Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2023 14:02 Haraldur Þorleifsson er maðurinn á bak við Önnu Jónu og Bláa herbergið. vísir/vilhelm/bláa herbergið Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður. „Ég er allavega búinn að bíða mjög lengi,“ segir Haraldur um opnun bíósalarins á Önnu Jónu. Haraldur opnaði staðinn í apríl síðastliðnum en bíósalurinn hefur ekki verið tilbúinn, þar til nú. „Þetta er ótrúlega fullkominn salur. Það er bæði mjög gott hljóð-og myndkerfi í honum, síðan erum við með streymisupptökubúnað og frábært karaokí kerfi. Þannig að hann er eiginlega allt of vel búinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hann bauð góðum gestum í heimsókn á veitingastaðinn í upphafi mánaðarins þar sem allskonar breytingar voru kynntar á staðnum. Á myndum sem Vísir birti úr teitinu mátti meðal annars sjá Harald taka lagið í karaókí í salnum. „Við prufukeyrðum salinn aðeins og leyfðum fólki að koma í karaokí. Það var mjög skemmtilegt, ég er mjög mikið fyrir karaokí og fannst mikilvægt að það yrði í boði í salnum.“ Áttu þér uppáhalds karaokí lag? „Uppáhalds karaokí lag! Ég syng rosalega oft Elvis lög. Það er eitthvað gott swing í karaokí þegar maður tekur Elvis,“ segir Haraldur sem bætir því við að hann geri ekki upp á milli laga bandaríska kóngsins. 28 sæti eru í salnum á Tryggvagötunni. bláa herbergið Sjálfur að reyna að gera minna Hægt er að bóka salinn á vef veitingastaðarins en Haraldur segist þegar hafa fengið margar fyrirspurnir. Það hafi greinilega frést að hann væri að opna. „Við opnum hann svo formlega á morgun og hugmyndin er að þetta sé salur sem hópar, fólk eða fyrirtæki geti leigt, fari út að borða hjá okkur og komi svo í karaokí eða í bíó.“ Haraldur segir að öðru leyti gott að frétta. Það sé aðallega mjög margt að frétta. „Ég er í aðeins of mörgum verkefnum. Ég er einhvern veginn að reyna að koma mér aðeins út úr verkefnum og gera betur það sem mig langar til að gera meira af og setja önnur verkefni í hendurnar á öðrum. Ég er aðallega að reyna að vinna ekki svona mikið, því lífið er svo stutt.“ Menning Veitingastaðir Reykjavík Bíó og sjónvarp Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Sjá meira
„Ég er allavega búinn að bíða mjög lengi,“ segir Haraldur um opnun bíósalarins á Önnu Jónu. Haraldur opnaði staðinn í apríl síðastliðnum en bíósalurinn hefur ekki verið tilbúinn, þar til nú. „Þetta er ótrúlega fullkominn salur. Það er bæði mjög gott hljóð-og myndkerfi í honum, síðan erum við með streymisupptökubúnað og frábært karaokí kerfi. Þannig að hann er eiginlega allt of vel búinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hann bauð góðum gestum í heimsókn á veitingastaðinn í upphafi mánaðarins þar sem allskonar breytingar voru kynntar á staðnum. Á myndum sem Vísir birti úr teitinu mátti meðal annars sjá Harald taka lagið í karaókí í salnum. „Við prufukeyrðum salinn aðeins og leyfðum fólki að koma í karaokí. Það var mjög skemmtilegt, ég er mjög mikið fyrir karaokí og fannst mikilvægt að það yrði í boði í salnum.“ Áttu þér uppáhalds karaokí lag? „Uppáhalds karaokí lag! Ég syng rosalega oft Elvis lög. Það er eitthvað gott swing í karaokí þegar maður tekur Elvis,“ segir Haraldur sem bætir því við að hann geri ekki upp á milli laga bandaríska kóngsins. 28 sæti eru í salnum á Tryggvagötunni. bláa herbergið Sjálfur að reyna að gera minna Hægt er að bóka salinn á vef veitingastaðarins en Haraldur segist þegar hafa fengið margar fyrirspurnir. Það hafi greinilega frést að hann væri að opna. „Við opnum hann svo formlega á morgun og hugmyndin er að þetta sé salur sem hópar, fólk eða fyrirtæki geti leigt, fari út að borða hjá okkur og komi svo í karaokí eða í bíó.“ Haraldur segir að öðru leyti gott að frétta. Það sé aðallega mjög margt að frétta. „Ég er í aðeins of mörgum verkefnum. Ég er einhvern veginn að reyna að koma mér aðeins út úr verkefnum og gera betur það sem mig langar til að gera meira af og setja önnur verkefni í hendurnar á öðrum. Ég er aðallega að reyna að vinna ekki svona mikið, því lífið er svo stutt.“
Menning Veitingastaðir Reykjavík Bíó og sjónvarp Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Sjá meira