Skálað fyrir stóðhestinum Stála sem á tæplega 900 afkvæmi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2023 21:01 Vinirnir, Daníel og Stáli og fallegur blómvöndur, sem Stáli hafði mikinn áhuga á enda hefur hann blómstrað, sem stóðhestur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var húllum hæ hjá stóðhestinum Stála frá Kjarri í Ölfusi um helgina þegar um þrjú hundruð manns mættu í afmælið hans. Stáli, sem er einn af þekktustu og bestu stóðhestum landsins á tæplega níu hundruð afkvæmi um allt land og er enn að fylja hryssur þrátt fyrir að vera orðin tuttugu og fimm vetra. Það var maður við mann í reiðhöllinni í Kjarri þar sem um 300 manns komu og fögnuðu afmæli Stála á laugardagskvöldið. Hann kom meira að segja sjálfur í gleðina inn í reiðhöll þar sem skálað var fyrir honum og afmælissöngurinn sungin honum til heiðurs. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir í Kjarri. Stáli þótti frekar ófríður og ekki mikið í hann spunnið þegar hann var að vaxa úr grasi fyrstu árin sín. „Svo var hann taminn þegar hann var á fjórða vetur og þá kom í ljós að hann gæti verið eitthvað meira en venjulegt hross. Fimm vetra var hann sýndur við þokkanlegan dóm og svo var hann sýndur aftur 8 vetra og fór þá í sinn hæsta dóm og þá fór hann að fá hylli merareigenda og hefur verið afskaplega vinsæll. Mér finnst hann farsæll stóðhestur síðan, frjósamur og gefið mikið af ágætum hrossum,” segir Helgi. Stáli á tæplega skráð 900 afkvæmi enda mjög frjósamur og flottur stóðhestur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stáli á tæplega 900 afkvæmi sem segir allt um vinsældir hans. En þekkir hann öll afkvæmi sín? „Nei, ég held að það sé nú ekki. Hann þekkir ekki einu sinni allar mæður „barnanna” sinna því hann var notaður í sæðingar í nokkuð mörg ár,” segir Helgi hlæjandi. Daníel Jónsson var heiðraður sérstaklega í afmælinu en hann og Stáli náðu ótrúlegum góðum árangri á mótum á sínum tíma en árið 2006 varð Stáli til dæmis heimsmeistari í kynbótadómi á landsmóti á Vindheimamelum og þeir urðu líka landsmótsmeistarar í sjö vetra flokki stóðhesta á mótinu. Eigendur Stála, þau Helgi og Helga Ragna í Kjarri heiðruðu Daníel Jónsson knapa sérstaklega í afmælinu en Daníel átti mjög farsælan feril með Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég held að þetta sé glaðasti hestur, sem ég hef setið á um dagana. Hann hafði einstaklega gaman af öllu, sem var verið að gera. Léttviljugur og dansandi fjörugur og jákvæður,” segir Daníel. Stáli var um tíma í sæðingum, sem Páll Stefánsson, dýralæknir sá um en hér eru þeir Helgi saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Það var maður við mann í reiðhöllinni í Kjarri þar sem um 300 manns komu og fögnuðu afmæli Stála á laugardagskvöldið. Hann kom meira að segja sjálfur í gleðina inn í reiðhöll þar sem skálað var fyrir honum og afmælissöngurinn sungin honum til heiðurs. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir í Kjarri. Stáli þótti frekar ófríður og ekki mikið í hann spunnið þegar hann var að vaxa úr grasi fyrstu árin sín. „Svo var hann taminn þegar hann var á fjórða vetur og þá kom í ljós að hann gæti verið eitthvað meira en venjulegt hross. Fimm vetra var hann sýndur við þokkanlegan dóm og svo var hann sýndur aftur 8 vetra og fór þá í sinn hæsta dóm og þá fór hann að fá hylli merareigenda og hefur verið afskaplega vinsæll. Mér finnst hann farsæll stóðhestur síðan, frjósamur og gefið mikið af ágætum hrossum,” segir Helgi. Stáli á tæplega skráð 900 afkvæmi enda mjög frjósamur og flottur stóðhestur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stáli á tæplega 900 afkvæmi sem segir allt um vinsældir hans. En þekkir hann öll afkvæmi sín? „Nei, ég held að það sé nú ekki. Hann þekkir ekki einu sinni allar mæður „barnanna” sinna því hann var notaður í sæðingar í nokkuð mörg ár,” segir Helgi hlæjandi. Daníel Jónsson var heiðraður sérstaklega í afmælinu en hann og Stáli náðu ótrúlegum góðum árangri á mótum á sínum tíma en árið 2006 varð Stáli til dæmis heimsmeistari í kynbótadómi á landsmóti á Vindheimamelum og þeir urðu líka landsmótsmeistarar í sjö vetra flokki stóðhesta á mótinu. Eigendur Stála, þau Helgi og Helga Ragna í Kjarri heiðruðu Daníel Jónsson knapa sérstaklega í afmælinu en Daníel átti mjög farsælan feril með Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég held að þetta sé glaðasti hestur, sem ég hef setið á um dagana. Hann hafði einstaklega gaman af öllu, sem var verið að gera. Léttviljugur og dansandi fjörugur og jákvæður,” segir Daníel. Stáli var um tíma í sæðingum, sem Páll Stefánsson, dýralæknir sá um en hér eru þeir Helgi saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira