Firring Margrét Kristín Blöndal skrifar 14. nóvember 2023 07:00 Jódís Skúladóttir þingmaður skrifar í Vísi þann 11. nóvember pistil sem ber yfirskriftina "Keisaraskurður án deyfingar". Jódís hefur pistilinn á að minnast á "Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag" og "fylla okkur viðbjóði og vanmætti”. Hún bendir á blóðsúthellingar saklauss fólks "í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé”. Í kjölfarið rekur hún svo stöðu kvenna og barna í stríðum, nefnir dæmi um hryllilegar afleiðingar þeirra. Hún minnir okkur réttilega á að sofna aldrei á verðinum þegar kemur að réttindum kvenna bæði í stríði og friði og vekur því næst athygli á ráðstefnu kvenleiðtoga í Reykjavík, Reykjavik Global Forum, sem einmitt lýkur í dag. Jódís segist í pistlinum leggja allt sitt traust á "að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum verði tekin á dagskrá". Í niðurlagi pistilsins lýsir svo Jódís Skúladóttir yfir eftirfarandi skoðun sinni þegar hún segir: "Við Íslendingar eigum sterkasta kvenleiðtoga heims, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem með orðum sínum og gjörðum hefur talað fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu um árabil.” Það var hér, sem mig setti hljóða. Ekki bara vegna upphafningarinnar eða dýrkunnarbragsins, heldur samhengisins sem þessi setning var sett í og nú vil ég rétt stikla á stóru um ástæðurnar; Katrín Jakobsdóttir sem Jódís fullyrðir að sé “sterkasti kvenleiðtogi heims” lýsti yfir stuðningi við Ísraelsstjórn fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þegar þjóðarmorð Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðinni var sett í fluggír fyrir meira en mánuði síðan. Katrín Jakobsdóttir sá ekki ástæðu til að bregðast við með nokkrum öðrum hætti en þeim, í HEILAN MÁNUÐ á meðan ellefu þúsund manns, konum og börnum var slátrað í beinni útsendingu. Bar það vott um kvenleiðtogastyrk að mati Jódísar? Katrín Jakobsdóttir og ríkistjórn hennar sá hins vegar ástæðu til að gefa Palestínsku þjóðinni og ríkjandi martröð fyrir botni Miðjarðarhafsins "löngutöng", þegar palestínskri einstæðri móður með átta börn, sem sum voru alvarlega veik, var fleygt úr landi eins og hverju öðru rusli, allslausum! Bar það vott um kvenleiðtogastyrk að mati Jódísar? Það var líka “sterkasti kvenleiðtogi heims”, Katrín Jakobsdóttir sem skipaði óhæfan fjármálaráðherra (sem hafði hundskast úr embætti með skömm) utanríkisráðherra, þegar hún hafði nýlokið við að lýsa yfir botnlausri virðingu sinni á honum fyrir afsögnina og það var títtnefnd “sterkasti kvenleiðtogi heims” sem sagði ekki orð þegar sá sami vanhæfi ráðherra hennar og vinur, varð þjóðinni til ævarandi skammar með hinni viðfrægu setningu “Sagðirðu árás?” og niðurlægði þar með fórnarlömb viðurstyggilegrar sprengjuárásar Ísraelshers á flóttamannabúðir og sína eigin þjóð í leiðinni svo það verður í minnum haft um ókomna tíð. Það var “sterkasti kvenleiðtogi heims” Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sem skellti skollaeyrum við háværum kröfum íslensks almennings um að fordæma þjóðarmorðið á meðan lífið var murrkað úr fimm þúsund börnum. Hávaðinn frá almenningi á götum Reykjavíkur náði ekki eyrum “sterkasta kvenleiðtoga heims” fyrr en ellefu þúsund manneskjur höfðu verið drepnar í einum rykk. Þá fyrst urðu kvenleiðtoginn og hennar ríkisstjórnin nægilega pirruð ofan í vínarbrauðið sitt. Nógu pirruð til þess að þykja það tilraunarinnar virði að þagga niðri í skrílnum svo skapaðist vinnufriður aftur, við að arðræna heimilin í landinu. Þá fyrst hnoðaði “sterkasti kvenleiðtogi heims” og hennar ríkisstjórn saman í eina aumingjalega ályktun sem var svo troðið ofan í Utanríkismálanefnd sem vafalaust svelgdist vel á þegar litið er til hverjir þar sitja og formaðurinn, Diljá Mist sem frá upphafi hryllingsins hafði talað hátt og skýrt fyrir stuðningi við morðóða stríðsglæpastjórn Netanyahoos og hafði lýst fyrirlitningu sinni á tjáningafrelsinu með sínum einstaka “skilningi á að stjórnvöld í Evrópu bönnuðu mótmæli til stuðnings Palestínu.” var skikkuð til að kyngja lyddulegri ályktunninni. Þessi “sterkasti kvenleiðtogi heims” hefur þó ekki enn látið fylgja ályktuninni eftir eins og vera ber. Vonandi hefur “sterkasti kvenleiðtogi heims” ekki valdið Jódísi Skúladóttur vonbrigðum á ráðstefnu kvenleiðtoganna í Reykjavík, þar sem þær, í krafti valds síns, auðs og grímulausra forréttinda, hafa hafið sig upp í akkorði á kostnað hinna stríðshrjáðu og fátæku kvenna í heiminum sem þær elska að aumingjavæða og “rétta hjálparhönd” í orði en fótumtroða réttindi þeirra á borði. Það þarf veruleikafirringu af trylltustu sort til að tengja það við baráttu eða tali “fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Jódís Skúladóttir þingmaður skrifar í Vísi þann 11. nóvember pistil sem ber yfirskriftina "Keisaraskurður án deyfingar". Jódís hefur pistilinn á að minnast á "Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag" og "fylla okkur viðbjóði og vanmætti”. Hún bendir á blóðsúthellingar saklauss fólks "í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé”. Í kjölfarið rekur hún svo stöðu kvenna og barna í stríðum, nefnir dæmi um hryllilegar afleiðingar þeirra. Hún minnir okkur réttilega á að sofna aldrei á verðinum þegar kemur að réttindum kvenna bæði í stríði og friði og vekur því næst athygli á ráðstefnu kvenleiðtoga í Reykjavík, Reykjavik Global Forum, sem einmitt lýkur í dag. Jódís segist í pistlinum leggja allt sitt traust á "að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum verði tekin á dagskrá". Í niðurlagi pistilsins lýsir svo Jódís Skúladóttir yfir eftirfarandi skoðun sinni þegar hún segir: "Við Íslendingar eigum sterkasta kvenleiðtoga heims, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem með orðum sínum og gjörðum hefur talað fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu um árabil.” Það var hér, sem mig setti hljóða. Ekki bara vegna upphafningarinnar eða dýrkunnarbragsins, heldur samhengisins sem þessi setning var sett í og nú vil ég rétt stikla á stóru um ástæðurnar; Katrín Jakobsdóttir sem Jódís fullyrðir að sé “sterkasti kvenleiðtogi heims” lýsti yfir stuðningi við Ísraelsstjórn fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þegar þjóðarmorð Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðinni var sett í fluggír fyrir meira en mánuði síðan. Katrín Jakobsdóttir sá ekki ástæðu til að bregðast við með nokkrum öðrum hætti en þeim, í HEILAN MÁNUÐ á meðan ellefu þúsund manns, konum og börnum var slátrað í beinni útsendingu. Bar það vott um kvenleiðtogastyrk að mati Jódísar? Katrín Jakobsdóttir og ríkistjórn hennar sá hins vegar ástæðu til að gefa Palestínsku þjóðinni og ríkjandi martröð fyrir botni Miðjarðarhafsins "löngutöng", þegar palestínskri einstæðri móður með átta börn, sem sum voru alvarlega veik, var fleygt úr landi eins og hverju öðru rusli, allslausum! Bar það vott um kvenleiðtogastyrk að mati Jódísar? Það var líka “sterkasti kvenleiðtogi heims”, Katrín Jakobsdóttir sem skipaði óhæfan fjármálaráðherra (sem hafði hundskast úr embætti með skömm) utanríkisráðherra, þegar hún hafði nýlokið við að lýsa yfir botnlausri virðingu sinni á honum fyrir afsögnina og það var títtnefnd “sterkasti kvenleiðtogi heims” sem sagði ekki orð þegar sá sami vanhæfi ráðherra hennar og vinur, varð þjóðinni til ævarandi skammar með hinni viðfrægu setningu “Sagðirðu árás?” og niðurlægði þar með fórnarlömb viðurstyggilegrar sprengjuárásar Ísraelshers á flóttamannabúðir og sína eigin þjóð í leiðinni svo það verður í minnum haft um ókomna tíð. Það var “sterkasti kvenleiðtogi heims” Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sem skellti skollaeyrum við háværum kröfum íslensks almennings um að fordæma þjóðarmorðið á meðan lífið var murrkað úr fimm þúsund börnum. Hávaðinn frá almenningi á götum Reykjavíkur náði ekki eyrum “sterkasta kvenleiðtoga heims” fyrr en ellefu þúsund manneskjur höfðu verið drepnar í einum rykk. Þá fyrst urðu kvenleiðtoginn og hennar ríkisstjórnin nægilega pirruð ofan í vínarbrauðið sitt. Nógu pirruð til þess að þykja það tilraunarinnar virði að þagga niðri í skrílnum svo skapaðist vinnufriður aftur, við að arðræna heimilin í landinu. Þá fyrst hnoðaði “sterkasti kvenleiðtogi heims” og hennar ríkisstjórn saman í eina aumingjalega ályktun sem var svo troðið ofan í Utanríkismálanefnd sem vafalaust svelgdist vel á þegar litið er til hverjir þar sitja og formaðurinn, Diljá Mist sem frá upphafi hryllingsins hafði talað hátt og skýrt fyrir stuðningi við morðóða stríðsglæpastjórn Netanyahoos og hafði lýst fyrirlitningu sinni á tjáningafrelsinu með sínum einstaka “skilningi á að stjórnvöld í Evrópu bönnuðu mótmæli til stuðnings Palestínu.” var skikkuð til að kyngja lyddulegri ályktunninni. Þessi “sterkasti kvenleiðtogi heims” hefur þó ekki enn látið fylgja ályktuninni eftir eins og vera ber. Vonandi hefur “sterkasti kvenleiðtogi heims” ekki valdið Jódísi Skúladóttur vonbrigðum á ráðstefnu kvenleiðtoganna í Reykjavík, þar sem þær, í krafti valds síns, auðs og grímulausra forréttinda, hafa hafið sig upp í akkorði á kostnað hinna stríðshrjáðu og fátæku kvenna í heiminum sem þær elska að aumingjavæða og “rétta hjálparhönd” í orði en fótumtroða réttindi þeirra á borði. Það þarf veruleikafirringu af trylltustu sort til að tengja það við baráttu eða tali “fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu”.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar