Al-Shifa sjúkrahúsið, það stærsta á Gasaströndinni, hefur verið umkringt en forsvarsmenn ísraelska hersins segja að höfuðstöðvar Hamas megi finna í göngum undir sjúkrahúsinu.
Aðstæður á sjúkrahúsinu og öðrum eru sagðar hræðilegar en það sama er upp á teningnum á Al-Quds sjúkrahúsinu, sem einnig er í Gasaborg en því hefur verið lokað og er unnið að því að flytja um sex þúsund manns, sjúklinga, starfsmenn og fólks sem hefur leitað sér skjóls þar á brott, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Sjá einnig: Segir al Shifa orðið vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar
Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði heimsins en þar búa um 2,3 milljónir manna á svæði sem er gróflega 40 kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Um tveir þriðju íbúa eru taldir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gífurlega umfangsmikilla árása Ísraela á svæðið undanfarinn mánuð.

Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa beðið borgara um að flýja til suðurs, þar sem norðurhluti Gasastrandarinnar hefur verið einangraður frá þeim syðri. Ísraelar hafa þó einnig verið að mannskæðar loftárásir á suðurhlutanum.
Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir rúmlega ellefu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Um 2.700 er saknað.
Fordæma Hamas-liða
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir vopnahléi svo hægt væri að koma birgðum til íbúa á Gasaströndinni. Ráðherrarnir kölluðu einnig eftir því að Hamas-liðar slepptu þeim um 240 gíslum sem vígamenn samtakanna tóku í síðasta mánuði og leyfðu óbreyttum borgurum að yfirgefa átakasvæðið.
Ráðherrarnir fordæmdu einnig Hamas-liða fyrir að skýla sér bakvið sjúkrahús og óbreytta borgara.
We call on Hamas to immediately & unconditional release all hostages.
— Josep Borrell Fontelles (@JosepBorrellF) November 12, 2023
We condemn the use of hospitals and civilians as human shields by Hamas.
Civilians must be allowed to leave the combat zone. Hostilities are severely impacting hospitals & taking a horrific toll on civilians.
Ísraelski herinn birti í morgun myndband frá Al-Quds sjúkrahúsinu en það er sagt sýna Hamas-liða skjóta á ísraelska hermenn frá sjúkrahúsinu. Hermenn eru sagðir hafa fellt 21 vígamann en því er einnig haldið fram, samkvæmt ísraelskum blaðamanni, að vígamenn hafi laumað sér meðal flýjandi borgara, til að ráðast á ísraelska hermenn.
IDF says troops killed a terror cell that opened fire at Israeli forces from Al-Quds Hospital in Gaza City.
— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 13, 2023
According to the IDF, the cell had opened fire at troops of the 188th Armored Brigade with light arms and RPGs, while being embedded within a group of civilians at the pic.twitter.com/Tq8h9tj64d