Hver á að borga brúsann? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 07:31 Nú þegar jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesi ógna okkur er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem þurftu à augabragði að yfirgefa heimili sín síðast liðinn föstudag. Við hin erum óttaslegin en við eigum þó húsaskjól og eigur okkar innan seilingar. Það hlýtur að vera óhugnanlegt að vita ekki hvort eða hvenær þú færð að snúa heim. Hvað þá að vita af glóandi kviku undir fótum þínum sem gæti komið upp á yfirborðið hvenær sem er. Þetta eru skrítnir tímar. Vissulega höfum við verið lánsöm og viðbragðsaðilar staðið sig með sóma. Það þarf að tryggja innviði eins og virkjunina í Svartsengi. Sú virkjun sér Suðurnesjamönnum fyrir heitu og köldu vatni og það er ekki hugsun sem við viljum hugsa til enda ef heitavatnslaust yrði á Reykjanesskaganum nú þegar aðventan er handan við hornið. Bláa lónið er í raun affall af Svartsengi og þar er rekið dásamlegt baðlón sem kostar skildinginn að komast í og ekki geta allir leyft sér þann lúxus. Slík baðlón hafa risið víða um land á síðustu árum þar sem ferðamenn og sumir njóta, þökk sé jarðhitanum sem landið okkar gefur. Það kostar mikið að njóta þessara lauga, margfalt verð á við það að skreppa í sund. Ekki á allra færi að veita sér það. Bláa lónið rekur einnig lúxus hótel þar sem nóttin kostar meira en mánaðarlaun verkafólks. Erlendir auðmenn eru þar helstu gestirnir og stöku Íslendingar. Bláa lónið lokaði ekki fyrr en gestirnir sýndu það með fótunum og yfirgáfu svæðið vegna jarðskjálfta í síðustu viku. Rekstrartekjur Bláa lónsins eru daglega um 47 milljónir króna og daglegur hagnaður tæpar 6 milljónir. Það er frábært að svona vel gangi hjá einum af okkar helsta ferðamannastað. Við gleðjumst yfir velgengni íslenskra fyrirtækja sem selja íslenska vatnið og undur þess. Á þessum tímum sem eru einstakir vegna jarðhræringa og ógnandi eldgosahættu þarf að verja innviði. Við erum öll sammála um það. Bláa lónið er ekki innviðir heldur affall af innviðum, Svartsengisvirkjun. Við verðum og viljum verja þá virkjun. Bláa lónið og hagnaður þess fyrirtækis væri ekki til nema vegna jarðhitans á Suðurnesjum. Vissulega má reyna að reisa varnargarða um innviði og ætla að stjórna því hvert hraunið mun renna þegar eldgos hefst. Þessir varnargarðar eru tilraun sem kostar mikið fé og nú er unnið dag og nótt að vinnu við þá. Hver a að borga þann brúsa? Ekki íslenskur almenningur heldur þau fyrirtæki sem verið er að vernda frá hraunstraumi. Heilt bæjarfélag Grindavík var rýmt og fólk er nánast á götunni nú þegar desember nálgast. Við Íslendingar þurfum nú sem aldrei fyrr að standa saman og hlúa að okkar minnstu bræðrum í nauð. Og við munum gera það jafnvel þótt náttúruöflin sýni sína verstu hlið. Það mun byggð áfram vera á Reykjanesskaganum en þar er gott að búa það þekki ég sjálf. Höfundur er læknir og fyrrum íbúi í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesi ógna okkur er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem þurftu à augabragði að yfirgefa heimili sín síðast liðinn föstudag. Við hin erum óttaslegin en við eigum þó húsaskjól og eigur okkar innan seilingar. Það hlýtur að vera óhugnanlegt að vita ekki hvort eða hvenær þú færð að snúa heim. Hvað þá að vita af glóandi kviku undir fótum þínum sem gæti komið upp á yfirborðið hvenær sem er. Þetta eru skrítnir tímar. Vissulega höfum við verið lánsöm og viðbragðsaðilar staðið sig með sóma. Það þarf að tryggja innviði eins og virkjunina í Svartsengi. Sú virkjun sér Suðurnesjamönnum fyrir heitu og köldu vatni og það er ekki hugsun sem við viljum hugsa til enda ef heitavatnslaust yrði á Reykjanesskaganum nú þegar aðventan er handan við hornið. Bláa lónið er í raun affall af Svartsengi og þar er rekið dásamlegt baðlón sem kostar skildinginn að komast í og ekki geta allir leyft sér þann lúxus. Slík baðlón hafa risið víða um land á síðustu árum þar sem ferðamenn og sumir njóta, þökk sé jarðhitanum sem landið okkar gefur. Það kostar mikið að njóta þessara lauga, margfalt verð á við það að skreppa í sund. Ekki á allra færi að veita sér það. Bláa lónið rekur einnig lúxus hótel þar sem nóttin kostar meira en mánaðarlaun verkafólks. Erlendir auðmenn eru þar helstu gestirnir og stöku Íslendingar. Bláa lónið lokaði ekki fyrr en gestirnir sýndu það með fótunum og yfirgáfu svæðið vegna jarðskjálfta í síðustu viku. Rekstrartekjur Bláa lónsins eru daglega um 47 milljónir króna og daglegur hagnaður tæpar 6 milljónir. Það er frábært að svona vel gangi hjá einum af okkar helsta ferðamannastað. Við gleðjumst yfir velgengni íslenskra fyrirtækja sem selja íslenska vatnið og undur þess. Á þessum tímum sem eru einstakir vegna jarðhræringa og ógnandi eldgosahættu þarf að verja innviði. Við erum öll sammála um það. Bláa lónið er ekki innviðir heldur affall af innviðum, Svartsengisvirkjun. Við verðum og viljum verja þá virkjun. Bláa lónið og hagnaður þess fyrirtækis væri ekki til nema vegna jarðhitans á Suðurnesjum. Vissulega má reyna að reisa varnargarða um innviði og ætla að stjórna því hvert hraunið mun renna þegar eldgos hefst. Þessir varnargarðar eru tilraun sem kostar mikið fé og nú er unnið dag og nótt að vinnu við þá. Hver a að borga þann brúsa? Ekki íslenskur almenningur heldur þau fyrirtæki sem verið er að vernda frá hraunstraumi. Heilt bæjarfélag Grindavík var rýmt og fólk er nánast á götunni nú þegar desember nálgast. Við Íslendingar þurfum nú sem aldrei fyrr að standa saman og hlúa að okkar minnstu bræðrum í nauð. Og við munum gera það jafnvel þótt náttúruöflin sýni sína verstu hlið. Það mun byggð áfram vera á Reykjanesskaganum en þar er gott að búa það þekki ég sjálf. Höfundur er læknir og fyrrum íbúi í Suðurnesjabæ.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun