Segja eign sína nú verðlausa með öllu Jakob Bjarnar og Helena Rós Sturludóttir skrifa 13. nóvember 2023 15:24 Amanda segir fréttamanni Stöðvar 2 að hann geti sveijað sér uppá það að brúðarkransinn fari með. Hér huga þau hjón að aðstæðum, á þeim tíu mínútum sem hverjum og einum var úthlutað til að sækja verðmæti. vísir/vilhelm Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. „Nú við bara að reyna að taka mestu verðmæti sem við gátum ekki tekið með okkur á föstudeginum. Það var pínu panikk þá þegar það var bara einhverju hrúgað með. En nú erum við að klára að taka fötin, fjölskyldumyndir og þessa dýru hluti sem manni þykir vænt um,“ segir Ómar. Þó ástandið einkennist af óvissu er létt yfir þeim Amöndu og Ómari. Þau fara þó ekki í grafgötur með að óvissan sem nú hangir yfir sé ömurleg tilfinning. „Ógeðsleg. Maður veit ekki neitt. Maður sér eitthvað í fréttum. Eins og með okkur, maður sá bara einhverja sprungu rétt fyrir utan húsið okkar en vissum ekki neitt. Við vorum bara hrædd að koma í dag. Vissum ekkert í hvað við vorum að fara að ganga inn í. Það var rosalega óþægilegt.“ Útlitið skárra en þau óttuðust Þau segja útlitið inni fyrir skárra en þau héldu. „En ég tek eftir því að það er komin bunga í gólfið, garðurinn er ekki lengur sléttur, gagnstéttin hér fyrir framan húsið hefur lyfst upp þannig að maður verður bara að bíða og sjá hvað gerist. Og meta stöðuna,“ segir Ómar. Þó ástandið sé svart er létt yfir þeim Ómari og Amöndu.vísir/vilhelm Komi til goss, komi ekki til goss… Hvernig verður að snúa aftur? „Óþægilegt. Ef verður ekki gos veit maður ekki hvort maður vill koma aftur. Maður horfir á eign sína sem verðlausa. Það er enginn að fara að kaupa þetta af manni, vilji maður fara. Og verði gos, það er heldur ekki þægilegt. Ef það verður nálægt… já, þetta er bara, ekki góð staða.“ Hvernig verður framhaldið hjá ykkur næstu daga? „Við fengum íbúð í Hveragerði og erum þar og fáum að vera í einhvern tímna. Svo verður bara að taka þetta dag frá degi.“ Brúðkaupskransinn skal með Amanda talar ensku og hún var spurð um blómakrans sem hún hafði í höndum. „Hann er frá því við giftum okkur á síðasta ári,“ sagði Amanda og sagði fréttakonu að hún gæti sveijað sér uppá það að hún ætlaði sér að taka hann með sér. „Ég vil bara fara heim,“ sagði hún spurð hvað hún vildi gera? Þegar um hægist. „Þetta er frábært samfélag og við eigum hér ættingja og vini. Hér viljum við vera. Gott að fá að koma og sjá að þetta er ekki eins svakalegt ástand og okkur var gert að trúa. Ég vil ekki fara, en við eigum víst engan annan kost í stöðunni.“ Ómar, þú skrifaðir eftirminnilegan miða á útihurðina: eldgosafrí? „Heyrðu, ég var bara eitthvað í vinnunni og sá að við áttum að setja einhvern hundleiðinlegan miða í gluggann. Og ég hugsaði að það gæti verið gaman fyrir björgunarsveitarmennina að sjá eitthvað annað og fyndið. Ég reiknaði ekki með að það myndi fara lengi en gott að einhverjir geti hlegið að þessu,“ segir Ómar. Og telur að húmorinn bjargvætt í aðstæðum sem þessum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
„Nú við bara að reyna að taka mestu verðmæti sem við gátum ekki tekið með okkur á föstudeginum. Það var pínu panikk þá þegar það var bara einhverju hrúgað með. En nú erum við að klára að taka fötin, fjölskyldumyndir og þessa dýru hluti sem manni þykir vænt um,“ segir Ómar. Þó ástandið einkennist af óvissu er létt yfir þeim Amöndu og Ómari. Þau fara þó ekki í grafgötur með að óvissan sem nú hangir yfir sé ömurleg tilfinning. „Ógeðsleg. Maður veit ekki neitt. Maður sér eitthvað í fréttum. Eins og með okkur, maður sá bara einhverja sprungu rétt fyrir utan húsið okkar en vissum ekki neitt. Við vorum bara hrædd að koma í dag. Vissum ekkert í hvað við vorum að fara að ganga inn í. Það var rosalega óþægilegt.“ Útlitið skárra en þau óttuðust Þau segja útlitið inni fyrir skárra en þau héldu. „En ég tek eftir því að það er komin bunga í gólfið, garðurinn er ekki lengur sléttur, gagnstéttin hér fyrir framan húsið hefur lyfst upp þannig að maður verður bara að bíða og sjá hvað gerist. Og meta stöðuna,“ segir Ómar. Þó ástandið sé svart er létt yfir þeim Ómari og Amöndu.vísir/vilhelm Komi til goss, komi ekki til goss… Hvernig verður að snúa aftur? „Óþægilegt. Ef verður ekki gos veit maður ekki hvort maður vill koma aftur. Maður horfir á eign sína sem verðlausa. Það er enginn að fara að kaupa þetta af manni, vilji maður fara. Og verði gos, það er heldur ekki þægilegt. Ef það verður nálægt… já, þetta er bara, ekki góð staða.“ Hvernig verður framhaldið hjá ykkur næstu daga? „Við fengum íbúð í Hveragerði og erum þar og fáum að vera í einhvern tímna. Svo verður bara að taka þetta dag frá degi.“ Brúðkaupskransinn skal með Amanda talar ensku og hún var spurð um blómakrans sem hún hafði í höndum. „Hann er frá því við giftum okkur á síðasta ári,“ sagði Amanda og sagði fréttakonu að hún gæti sveijað sér uppá það að hún ætlaði sér að taka hann með sér. „Ég vil bara fara heim,“ sagði hún spurð hvað hún vildi gera? Þegar um hægist. „Þetta er frábært samfélag og við eigum hér ættingja og vini. Hér viljum við vera. Gott að fá að koma og sjá að þetta er ekki eins svakalegt ástand og okkur var gert að trúa. Ég vil ekki fara, en við eigum víst engan annan kost í stöðunni.“ Ómar, þú skrifaðir eftirminnilegan miða á útihurðina: eldgosafrí? „Heyrðu, ég var bara eitthvað í vinnunni og sá að við áttum að setja einhvern hundleiðinlegan miða í gluggann. Og ég hugsaði að það gæti verið gaman fyrir björgunarsveitarmennina að sjá eitthvað annað og fyndið. Ég reiknaði ekki með að það myndi fara lengi en gott að einhverjir geti hlegið að þessu,“ segir Ómar. Og telur að húmorinn bjargvætt í aðstæðum sem þessum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56
Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18