Þúsundir flýja umkringd sjúkrahús Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 15:54 Ísraelskur hermaður á Gasaströndinni. Ísraelski herinn Harðir bardagar við sjúkrahús í norðurhluta Gasastrandarinnar hafa þvingað þúsundir Pelstínumanna til að flýja síðustu skjól svæðisins. Hundruð eru enn fastir á sjúkrahúsunum en þar á meðal eru sjúklingar í alvarlegri stöðu og nýfædd börn en birgðir eru að klárast og ljósavélar eldsneytislausar. Al-Shifa sjúkrahúsið, það stærsta á Gasaströndinni, hefur verið umkringt en forsvarsmenn ísraelska hersins segja að höfuðstöðvar Hamas megi finna í göngum undir sjúkrahúsinu. Aðstæður á sjúkrahúsinu og öðrum eru sagðar hræðilegar en það sama er upp á teningnum á Al-Quds sjúkrahúsinu, sem einnig er í Gasaborg en því hefur verið lokað og er unnið að því að flytja um sex þúsund manns, sjúklinga, starfsmenn og fólks sem hefur leitað sér skjóls þar á brott, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Segir al Shifa orðið vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði heimsins en þar búa um 2,3 milljónir manna á svæði sem er gróflega 40 kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Um tveir þriðju íbúa eru taldir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gífurlega umfangsmikilla árása Ísraela á svæðið undanfarinn mánuð. Fyrirburar á Al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg. Sjúkrahúsið er umkringt hermönnum, rafmagnslaust og birgðir að klárast.AP/Dr. Marawan Abu Saada Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa beðið borgara um að flýja til suðurs, þar sem norðurhluti Gasastrandarinnar hefur verið einangraður frá þeim syðri. Ísraelar hafa þó einnig verið að mannskæðar loftárásir á suðurhlutanum. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir rúmlega ellefu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Um 2.700 er saknað. Fordæma Hamas-liða Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir vopnahléi svo hægt væri að koma birgðum til íbúa á Gasaströndinni. Ráðherrarnir kölluðu einnig eftir því að Hamas-liðar slepptu þeim um 240 gíslum sem vígamenn samtakanna tóku í síðasta mánuði og leyfðu óbreyttum borgurum að yfirgefa átakasvæðið. Ráðherrarnir fordæmdu einnig Hamas-liða fyrir að skýla sér bakvið sjúkrahús og óbreytta borgara. We call on Hamas to immediately & unconditional release all hostages.We condemn the use of hospitals and civilians as human shields by Hamas. Civilians must be allowed to leave the combat zone. Hostilities are severely impacting hospitals & taking a horrific toll on civilians.— Josep Borrell Fontelles (@JosepBorrellF) November 12, 2023 Ísraelski herinn birti í morgun myndband frá Al-Quds sjúkrahúsinu en það er sagt sýna Hamas-liða skjóta á ísraelska hermenn frá sjúkrahúsinu. Hermenn eru sagðir hafa fellt 21 vígamann en því er einnig haldið fram, samkvæmt ísraelskum blaðamanni, að vígamenn hafi laumað sér meðal flýjandi borgara, til að ráðast á ísraelska hermenn. IDF says troops killed a terror cell that opened fire at Israeli forces from Al-Quds Hospital in Gaza City.According to the IDF, the cell had opened fire at troops of the 188th Armored Brigade with light arms and RPGs, while being embedded within a group of civilians at the pic.twitter.com/Tq8h9tj64d— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 13, 2023 Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Evrópusambandið Tengdar fréttir Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir. 13. nóvember 2023 12:02 Flytja nýbura af spítalanum sem enn er án rafmagns Starfsfólk á stærsta spítala Gasa, al-Shifa, segja sjúklinga og fólk á flótta fast í hræðilegu ástandi á meðan átök fara fram í nærliggjandi götum. Ísraelsher segist ætla að aðstoða við flutning nýbura af spítalanum í dag. Átök hafa geisað við spítalann í tvo daga. 12. nóvember 2023 08:25 Spítalinn rafmagnslaus og án matar og vatns Al-Shifa spítalinn á Gasa er nú án rafmagns, matar og vatns. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, segir að Ísrael verði að hætta að sprengja börn í loft upp. 11. nóvember 2023 10:33 Ekkert bendir til að blaðamenn á Gasa hafi vitað af árásunum Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. 10. nóvember 2023 17:10 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Al-Shifa sjúkrahúsið, það stærsta á Gasaströndinni, hefur verið umkringt en forsvarsmenn ísraelska hersins segja að höfuðstöðvar Hamas megi finna í göngum undir sjúkrahúsinu. Aðstæður á sjúkrahúsinu og öðrum eru sagðar hræðilegar en það sama er upp á teningnum á Al-Quds sjúkrahúsinu, sem einnig er í Gasaborg en því hefur verið lokað og er unnið að því að flytja um sex þúsund manns, sjúklinga, starfsmenn og fólks sem hefur leitað sér skjóls þar á brott, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Segir al Shifa orðið vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði heimsins en þar búa um 2,3 milljónir manna á svæði sem er gróflega 40 kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Um tveir þriðju íbúa eru taldir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gífurlega umfangsmikilla árása Ísraela á svæðið undanfarinn mánuð. Fyrirburar á Al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg. Sjúkrahúsið er umkringt hermönnum, rafmagnslaust og birgðir að klárast.AP/Dr. Marawan Abu Saada Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa beðið borgara um að flýja til suðurs, þar sem norðurhluti Gasastrandarinnar hefur verið einangraður frá þeim syðri. Ísraelar hafa þó einnig verið að mannskæðar loftárásir á suðurhlutanum. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir rúmlega ellefu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Um 2.700 er saknað. Fordæma Hamas-liða Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir vopnahléi svo hægt væri að koma birgðum til íbúa á Gasaströndinni. Ráðherrarnir kölluðu einnig eftir því að Hamas-liðar slepptu þeim um 240 gíslum sem vígamenn samtakanna tóku í síðasta mánuði og leyfðu óbreyttum borgurum að yfirgefa átakasvæðið. Ráðherrarnir fordæmdu einnig Hamas-liða fyrir að skýla sér bakvið sjúkrahús og óbreytta borgara. We call on Hamas to immediately & unconditional release all hostages.We condemn the use of hospitals and civilians as human shields by Hamas. Civilians must be allowed to leave the combat zone. Hostilities are severely impacting hospitals & taking a horrific toll on civilians.— Josep Borrell Fontelles (@JosepBorrellF) November 12, 2023 Ísraelski herinn birti í morgun myndband frá Al-Quds sjúkrahúsinu en það er sagt sýna Hamas-liða skjóta á ísraelska hermenn frá sjúkrahúsinu. Hermenn eru sagðir hafa fellt 21 vígamann en því er einnig haldið fram, samkvæmt ísraelskum blaðamanni, að vígamenn hafi laumað sér meðal flýjandi borgara, til að ráðast á ísraelska hermenn. IDF says troops killed a terror cell that opened fire at Israeli forces from Al-Quds Hospital in Gaza City.According to the IDF, the cell had opened fire at troops of the 188th Armored Brigade with light arms and RPGs, while being embedded within a group of civilians at the pic.twitter.com/Tq8h9tj64d— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 13, 2023
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Evrópusambandið Tengdar fréttir Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir. 13. nóvember 2023 12:02 Flytja nýbura af spítalanum sem enn er án rafmagns Starfsfólk á stærsta spítala Gasa, al-Shifa, segja sjúklinga og fólk á flótta fast í hræðilegu ástandi á meðan átök fara fram í nærliggjandi götum. Ísraelsher segist ætla að aðstoða við flutning nýbura af spítalanum í dag. Átök hafa geisað við spítalann í tvo daga. 12. nóvember 2023 08:25 Spítalinn rafmagnslaus og án matar og vatns Al-Shifa spítalinn á Gasa er nú án rafmagns, matar og vatns. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, segir að Ísrael verði að hætta að sprengja börn í loft upp. 11. nóvember 2023 10:33 Ekkert bendir til að blaðamenn á Gasa hafi vitað af árásunum Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. 10. nóvember 2023 17:10 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir. 13. nóvember 2023 12:02
Flytja nýbura af spítalanum sem enn er án rafmagns Starfsfólk á stærsta spítala Gasa, al-Shifa, segja sjúklinga og fólk á flótta fast í hræðilegu ástandi á meðan átök fara fram í nærliggjandi götum. Ísraelsher segist ætla að aðstoða við flutning nýbura af spítalanum í dag. Átök hafa geisað við spítalann í tvo daga. 12. nóvember 2023 08:25
Spítalinn rafmagnslaus og án matar og vatns Al-Shifa spítalinn á Gasa er nú án rafmagns, matar og vatns. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, segir að Ísrael verði að hætta að sprengja börn í loft upp. 11. nóvember 2023 10:33
Ekkert bendir til að blaðamenn á Gasa hafi vitað af árásunum Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. 10. nóvember 2023 17:10