Segja ekki hafa komið til „samstuðs“ milli hermanna og sjúklinga eða starfsfólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2023 11:54 Þessi mynd var tekin skammt frá al Shifa á dögunum, eftir loftárás Ísraelsmanna. Engar nýjar myndir af sjúkrahússvæðinu er að finna á fréttaveitum. epa/Mohammed Saber Talið er að um 1.200 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn séu nú á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa en Ísraelsher fór inn á sjúkrahússvæðið í morgun í „hnitmiðaðri aðgerð“ sem virðist beinast gegn meintum höfuðstöðvum Hamas undir sjúkrahúsinu. Vitni hafa greint frá því að hafa séð skriðdreka á svæðinu og hermenn inni á sjúkrahúsinu. Samkvæmt Times of Israel féllu fimm liðsmenn Hamas í skotbardögunum fyrir utan sjúkrahúsið en miðillinn hefur eftir talsmanni Ísraelshers að ekki hafi komið til „samstuðs“ milli hermannanna og sjúklinga eða heilbrigðisstarfsfólks. Þá segir herinn hafa sent heilbrigðisteymi og túlka inn á sjúkrahúsið. Ísraelsmenn segja enga gísla að finna á sjúkrahúsinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ekki lengur ná sambandi við tengiliði sína á sjúkrahúsinu. Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir Hamas ekki mega nota staði á borð við sjúkrahús til að skýla sér en það væri forgangsmál að vernda íbúa Gasa fyrir þeim hörmungum sem nú steðjuðu að þeim. Benny Gantz, sem nú situr í samvinnuríkisstjórn Ísrael, segir Ísraela munu elta uppi og drepa foringja Hamas hvar sem þeir finnast og hefur hótað óvinum ríkisins í Líbanon sömu meðferð. „Það sem við erum að gera með góðum árangri í suðrinu mun virka jafnvel betur í norðrinu,“ sagði hann. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði þingið í morgun og kallaði Ísrael „hryðjuverkaríki“ sem væri að brjóta gegn alþjóðalögum og fremja stríðsglæpi. Hamas-samtökin væru hins vegar ekki hryðjuverkasamtök, heldur flokkur kosinn af Palestínumönnum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Vitni hafa greint frá því að hafa séð skriðdreka á svæðinu og hermenn inni á sjúkrahúsinu. Samkvæmt Times of Israel féllu fimm liðsmenn Hamas í skotbardögunum fyrir utan sjúkrahúsið en miðillinn hefur eftir talsmanni Ísraelshers að ekki hafi komið til „samstuðs“ milli hermannanna og sjúklinga eða heilbrigðisstarfsfólks. Þá segir herinn hafa sent heilbrigðisteymi og túlka inn á sjúkrahúsið. Ísraelsmenn segja enga gísla að finna á sjúkrahúsinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ekki lengur ná sambandi við tengiliði sína á sjúkrahúsinu. Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir Hamas ekki mega nota staði á borð við sjúkrahús til að skýla sér en það væri forgangsmál að vernda íbúa Gasa fyrir þeim hörmungum sem nú steðjuðu að þeim. Benny Gantz, sem nú situr í samvinnuríkisstjórn Ísrael, segir Ísraela munu elta uppi og drepa foringja Hamas hvar sem þeir finnast og hefur hótað óvinum ríkisins í Líbanon sömu meðferð. „Það sem við erum að gera með góðum árangri í suðrinu mun virka jafnvel betur í norðrinu,“ sagði hann. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði þingið í morgun og kallaði Ísrael „hryðjuverkaríki“ sem væri að brjóta gegn alþjóðalögum og fremja stríðsglæpi. Hamas-samtökin væru hins vegar ekki hryðjuverkasamtök, heldur flokkur kosinn af Palestínumönnum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira