Biden ver afstöðu Bandaríkjanna og segir Hamas ekki munu hætta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 06:52 Joe Biden hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni varðandi átökin á Gasa. AP/New York Times/Doug Mills Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varið ákvörðun stjórnvalda vestanhafs að kalla ekki eftir vopnahléi á Gasa og segir Hamas viðvarandi ógn fyrir Ísrael. Þá hafi Ísraelsmenn freistað þess að forðast mannfall meðal almennings í aðgerðum sínum. Ummælin lét Biden falla þegar hann ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, í San Francisco í gær. Benti forsetinn meðal annars á að Ísraelar hefðu nú dregið úr loftárásum, sem hann virtist viðurkenna að hefðu verið fremur handahófskenndar, og stæðu nú í umfangsmeiri aðgerðum á jörðu niðri. „Þetta eru ekki „teppsprengjuárásir“. Þetta er annað. Þeir eru að fara um þessi göng, þeir eru að fara inn á sjúkrahúsið. Þeir eru líka að fara inn með öndunarvélar og önnur gögn til að aðstoða fólk á sjúkrahúsinu og þeir hafa gefið, er mér sagt, læknunum og hjúkrunarfræðingunum og öðru starfsfólki tækifæri til að forða sér. Svo þetta er annað en ég tel að hafi verið að gerast áður, handahófskenndar sprengingar,“ sagði forsetinn en sjúkrahúsið sem hann er að vísa til er al Shifa, stærsta sjúkrahús Gasa, sem Ísraelsmenn fóru inn á í gær. Biden sagði herinn meðvitaðan um að beita þyrfti ítrustu varúð í aðgerðunum; það væri ekki eins og hermenn væru að fara á milli herbergja og skjóta fólk að ástæðulausu. „Hamas-samtökin hafa sagt það opinberlega að þau hyggist halda áfram að ráðast gegn Ísrael eins og þau hafa gert; afhöfðað börn, brennt konur og börn lifandi. Þannig að láta sér detta í hug að þau muni bara stoppa og ekki gera neitt er ekki raunhæft,“ sagði forsetinn. Hann sagði samkomulag um vopnahlé gegn gíslum í vinnslu en hann væri hóflega bjartsýnn hvað það varðaði. Fregnir hafa borist af því undanfarna daga að forsetinn sé einarðari í stuðningi sínum við Ísrael en margir í kringum hann en embættismenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir ítrekað síðustu daga að Ísraelsmenn verði að virða mannúðarsáttmála og forðast dauðsföll meðal almennings. Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Ummælin lét Biden falla þegar hann ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, í San Francisco í gær. Benti forsetinn meðal annars á að Ísraelar hefðu nú dregið úr loftárásum, sem hann virtist viðurkenna að hefðu verið fremur handahófskenndar, og stæðu nú í umfangsmeiri aðgerðum á jörðu niðri. „Þetta eru ekki „teppsprengjuárásir“. Þetta er annað. Þeir eru að fara um þessi göng, þeir eru að fara inn á sjúkrahúsið. Þeir eru líka að fara inn með öndunarvélar og önnur gögn til að aðstoða fólk á sjúkrahúsinu og þeir hafa gefið, er mér sagt, læknunum og hjúkrunarfræðingunum og öðru starfsfólki tækifæri til að forða sér. Svo þetta er annað en ég tel að hafi verið að gerast áður, handahófskenndar sprengingar,“ sagði forsetinn en sjúkrahúsið sem hann er að vísa til er al Shifa, stærsta sjúkrahús Gasa, sem Ísraelsmenn fóru inn á í gær. Biden sagði herinn meðvitaðan um að beita þyrfti ítrustu varúð í aðgerðunum; það væri ekki eins og hermenn væru að fara á milli herbergja og skjóta fólk að ástæðulausu. „Hamas-samtökin hafa sagt það opinberlega að þau hyggist halda áfram að ráðast gegn Ísrael eins og þau hafa gert; afhöfðað börn, brennt konur og börn lifandi. Þannig að láta sér detta í hug að þau muni bara stoppa og ekki gera neitt er ekki raunhæft,“ sagði forsetinn. Hann sagði samkomulag um vopnahlé gegn gíslum í vinnslu en hann væri hóflega bjartsýnn hvað það varðaði. Fregnir hafa borist af því undanfarna daga að forsetinn sé einarðari í stuðningi sínum við Ísrael en margir í kringum hann en embættismenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir ítrekað síðustu daga að Ísraelsmenn verði að virða mannúðarsáttmála og forðast dauðsföll meðal almennings.
Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira