Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. nóvember 2023 21:00 Elna Ólöf og Þórey Rósa fagna af innlifun vísir / hulda margrét Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistara-mótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. Hart tekist á í leik kvöldsins vísir / hulda margrét Fram byrjaði leikinn betur og kom sér upp þriggja marka forystu snemma en Stjarnan vann sig vel til baka, jöfnuðu leikinn þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og komust mest tveimur mörkum yfir eftir það. Ekkert skildi liðin að þegar tuttugu mínútur voru liðnar en þá fóru Stjörnustelpur illa með nokkrar sóknir, misstu boltann frá sér í þrígang og gáfu heimaliðinu frábært tækifæri til að taka völdin í leiknum. Þær gerðu það, skoruðu þrjú mörk úr hraðaupphlaupum á innan við tveimur mínútum og héldu Stjörnunni í hæfilegri fjarlægð það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Helena Rut hoppar upp í skot vísir / hulda margrét Eitt af mörgum fagnaðarópum kvöldsins vísir / hulda margrét Fram byrjaði svo seinni hálfleikinn af miklum krafti, tók algjörlega yfir leikinn og brunaði fram úr ráðalausum gestunum. Sóknin lék á alls oddi og Ethel Gyða Bjarnasen lokaði markinu í seinni hálfleik, varði alls 12 skot eða 54,5% þeirra sem hún fékk á sig. Þórey Rósa leiddi markaskorun Framara með 8 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir og Elna Ólöf fylgdu henni fast eftir með 6 mörk hver. Í liði Stjörnunnar sá Helena Rut Örvarsdóttir um megnið af markaskoruninni með 9 mörk. vísir / hulda margrét Varnarleikurinn varð Stjörnunni að falli, þær sýndu oft fína takta fram á við og áttu góðar sóknir en gáfu Fram alltof auðveld skot í stað þess að hrinda þeim frá sér og þvinga þær í erfiðari færi. Vinsamlegast athugið að vegna tæknilegra örðugleika er tölfræði í hliðarglugga ekki hárrétt. Stuðningsmannasveit Fram lét vel í sér heyra í kvöld og átti án efa stóran þátt í sigri síns liðsvísir / hulda margrét Olís-deild kvenna Fram Stjarnan
Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistara-mótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. Hart tekist á í leik kvöldsins vísir / hulda margrét Fram byrjaði leikinn betur og kom sér upp þriggja marka forystu snemma en Stjarnan vann sig vel til baka, jöfnuðu leikinn þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og komust mest tveimur mörkum yfir eftir það. Ekkert skildi liðin að þegar tuttugu mínútur voru liðnar en þá fóru Stjörnustelpur illa með nokkrar sóknir, misstu boltann frá sér í þrígang og gáfu heimaliðinu frábært tækifæri til að taka völdin í leiknum. Þær gerðu það, skoruðu þrjú mörk úr hraðaupphlaupum á innan við tveimur mínútum og héldu Stjörnunni í hæfilegri fjarlægð það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Helena Rut hoppar upp í skot vísir / hulda margrét Eitt af mörgum fagnaðarópum kvöldsins vísir / hulda margrét Fram byrjaði svo seinni hálfleikinn af miklum krafti, tók algjörlega yfir leikinn og brunaði fram úr ráðalausum gestunum. Sóknin lék á alls oddi og Ethel Gyða Bjarnasen lokaði markinu í seinni hálfleik, varði alls 12 skot eða 54,5% þeirra sem hún fékk á sig. Þórey Rósa leiddi markaskorun Framara með 8 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir og Elna Ólöf fylgdu henni fast eftir með 6 mörk hver. Í liði Stjörnunnar sá Helena Rut Örvarsdóttir um megnið af markaskoruninni með 9 mörk. vísir / hulda margrét Varnarleikurinn varð Stjörnunni að falli, þær sýndu oft fína takta fram á við og áttu góðar sóknir en gáfu Fram alltof auðveld skot í stað þess að hrinda þeim frá sér og þvinga þær í erfiðari færi. Vinsamlegast athugið að vegna tæknilegra örðugleika er tölfræði í hliðarglugga ekki hárrétt. Stuðningsmannasveit Fram lét vel í sér heyra í kvöld og átti án efa stóran þátt í sigri síns liðsvísir / hulda margrét
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik