Hvað kosta ódýrar lóðir? Óli Örn Eiríksson skrifar 16. nóvember 2023 11:46 Á síðustu fimmtíu árum hefur byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fimm sinnum talið yfir 1.000 fullgerðar íbúðir í lok árs en meðaltalið er rúmlega 600 íbúðir. Eitt skiptið var 1986. Hin fjögur skiptin eru síðustu fjögur ár. Á sama tíma hefur íbúum borgarinnar fjölgað um meira en 20 þúsund. Þessi mikli áhugi fólks á því að búa í borginni hefur þannig skapað húsnæðisskort á tímum metuppbyggingar. Síðasta áratug hefur áherslan í uppbyggingu verið á þróun á vannýttum reitum. Aukinn þéttleiki hefur skapað ný tækifæri fyrir nærþjónustu og sjálfbærari samgöngur en þó heyrast reglulega raddir sem vilja samhliða þessu einnig úthluta lóðum í jaðri byggðar. Það er eðlilegt að skoða mismunandi leiðir til þróunar borga og spurningin um hvort sé betra að þétta eða þynna út byggðina er mikilvæg. Hvað kostar að byggja nýtt úthverfi? Dýrasti hluti nýs hverfis er skólahúsnæði. Eitt skólahverfi í Reykjavík telur 1.300 íbúðir*. Grunnskóli kostar rúma 4 milljarða**. Þá þarf tvo leikskóla sem kosta milljarð hvor. Loks þarf skólasundlaug og skólaíþróttahús sem kosta samtals milljarð. Skólainnviðir hverfisins kosta því sjö milljarða án þess að nokkuð annað hafi verið byggt. Það er einn grunnskóli á hverja 3.100 íbúa í Reykjavík. Skólainnviðir fyrir nýtt hverfi kosta 5,4 milljónir á hverja íbúð ef byggðar eru 1.300 íbúðir. Meira ef hverfið er minna. Þá vantar veitukostnað auk íþróttaaðstöðu fyrir íþróttafélög, menningarhús, almenningsgarðar, torg og margt fleira. Gatnakerfið ræður miklu Næst stærsti kostnaðarliðurinn er gatna- og veitukerfið. Það er breytilegt eftir byggðamunstri hverfis hversu dýrt það er. Í einbýlishúsahverfum á Íslandi þá getur gatnakerfið verið 17 metrar á hvert hús. Gatnagerðin nemur því 18,5 milljónum á hverja íbúð. Slíkt hverfi kallar því á samtals 23,9 milljón króna fjárfestingu fyrir hverja íbúð einungis vegna skólainnviða og gatnagerðar. Berum þetta saman við Úlfarsárdalinn sem er nokkuð þétt úthverfi með blöndu af fjölbýlishúsum, raðhúsum og einbýlishúsum. Þar er gatnakerfið tæplega 6 kílómetrar sem kostar 6,6 milljarða og skólinn (Dalskóli) kostar 5,5 milljarða. Þar til viðbótar var byggð glæsileg íþróttaaðstaða, bókasafn og leikskóli. Kostnaður slíks hverfis væri nær því að vera 15 milljónir á hverja íbúð. Hvernig koma þéttingarreitir út í samanburði? Tökum loks dæmi af Hlíðarendanum sem verður fljótlega 1.300 íbúða hverfi. Þar er gatnakerfið tæpir 2 kílómetrar (2 milljarðar), borgarlínugata kostar 1 milljarð og ýmsar framkvæmdir við skólahúsnæði í hverfinu gætu numið 3,5 milljörðum. Það er samtals 6,5 milljarðar eða 5 milljónir á hverja íbúð. Þá nýtur hverfið þess að það eru margir almenningsgarðar í nágrenninu (Klambratún, Hljómskálagarður og Öskjuhlíð) auk þess að vera mjög nálægt miklu úrvali þjónustu. Það er hægt að þróa borg á marga vegu og flestar þróast með blönduðum hætti þar sem bæði er unnið að þéttingu byggðar um leið og ný hverfi eru byggð upp í útjöðrum. Það er þó mikilvægt að hafa í huga bæði beinan og óbeinan kostnað við mismunandi valkosti. Ódýr lóð er annaðhvort lóð í hverfi með óburðuga innviði eða innviði sem eru niðurgreiddir af sveitafélaginu með aukningu skulda. Hvorugt er ódýrt fyrir sveitafélagið né samfélagið sjálft til lengri tíma. Á föstudag heldur Reykjavíkurborg sína árlegu húsnæðismessu þar sem farið verður yfir stöðu húsnæðisuppbyggingar í borginni og ljósi varpað á mismunandi þætti málaflokksins eins og innviðauppbyggingu. Dagskrá má sjá inn á reykjavik.is/ibudir Fundurinn verður haldinn á Hótel Parliament við Austurvöll og hefst kl. 9 og eru öll velkomin. Höfundur er teymisstjóri Athafnaborgarinnar hjá Reykjavíkurborg. * Það er einn skóli í Reykjavík á hverja 3.100 íbúa. Það búa 2,4 í hverri íbúð í borginni að meðaltali þannig að þessir 3.100 íbúar búa í 1.300 íbúðum. ** Kostnaðartölur í greininni eru gróflega áætlaðar út frá