Innlent

„Þetta verður bara rutt niður“

Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Siguróli átti ekki von á því að húsið sitt yrði í því ásigkomulagi sem það er.
Siguróli átti ekki von á því að húsið sitt yrði í því ásigkomulagi sem það er. Vísir/Arnar

Sigurður Óli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn.

Sigurður er einn þeirra Grindvíkinga sem fóru í bæinn í dag til að sækja nauðsynjar. Var það áður en að bærinn var rýmdur af öryggisástæðum nú á þriðja tímanum.

Pallurinn á hlið

„Mér líst ekkert á þetta. Húsið er ónýtt. Pallurinn, ef þú labbar út á pallinn, þá er hann bara svona,“ segir Sigurður og gerir handahreyfingu á hlið.

Húsið er sigið?

„Já, já. Við þurftum að opna allt með kúbeinum. Við gátum ekki opnað, enga hurð. Við urðum bara að brjóta og berja.“

Sprunga liggur beint undir hús Siguróla. Vísir/Lillý

Lítur þetta verra út en þú áttir von á?

„Nei, þetta verður bara rutt niður held ég sko,“ segir Sigurður sem átti ekki von á því að ástand hússins yrði svo slæmt.

„Ég hugsaði það ekki. Þegar ég fór á föstudaginn sko, þá ætlaði ég að taka með mér dót. En þegar hurðirnar komu bara svona,“ segir Sigurður og veifar höndunum: „Þá hljóp ég bara út í bíl. Burt. Farinn og ég er farinn núna.“


Tengdar fréttir

Rýma bæinn og bíða svo og sjá

Verið er að rýma Grindavík í þessum töluðu orðum af öryggisástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum mældist SO2 gas í gasmælum Veðurstofunnar. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi áréttar að ekki sé um neyðarrýmingu að ræða. Rýming verði gerð skipulega.

Sorglegt að sjá hús foreldra sinna gjöreyðileggjast

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Þorbirni hf., er hluti af teymi fyrirtækisins sem ætlar að bjarga miklum verðmætum í fiski í Grindavík. Hann ætlar sér að flytja aftur til Grindavíkur og segir sorg í sér að horfa upp á hús foreldra sinna gjöreyðileggjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×