Kennari fær engar bætur eftir stympingar við nemanda Árni Sæberg skrifar 16. nóvember 2023 12:35 Atvikið átti sér stað í matsal skólans. Getty Kona sem hlaut tíu prósent örorku í starfi sínu sem kennari eftir átök við nemanda, sem átti sér sögu um hegðunarvanda, fær engar skaðabætur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að konan hafi höfðað mál til viðurkenningar skaðabótaskyldu sveitarfélagsins sem rekur skólann sem hún starfaði við og réttar hennar til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá Vís. Málsatvik hafi verið þau að í mars árið 2017 hafi konan orðið fyrir árás af hálfu nemanda í matsal skólans. Umræddur nemandi muni hafa átt við hegðunarvanda að etja og þurft á sértækum námsúrræðum að halda en ágreiningur hafi verið með aðilum um það hvort nemandinn hefði áður sýnt af sér ofbeldishegðun gagnvart starfsfólki skólans. Ekki væri upplýst í málinu hvort umræddur nemandi hafi fengið greiningar á vanda sínum, hvorki fyrir atvikið né eftir það. Þó liggi fyrir að nemandinn hafði áður en hann hóf nám í umræddum grunnskóla verið í skóla ætluðum nemendum með fjölþættan vanda. Greip í handlegg nemandans sem svaraði með hnefahöggi Í lögregluskýrslu vegna atviksins, samdægurs, hafi konan greint svo frá að hún hefði séð umræddan nemanda hlaupa í matsalnum á eftir öðrum nemanda, en samkvæmt reglum skólans hefði ekki verið leyfilegt að hlaupa þar. Hefði hún því gripið í handlegg nemandans til að fá hann til að láta af hlaupunum en hann hefði þá kýlt hana með krepptum hnefa í vinstri kjálka. Hefði hún þá gripið um miðbúk nemandans og haldið honum með bak hans við bringu sína og fært hann út úr matsalnum þar sem nemandinn hefði barist um, klipið, sparkað, kýlt og klórað. Við tröppur fyrir utan matsalinn hefði hún misst vald það sem hún hafði á nemandanum, misst jafnvægið, fallið aftur fyrir sig á tröppurnar og fengið nemandann ofan á sig. Hefði nemandinn jafnframt náð að skella hnakka sínum í andlit hennar þannig að hún hefði vankast. Annað starfsfólk skólans hefði þá komið að og náð að tryggja öryggi nemandans og færa hann í öruggt umhverfi. Afleiðingar áfloganna hafi verið þær að konan hlaut yfirborðsáverka á nefi, áverka á höfði og framhandlegg auk heilahristings. Samkvæmt örorkumati læknis hafi varanlegar heilsufarslegar afleiðingar slyssins verið taldar vera heilkenni eftir höfuðáverka, áfallastreita og eftirstöðvar hálstognunar með versnun einkenna frá hálshrygg. Varanleg örorka hafi verið talin hæfilega metin tíu prósent. Skólinn hefði átt að passa betur upp á nemandann Konan byggði á því að umræddur nemandi hafi átt við fjölþættan vanda að etja og þurft á sérstöku eftirliti og sérfræðiþjónustu að halda til að tryggja öryggi hans og annarra. Þá þjónustu hafi skólanum borið að veita, enda hafði nemandinn áður beitt starfsfólk ofbeldi. Fyrst hafi skólinn ráðið kennara til að hafa eftirlit með nemandanumen hann síðan tekið að sér umsjónarbekkjarkennslu. Eftir það hafi nemandinn ekki lengur verið undir sérstöku eftirliti þrátt fyrir ríka þörf. Skólinn hafi þannig vanrækt að tryggja öryggi starfsmanna og nemenda og enginn verið til staðar til að stoppa nemandann af þegar hann missti stjórn á sér vegna mikils hegðunarvanda. Sökum vanrækslu skólans hafi skort sérstakan stuðning fyrir nemandann vegna tilfinningalegra og félagslegra örðugleika hans. Hafi hún því sjálf þurft að reyna hvað hún gat til að róa nemandann niður og verjast árás hans en hjálp samstarfsaðila hafi borist of seint. Tjónið hefði ekki orðið hefði sérstakt eftirlit með nemandanum verið virkt og til staðar í frímínútum, þar sem mest hætta hafi verið á árekstrum nemandans við aðra. Konan geti sjálfri sér um kennt Sveitarfélagið og VÍS byggðu á því að tjón konunnar hafi ekki orsakast af saknæmri háttsemi skólans eða starfsmanna hans. Ekkert hafi áður komið upp nein tilvik ofbeldisfullrar hegðunar nemandans. Hann hefði þó fengið sérstaka námsaðstoð sem aðeins hafi verið bundin við kennslustundir en ekki frímínútur. Opinberar skráningar og framburður skólastjórnenda hefðu eindregið verið á þann veg að ekkert tilefni hafi verið til að grípa til sérstakra ráðstafana varðandi nemandann fyrir atvikið. Þá beri að líta til háttsemi konunnar, sem sjálf hafi borið meginsök á tjóni sínu. Óheimilt sé að beita líkamlegum refsingum eða líkamlegu inngripi í refsingarskyni. Líkamlegt inngrip sé heimilað í takmörkuðum hættuaðstæðum en aðeins í ýtrustu neyð og eingöngu þegar ljóst sé að aðrar leiðir dugi ekki til að forða nemanda frá að skaða sig eða aðra. Starfsfólki skóla sé óheimilt að neyta aflsmunar nema nauðsyn krefji til að stöðva ofbeldi eða koma í veg fyrir að nemandi valdi sjálfum sér eða öðrum skaða eða eignatjóni og ávallt skuli gæta meðalhófs. Konan sé menntaður kennari og hafi því í krafti menntunar sinnar þekkingu á samskiptum við erfiða nemendur og réttum viðbrögðum við ógnandi hegðun eða ofbeldi af þeirra hálfu. Dómurinn sammála skólanum Það var niðurstaða dómsins að slysið hefði orðið vegna aðgæsluleysis konunnar sjálfrar og rangra viðbragða hennar í umrætt sinn. Ekki hefði verið sýnt fram á bótaskyldu stefndu á grundvelli sakarreglunnar eða að bótaábyrgð yrði felld á þá á grundvelli reglna um hlutlæga bótaábyrgð eða á grundvelli sakarlíkindareglu. Því voru sveitarfélagið og Vís sýknuð kröfum konunnar. Rétt þótti í ljósi atvika málsins og allra aðstæðna að málskostnaður falli niður. Gjafsóknarkostnaður konunnar, ein milljón króna, greiðist úr ríkissjóði. Tryggingar Skóla - og menntamál Dómsmál Grunnskólar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að konan hafi höfðað mál til viðurkenningar skaðabótaskyldu sveitarfélagsins sem rekur skólann sem hún starfaði við og réttar hennar til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá Vís. Málsatvik hafi verið þau að í mars árið 2017 hafi konan orðið fyrir árás af hálfu nemanda í matsal skólans. Umræddur nemandi muni hafa átt við hegðunarvanda að etja og þurft á sértækum námsúrræðum að halda en ágreiningur hafi verið með aðilum um það hvort nemandinn hefði áður sýnt af sér ofbeldishegðun gagnvart starfsfólki skólans. Ekki væri upplýst í málinu hvort umræddur nemandi hafi fengið greiningar á vanda sínum, hvorki fyrir atvikið né eftir það. Þó liggi fyrir að nemandinn hafði áður en hann hóf nám í umræddum grunnskóla verið í skóla ætluðum nemendum með fjölþættan vanda. Greip í handlegg nemandans sem svaraði með hnefahöggi Í lögregluskýrslu vegna atviksins, samdægurs, hafi konan greint svo frá að hún hefði séð umræddan nemanda hlaupa í matsalnum á eftir öðrum nemanda, en samkvæmt reglum skólans hefði ekki verið leyfilegt að hlaupa þar. Hefði hún því gripið í handlegg nemandans til að fá hann til að láta af hlaupunum en hann hefði þá kýlt hana með krepptum hnefa í vinstri kjálka. Hefði hún þá gripið um miðbúk nemandans og haldið honum með bak hans við bringu sína og fært hann út úr matsalnum þar sem nemandinn hefði barist um, klipið, sparkað, kýlt og klórað. Við tröppur fyrir utan matsalinn hefði hún misst vald það sem hún hafði á nemandanum, misst jafnvægið, fallið aftur fyrir sig á tröppurnar og fengið nemandann ofan á sig. Hefði nemandinn jafnframt náð að skella hnakka sínum í andlit hennar þannig að hún hefði vankast. Annað starfsfólk skólans hefði þá komið að og náð að tryggja öryggi nemandans og færa hann í öruggt umhverfi. Afleiðingar áfloganna hafi verið þær að konan hlaut yfirborðsáverka á nefi, áverka á höfði og framhandlegg auk heilahristings. Samkvæmt örorkumati læknis hafi varanlegar heilsufarslegar afleiðingar slyssins verið taldar vera heilkenni eftir höfuðáverka, áfallastreita og eftirstöðvar hálstognunar með versnun einkenna frá hálshrygg. Varanleg örorka hafi verið talin hæfilega metin tíu prósent. Skólinn hefði átt að passa betur upp á nemandann Konan byggði á því að umræddur nemandi hafi átt við fjölþættan vanda að etja og þurft á sérstöku eftirliti og sérfræðiþjónustu að halda til að tryggja öryggi hans og annarra. Þá þjónustu hafi skólanum borið að veita, enda hafði nemandinn áður beitt starfsfólk ofbeldi. Fyrst hafi skólinn ráðið kennara til að hafa eftirlit með nemandanumen hann síðan tekið að sér umsjónarbekkjarkennslu. Eftir það hafi nemandinn ekki lengur verið undir sérstöku eftirliti þrátt fyrir ríka þörf. Skólinn hafi þannig vanrækt að tryggja öryggi starfsmanna og nemenda og enginn verið til staðar til að stoppa nemandann af þegar hann missti stjórn á sér vegna mikils hegðunarvanda. Sökum vanrækslu skólans hafi skort sérstakan stuðning fyrir nemandann vegna tilfinningalegra og félagslegra örðugleika hans. Hafi hún því sjálf þurft að reyna hvað hún gat til að róa nemandann niður og verjast árás hans en hjálp samstarfsaðila hafi borist of seint. Tjónið hefði ekki orðið hefði sérstakt eftirlit með nemandanum verið virkt og til staðar í frímínútum, þar sem mest hætta hafi verið á árekstrum nemandans við aðra. Konan geti sjálfri sér um kennt Sveitarfélagið og VÍS byggðu á því að tjón konunnar hafi ekki orsakast af saknæmri háttsemi skólans eða starfsmanna hans. Ekkert hafi áður komið upp nein tilvik ofbeldisfullrar hegðunar nemandans. Hann hefði þó fengið sérstaka námsaðstoð sem aðeins hafi verið bundin við kennslustundir en ekki frímínútur. Opinberar skráningar og framburður skólastjórnenda hefðu eindregið verið á þann veg að ekkert tilefni hafi verið til að grípa til sérstakra ráðstafana varðandi nemandann fyrir atvikið. Þá beri að líta til háttsemi konunnar, sem sjálf hafi borið meginsök á tjóni sínu. Óheimilt sé að beita líkamlegum refsingum eða líkamlegu inngripi í refsingarskyni. Líkamlegt inngrip sé heimilað í takmörkuðum hættuaðstæðum en aðeins í ýtrustu neyð og eingöngu þegar ljóst sé að aðrar leiðir dugi ekki til að forða nemanda frá að skaða sig eða aðra. Starfsfólki skóla sé óheimilt að neyta aflsmunar nema nauðsyn krefji til að stöðva ofbeldi eða koma í veg fyrir að nemandi valdi sjálfum sér eða öðrum skaða eða eignatjóni og ávallt skuli gæta meðalhófs. Konan sé menntaður kennari og hafi því í krafti menntunar sinnar þekkingu á samskiptum við erfiða nemendur og réttum viðbrögðum við ógnandi hegðun eða ofbeldi af þeirra hálfu. Dómurinn sammála skólanum Það var niðurstaða dómsins að slysið hefði orðið vegna aðgæsluleysis konunnar sjálfrar og rangra viðbragða hennar í umrætt sinn. Ekki hefði verið sýnt fram á bótaskyldu stefndu á grundvelli sakarreglunnar eða að bótaábyrgð yrði felld á þá á grundvelli reglna um hlutlæga bótaábyrgð eða á grundvelli sakarlíkindareglu. Því voru sveitarfélagið og Vís sýknuð kröfum konunnar. Rétt þótti í ljósi atvika málsins og allra aðstæðna að málskostnaður falli niður. Gjafsóknarkostnaður konunnar, ein milljón króna, greiðist úr ríkissjóði.
Tryggingar Skóla - og menntamál Dómsmál Grunnskólar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira