Fótbolti

„Vonandi getum við skemmt partýið“

Aron Guðmundsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Vilhelm

Jóhann Berg Guð­munds­son mun bera fyrir­liða­bandið er Ís­land heim­sækir Slóvakíu í undan­keppni EM í fót­bolta í Bratislava í kvöld. Ís­lenska liðið á harma að hefna eftir fyrri leik liðanna fyrr á árinu og ætlar sér að skemma partý­höld Slóvaka sem geta tryggt sér EM sæti með jafn­tefli eða sigri.

Það er upp­selt á leik Slóvakíu og Ís­lands í kvöld sem fer fram Tehelné pole leik­vanginum í Bratislava sem tekur um 20 þúsund manns í sæti.

Í sumar fór fyrri leikur liðanna á Laugar­dals­velli 2-1 fyrir Slóvakíu. Leikur sem ís­lenska liðið hefði átt að vera búið að klára.

Klippa: Jóhann Berg: Það er öll pressan á þeim

„Við eigum harma að hefna eftir leikinn heima í sumar á móti þeim,“ segir Jóhann Berg. „Þar hefðum við átt að klára leikinn í fyrri hálf­leik og skora fleiri mörk. Þeir koma svo og vinna leikinn sem var gríðar­lega svekkjandi. Í kvöld eigum við séns á því að ná í þrjá punkta og það er auð­vitað stefnan.“

Ís­lenska liðið hefur haldið til í Vínar­borg frá því í upp­hafi vikunnar og æft þar af krafti. Liðið kom til Bratislava í gær eftir um klukku­stundar ferða­lag.

„Fínn en stuttur undir­búningur. Þetta eru fáar æfingar sem við höfum náð saman allur hópurinn en við en þetta hafa verið flottar æfingar. Við vitum alveg ná­kvæm­lega hvað við ætlum að gera á morgun. Svo er það bara að fara út á völl á morgun þar sem við munum sýna hvað í okkur býr.“

Jóhann Berg hefur marga fjöruna sopið með ís­lenska lands­liðinu og veit hvernig það er að halda inn í leiki þar sem öll pressan er á þér að ná úr­slitum. Þannig stöðu eru Slóvakarnir nú í á heima­velli. Þessir 20 þúsund Slóvakar sem verða á vellinum í kvöld búast við því að EM sætið verði tryggt.

„Það er auð­vitað gríðar­leg pressa á þeim hérna á heima­velli. Það er fullur völlur hérna á morgun og vonandi flott stemning. Við höfum gaman af því að spila á svona úti­völlum. Vonandi getum við farið og skemmt partýið eins og sagt er. Við vitum að við eigum alveg séns á því. Það er öll pressan á þeim, þeir ætla að halda partý hérna á morgun og það er undir okkur komið að skemma það.“

Mögu­leikar ís­lenska liðsins á því að tryggja sér EM sæti í gegnum undan­keppnina eru til staðar en þó litlir nú þegar að tvær um­ferðir eru eftir. Liðið þarf að vinna báða sína leiki, gegn Slóvakíu og Portúgal, sem og treysta á að Slóvakía tapi fyrir Bosníu & Herzegóvínu í loka­um­ferðinni.

Þá er annar mögu­leiki í stöðunni ef það mis­tekst. Væntan­legt um­spil í gegnum Þjóða­deild UEFA í mars á næsta ári.

Hafið þið enn trú á því að geta tryggt EM sætið í þessari undan­keppni?

„Það verður mjög erfitt. Við þurfum að vonast til þess að úr­slitin detti fyrir okkur. Eina sem við getum gert og haft á­hrif á er að fara inn í leikinn gegn Slóvakíu og reyna að sækja þessa þrjá punkta sem í boði eru. Vonandi detta önnur úr­slit með okkur og kannski getum við farið til Portúgal og gert eitt­hvað þar. Við tökum bara leikinn á morgun og reynum að spila vel. Svo kemur í ljós hvað gerist.“

Jóhann Berg mun bera fyrir­liða­bandið í leik kvöldsins. Það hefur hann gert nokkrum sinnum áður en segir það skipta litlu máli hvort hann sé með bandið eða ekki. Það sé alltaf ein­stakt að spila fyrir Ís­land.

„Það er alltaf sér­stakt að spila fyrir lands­liðið og auð­vitað líka mjög gaman þegar að maður ber fyrir­liða­bandið. Fyrir mér skiptir það svo sem ekki miklu máli. Bara að fá að spila fyrir Ís­lands hönd er ein­stakt og hefur verið það frá því að ég byrjaði á þessu 17 ára gamall. Núna er ég fyrir­liði og stend mig vonandi vel í því hlut­verki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×