nýlegum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu fimmtíu árum hefur byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fimm sinnum talið yfir 1.000 fullgerðar íbúðir í lok árs en meðaltalið er rúmlega 600 íbúðir. Eitt skiptið var 1986. Hin fjögur skiptin eru síðustu fjögur ár. Á sama tíma hefur íbúum borgarinnar fjölgað um meira en 20 þúsund. Þessi mikli áhugi fólks á því að búa í borginni hefur þannig skapað húsnæðisskort á tímum metuppbyggingar. Síðasta áratug hefur áherslan í uppbyggingu verið á þróun á vannýttum reitum. Aukinn þéttleiki hefur skapað ný tækifæri fyrir nærþjónustu og sjálfbærari samgöngur en þó heyrast reglulega raddir sem vilja samhliða þessu einnig úthluta lóðum í jaðri byggðar. Það er eðlilegt að skoða mismunandi leiðir til þróunar borga og spurningin um hvort sé betra að þétta eða þynna út byggðina er mikilvæg. Hvað kostar að byggja nýtt úthverfi? Dýrasti hluti nýs hverfis er skólahúsnæði. Eitt skólahverfi í Reykjavík telur 1.300 íbúðir*. Grunnskóli kostar rúma 4 milljarða**. Þá þarf tvo leikskóla sem kosta milljarð hvor. Loks þarf skólasundlaug og skólaíþróttahús sem kosta samtals milljarð. Skólainnviðir hverfisins kosta því sjö milljarða án þess að nokkuð annað hafi verið byggt. Það er einn grunnskóli á hverja 3.100 íbúa í Reykjavík. Skólainnviðir fyrir nýtt hverfi kosta 5,4 milljónir á hverja íbúð ef byggðar eru 1.300 íbúðir. Meira ef hverfið er minna. Þá vantar veitukostnað auk íþróttaaðstöðu fyrir íþróttafélög, menningarhús, almenningsgarðar, torg og margt fleira. Gatnakerfið ræður miklu Næst stærsti kostnaðarliðurinn er gatna- og veitukerfið. Það er breytilegt eftir byggðamunstri hverfis hversu dýrt það er. Í einbýlishúsahverfum á Íslandi þá getur gatnakerfið verið 17 metrar á hvert hús. Gatnagerðin nemur því 18,5 milljónum á hverja íbúð. Slíkt hverfi kallar því á samtals 23,9 milljón króna fjárfestingu fyrir hverja íbúð einungis vegna skólainnviða og gatnagerðar. Berum þetta saman við Úlfarsárdalinn sem er nokkuð þétt úthverfi með blöndu af fjölbýlishúsum, raðhúsum og einbýlishúsum. Þar er gatnakerfið tæplega 6 kílómetrar sem kostar 6,6 milljarða og skólinn (Dalskóli) kostar 5,5 milljarða. Þar til viðbótar var byggð glæsileg íþróttaaðstaða, bókasafn og leikskóli. Kostnaður slíks hverfis væri nær því að vera 15 milljónir á hverja íbúð. Hvernig koma þéttingarreitir út í samanburði? Tökum loks dæmi af Hlíðarendanum sem verður fljótlega 1.300 íbúða hverfi. Þar er gatnakerfið tæpir 2 kílómetrar (2 milljarðar), borgarlínugata kostar 1 milljarð og ýmsar framkvæmdir við skólahúsnæði í hverfinu gætu numið 3,5 milljörðum. Það er samtals 6,5 milljarðar eða 5 milljónir á hverja íbúð. Þá nýtur hverfið þess að það eru margir almenningsgarðar í nágrenninu (Klambratún, Hljómskálagarður og Öskjuhlíð) auk þess að vera mjög nálægt miklu úrvali þjónustu. Það er hægt að þróa borg á marga vegu og flestar þróast með blönduðum hætti þar sem bæði er unnið að þéttingu byggðar um leið og ný hverfi eru byggð upp í útjöðrum. Það er þó mikilvægt að hafa í huga bæði beinan og óbeinan kostnað við mismunandi valkosti. Ódýr lóð er annaðhvort lóð í hverfi með óburðuga innviði eða innviði sem eru niðurgreiddir af sveitafélaginu með aukningu skulda. Hvorugt er ódýrt fyrir sveitafélagið né samfélagið sjálft til lengri tíma. Á föstudag heldur Reykjavíkurborg sína árlegu húsnæðismessu þar sem farið verður yfir stöðu húsnæðisuppbyggingar í borginni og ljósi varpað á mismunandi þætti málaflokksins eins og innviðauppbyggingu. Dagskrá má sjá inn á reykjavik.is/ibudir Fundurinn verður haldinn á Hótel Parliament við Austurvöll og hefst kl. 9 og eru öll velkomin. Höfundur er teymisstjóri Athafnaborgarinnar hjá Reykjavíkurborg. * Það er einn skóli í Reykjavík á hverja 3.100 íbúa. Það búa 2,4 í hverri íbúð í borginni að meðaltali þannig að þessir 3.100 íbúar búa í 1.300 íbúðum. ** Kostnaðartölur í greininni eru gróflega áætlaðar út frá nýlegum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun