Innlent

Sigdalurinn er enn virkur

Árni Sæberg skrifar
Miklar sprungur hafa myndast í Grindavík vegna sigdalsins.
Miklar sprungur hafa myndast í Grindavík vegna sigdalsins. Vísir/Vilhelm

Sigdalurinn sem hefur myndast undir Grindavíkurbæ er enn þá virkur. Líkur á eldgosi á svæðinu eru enn miklar og komi til goss er líklegust staðsetning þess við kvikuganginn.

Frá miðnætti hafa mælst sjö hundruð skjálftar yfir kvikuganginum á Reykjanesi, sá stærsti af stærðinni 3,1 við Hagafell. Þetta segir í uppfærðri tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að aflögunarmælingar sýni áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær séu í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn, sem er um fimmtán kílómetra langur.

Bláir litir tákna landsig og á myndinni má greinilega sjá legu kvikugangsins og sigdalinn sem myndast hefur við suðurenda hans.Veðurstofa Íslands

Flæðið 12-13. nóvember hafi verið metið 75 rúmmetrar á sekúndu og dýpið niður á kvikuganginn um 800 metrar. Þessar tölur séu út frá líkanreikningum og eru háðar óvissu.

Megin áhersla á vöktun skjálftavirkni og aflögunar séu á svæði gangsins og Grindavíkur. Nýjar GPS stöðvar hafi verið settar upp í Grindavík og nágrenni. Þær sýni að sigdalurinn sem myndast hefur er enn þá virkur.

Líkur á eldgosi séu því enn miklar. Komi til goss sé líklegust staðsetning við kvikuganginn. Ekki sé að sjá vísbendingar í gögnum um annað.


Tengdar fréttir

Vaktin: Enn miklar líkur á gosi sem yrði lík­legast við kviku­ganginn

Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus.

Segja eign sína nú verð­lausa með öllu

Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×