Miklar skemmdir á fjölskylduheimili í Grindavík: „Ónýtt frá grunni og upp“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2023 22:29 „Húsið er algjörlega óíbúðarhæft.“ segir Halldóra sem telur að hún og fjölskylda sín eigi ekki afturkvæmt á heimilið. Aðsent/Halldóra Birta Fjögurra manna fjölskylda komst að því í dag að heimili þeirra í Grindavík hefði orðið fyrir miklum skemmdum. „Við vorum búin að búa okkur undir það versta, og þetta var eiginlega bara það. Maður vonaði auðvitað alltaf að þetta myndi fara vel, en í okkar tilfelli er það alls ekki þannig. Húsið er algjörlega óíbúðarhæft. Það er ónýtt frá grunni og upp,“ segir Halldóra Birta Viðarsdóttir í samtali við fréttastofu, en hún telur ljóst að hún og fjölskylda sín eigi ekki afturkvæmt í húsið. „Okkar svartasta hugmynd raungerist.“ Líkt og sjá má á myndum innan úr húsinu eru skemmdirnar miklar. „Hver einasti veggur er sprunginn, loftið, gólfið. Maður sér að ef maður myndi reyna að sparsla í þetta aftur, og það kæmi annar jarðskjálfti þá færi þetta bara í steik aftur. Það er enginn að fara búa þarna.“ Aðsend/Halldóra Birta Aðsend/Halldóra Birta Í dag var greint frá því að sigdalur hefði myndast í Grindavík. Land í byggðinni hefði sigið um allt að einn metra. Halldóra útskýrir að svo virðist sem að húsið sé einmitt á mörkum sigdalsins. Þar af leiðandi hafi skemmdirnar orðið svo miklar. „Við hliðina á bílskúrnum okkar er bara risastór hola. Nágranni okkar hefur kallað það „holu til helvítis“.“ Samfélagið sundrað Halldóra segir að fjölskyldan sé ekki aðeins að missa heimili sitt heldur meira. Allt tengslanetið sé í uppnámi. Hún minnist til að mynda á að eiginmaður hennar er uppalinn Grindvíkingur og stórfjölskylda hans meira og minna búsett í Grindavík. „Þetta er samfélag sem er nánast sundrað. Það er búið að dreifa okkur um allt land. Þetta er mjög samheldið samfélag,“ segir Halldóra. „Þarna er góður andi og mikil vinátta sem er búið að taka frá okkur.“ Mikil vinna fyrir bí Eiginmaður Halldóru er sjúkraþjálfari og einkaþjálfari. Undanfarið ár hafði hann eytt miklu púðri í að koma upp starfstöð sinni í bílskúr hússins. Bílskúrinn er jafnvel sá hluti sem hefur farið hvað verst út úr skjálftunum. „Tekjulind heimilisins er í raun tekin frá okkur. Hann stendur núna uppi með ekki með neitt. Ég reyndar er með vinnu í bænum, en ég get ekki mætt til vinnu í því ástandi sem ég er í,“ segir Halldóra sem líkir áfallinu við að missa einhvern nákominn. Aðsend/Halldóra Birta „Fótunum er bara algjörlega kippt undan manni. Við erum fjölskylda með tvö börn. Strákurinn okkar er nýbyrjaður í fyrsta bekk. Hann með sína vini og hvað verður af því?“ Halldóra segir næstu skref líklega vera að reyna að finna fjölskyldunni nýtt heimili. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
„Við vorum búin að búa okkur undir það versta, og þetta var eiginlega bara það. Maður vonaði auðvitað alltaf að þetta myndi fara vel, en í okkar tilfelli er það alls ekki þannig. Húsið er algjörlega óíbúðarhæft. Það er ónýtt frá grunni og upp,“ segir Halldóra Birta Viðarsdóttir í samtali við fréttastofu, en hún telur ljóst að hún og fjölskylda sín eigi ekki afturkvæmt í húsið. „Okkar svartasta hugmynd raungerist.“ Líkt og sjá má á myndum innan úr húsinu eru skemmdirnar miklar. „Hver einasti veggur er sprunginn, loftið, gólfið. Maður sér að ef maður myndi reyna að sparsla í þetta aftur, og það kæmi annar jarðskjálfti þá færi þetta bara í steik aftur. Það er enginn að fara búa þarna.“ Aðsend/Halldóra Birta Aðsend/Halldóra Birta Í dag var greint frá því að sigdalur hefði myndast í Grindavík. Land í byggðinni hefði sigið um allt að einn metra. Halldóra útskýrir að svo virðist sem að húsið sé einmitt á mörkum sigdalsins. Þar af leiðandi hafi skemmdirnar orðið svo miklar. „Við hliðina á bílskúrnum okkar er bara risastór hola. Nágranni okkar hefur kallað það „holu til helvítis“.“ Samfélagið sundrað Halldóra segir að fjölskyldan sé ekki aðeins að missa heimili sitt heldur meira. Allt tengslanetið sé í uppnámi. Hún minnist til að mynda á að eiginmaður hennar er uppalinn Grindvíkingur og stórfjölskylda hans meira og minna búsett í Grindavík. „Þetta er samfélag sem er nánast sundrað. Það er búið að dreifa okkur um allt land. Þetta er mjög samheldið samfélag,“ segir Halldóra. „Þarna er góður andi og mikil vinátta sem er búið að taka frá okkur.“ Mikil vinna fyrir bí Eiginmaður Halldóru er sjúkraþjálfari og einkaþjálfari. Undanfarið ár hafði hann eytt miklu púðri í að koma upp starfstöð sinni í bílskúr hússins. Bílskúrinn er jafnvel sá hluti sem hefur farið hvað verst út úr skjálftunum. „Tekjulind heimilisins er í raun tekin frá okkur. Hann stendur núna uppi með ekki með neitt. Ég reyndar er með vinnu í bænum, en ég get ekki mætt til vinnu í því ástandi sem ég er í,“ segir Halldóra sem líkir áfallinu við að missa einhvern nákominn. Aðsend/Halldóra Birta „Fótunum er bara algjörlega kippt undan manni. Við erum fjölskylda með tvö börn. Strákurinn okkar er nýbyrjaður í fyrsta bekk. Hann með sína vini og hvað verður af því?“ Halldóra segir næstu skref líklega vera að reyna að finna fjölskyldunni nýtt heimili.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18
Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08
Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56