Fótbolti

Hákon Arnar ekki með gegn Slóvökum á morgun

Aron Guðmundsson skrifar
Hákon verður fjarri góðu gamni í leik íslenska liðsins á morgun
Hákon verður fjarri góðu gamni í leik íslenska liðsins á morgun Vísir/Samsett mynd

Hákon Arnar Haraldsson mun ekki verða til taks fyrir íslenska landsliðið í leik liðsins gegn Slóvakíu í Bratislava í undankeppni EM í fótbolta á morgun.

Frá þessu greindi Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands á blaðamannafundi nú rétt í þessu. 

„Hann mun því miður ekki geta tekið þátt í leik morgundagsins. Við bindum vonir við að hann geti tekið þátt í leiknum gegn Portúgal. Við munum sakna hans á morgun,“ sagði Hareide á blaðamannafundi Íslands.

Hákon hefur lítið sem ekkert geta tekið þátt í síðustu tveimur æfingum íslenska landsliðsins sem mætti til Bratislava frá Vínarborg fyrr í dag.

Leikur morgundagsins er þýðingarmikill fyrir bæði lið. Slóvakía getur tryggt sér sæti á EM með jafntefli gegn Íslandi en strákarnir okkar þurfa sigur úr leiknum til að halda veikri von sinni í undankeppninni á lífi. 

Uppselt er á leikinn sem er spilaður á Tehelné Pole leikvanginum sem tekur um 20 þúsund manns í sæti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×