Innlent

Vaktin: Ó­víst hvort og hve­nær raf­magn kemst aftur á

Hólmfríður Gísladóttir, Árni Sæberg, Jón Þór Stefánsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Rafmagn fór af í Grindavík síðdegis í dag.
Rafmagn fór af í Grindavík síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm

Um 800 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir.

Það helsta í dag:

  • Þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík hefur verið opnuð.
  • Grindvíkingar fá ekki að fara inn í bæinn nema búið sé að hafa samband við þá.
  • Skjálftavirknin hefur haldist stöðug frá því á laugardag og megin áhersla er á vöktun virkninnar við kvikuganginn og í Grindavík.
  • Sigdalurinn í Grindavík heldur áfram að dýpka og enn er töluverð jarðskjálftavirkni á Reykjanesi.

Að neðan má sjá vefmyndavél Vísis á Þorbirni:

Og hér að neðan má sjá vefmyndavél Vísis sem sýnir yfir Grindavík:

Fréttastofa fylgist með þróun mála í allan dag. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).




Fleiri fréttir

Sjá meira
×