning á því að reistar hafi verið skorður við því að fólk hafi ekki fengið að fara eftir gæludýrum sínum og nú rofar eitthvað til með það. „Fyrst eru menn að hugsa um öryggi fólks og svo eru dýrin í framhaldi af því.“ Patricia í rusli vegna jarðhræringanna Rúrik er sjómaður en kærasta hans, hún Patrica, starfar hjá Silica við Bláa lónið. Hún er frá Sviss en hefur búið á Íslandi í þrjú ár. „Hún er alveg í rusli yfir þessu öllu saman. Þetta hefur fengið verulega á hana. Hún er óvön jarðskjálftum,“ segir Rúrik. Hann segir ömurlegt til þess að hugsa að geta hugsanlega ekki lengur búið í sínum heimabæ. „Ég er fæddur og uppalinn á Þingeyri en hef búið í Grindavík frá 1993,“ segir Rúrik sem lítur á sig sem Þingeyring og Grindvíking jöfnum höndum. „Ég sleit barnsskónum á Þingeyri og flutti 13 ára til Grindavíkur.“ En það sem uppúr stendur er að finna fyrir hinni miklu samkennd sem ríkir í samfélaginu. „Sama hvar borið er niður. Það er búið að hringja í mann víðs vegar að og bjóða manni allskonar húsnæði og aðstöðu fyrir okkur og hrossin. Þetta er heiðursfólk sem á Fákaland og þau eiga mikið hrós skilið fyrir að hleypa okkur inn og leyfa okkur að búa þarna. Þetta er með ólíkindum,“ segir Rúrik. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Þegar blaðamaður náði tali af Rúrik var hann á leið til Grindavíkur eftir Suðurstrandavegi eftir nýfengið grænt ljós frá yfirvöldum þess efnis að þeir mættu skjótast í hús sín og ná í „einhverja larfa“ eins og Rúrik orðar þar. Fer vel um þau í hesthúsinu En þegar bærinn var rýmdur fengu þau inni í hesthúsi hjá vinafólki sínu. Rúrik lætur vel af dvöl þeirra þar. „Það fer ægilega vel um okkur, notalegt að vera inni um hestana og svo erum við með kisurnar okkar tvær hjá okkur og fjóra hesta,“ segir Rúrik. Þau hjónaleysin eiga níu hesta alls. Þau voru svo fyrirhyggjusöm að koma þremur þeirra fyrir í Keflavík þar sem þeir eru á beit og tveir hestanna eru á Mýrum. Fjórir eru svo með þeim í Fjárborgum. Rúrik kvartar ekki og segist ánægður með viðbrögð yfirvalda. „Ég held að menn séu að gera sitt besta og eru að reyna að gæta öryggis fólks. Ég tek ofan hattinn fyrir þessu fólki og er ekki að ergja mig yfir smámunum.“ Rúrik hefur fullan skilning á því að reistar hafi verið skorður við því að fólk hafi ekki fengið að fara eftir gæludýrum sínum og nú rofar eitthvað til með það. „Fyrst eru menn að hugsa um öryggi fólks og svo eru dýrin í framhaldi af því.“ Patricia í rusli vegna jarðhræringanna Rúrik er sjómaður en kærasta hans, hún Patrica, starfar hjá Silica við Bláa lónið. Hún er frá Sviss en hefur búið á Íslandi í þrjú ár. „Hún er alveg í rusli yfir þessu öllu saman. Þetta hefur fengið verulega á hana. Hún er óvön jarðskjálftum,“ segir Rúrik. Hann segir ömurlegt til þess að hugsa að geta hugsanlega ekki lengur búið í sínum heimabæ. „Ég er fæddur og uppalinn á Þingeyri en hef búið í Grindavík frá 1993,“ segir Rúrik sem lítur á sig sem Þingeyring og Grindvíking jöfnum höndum. „Ég sleit barnsskónum á Þingeyri og flutti 13 ára til Grindavíkur.“ En það sem uppúr stendur er að finna fyrir hinni miklu samkennd sem ríkir í samfélaginu. „Sama hvar borið er niður. Það er búið að hringja í mann víðs vegar að og bjóða manni allskonar húsnæði og aðstöðu fyrir okkur og hrossin. Þetta er heiðursfólk sem á Fákaland og þau eiga mikið hrós skilið fyrir að hleypa okkur inn og leyfa okkur að búa þarna. Þetta er með ólíkindum,“ segir Rúrik.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira