Fótbolti

Kristín Dís skoraði þegar Brönd­by fór á toppinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristín Dís hæstánægð eftir að hafa skorað í leiknum í kvöld.
Kristín Dís hæstánægð eftir að hafa skorað í leiknum í kvöld. X-síða Bröndby

Kristín Dís Árnadóttir var í liði Bröndby sem mætti Köge í toppslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fyrir leikinn var Köge eitt þriggja liða sem var jafnt með 20 stig í efstu sætum deildarinnar en Bröndby var einu stigi á eftir og áttu bæði liðin leikinn í kvöld inni á hin tvö liðin.

Eins og áður segir var Kristín Dís í byrjunarliði Bröndby og liðið komst yfir á 37. mínútu leiksins þegar Nanna Christiansen skoraði. Staðan í hálfleik var 1-0.

Í síðari hálfleik var það síðan Kristín Dís sem innsiglaði sigur Bröndby. Hún skoraði annað mark liðsins á 72. mínútu og tryggði liðinu 2-0 sigur.

Bröndby er því komið í toppsæti dönsku deildarinnar þegar tíu umferðir hafa verið spilaðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×