Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2023 12:44 Stór og vel búinn hópur björgunarsveitarfólks hélt inn í Grindavík snemma í morgun. Þorbjörn „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík þar sem segir frá því að stór og vel búinn hópur björgunarsveitarfólks hafi haldið inn í bæinn snemma í morgun til að meta tjón á vegum og öðrum innviðum. Var markmiðið að undirbúa verðmætabjörgun frá heimilum og reyna eftir fremsta megni tryggja öryggi íbúa við það, en lögregla gaf í dag grænt ljós á að íbúar og fulltrúar á skilgreindum svæðum í bænum geti haldið inn í bæinn í fylgd björgunarsveita til að bjarga verðmætum. „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það. Tjónin eru samt misjöfn og virðast staðbundin við fyrstu skoðun. Vegir eru víða í sundur og höfum við lagt kapp á það að loka þeim svo ekki sé hætta af,“ segir í fæslunni. Fólk virði lokanir Sveitin vill biðja alla sem komi í bæinn að fara varlega og virða þær lokanir sem hafa verið settar upp. „Til þess að flýta fyrir opnun höfum við notast við garðbekki, blómapotta og fleira slíkt sem fundum og vonumst við til þess að fólk sýni því skilning. Við höfum einnig farið með vinnuvélar yfir allar sprungur og þær sprungur sem ekki er búið að loka fyrir teljum við óhætt að aka yfir. Að lokum viljum við biðja íbúa að virða þann tíma sem þeim er gefin til að sækja verðmæti svo fleiri geti komist til síns heima. Það væri gott ef þessi póstur myndi rata til allra Grindvíkinga,“ segir á færslu björgunarsveitarinnar. Grindavík Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vaktin: Gliðnun mælist mest við Sundhnúka Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík þar sem segir frá því að stór og vel búinn hópur björgunarsveitarfólks hafi haldið inn í bæinn snemma í morgun til að meta tjón á vegum og öðrum innviðum. Var markmiðið að undirbúa verðmætabjörgun frá heimilum og reyna eftir fremsta megni tryggja öryggi íbúa við það, en lögregla gaf í dag grænt ljós á að íbúar og fulltrúar á skilgreindum svæðum í bænum geti haldið inn í bæinn í fylgd björgunarsveita til að bjarga verðmætum. „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það. Tjónin eru samt misjöfn og virðast staðbundin við fyrstu skoðun. Vegir eru víða í sundur og höfum við lagt kapp á það að loka þeim svo ekki sé hætta af,“ segir í fæslunni. Fólk virði lokanir Sveitin vill biðja alla sem komi í bæinn að fara varlega og virða þær lokanir sem hafa verið settar upp. „Til þess að flýta fyrir opnun höfum við notast við garðbekki, blómapotta og fleira slíkt sem fundum og vonumst við til þess að fólk sýni því skilning. Við höfum einnig farið með vinnuvélar yfir allar sprungur og þær sprungur sem ekki er búið að loka fyrir teljum við óhætt að aka yfir. Að lokum viljum við biðja íbúa að virða þann tíma sem þeim er gefin til að sækja verðmæti svo fleiri geti komist til síns heima. Það væri gott ef þessi póstur myndi rata til allra Grindvíkinga,“ segir á færslu björgunarsveitarinnar.
Grindavík Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vaktin: Gliðnun mælist mest við Sundhnúka Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Vaktin: Gliðnun mælist mest við Sundhnúka Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46
Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49