Allt eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 21:00 Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni, fer yfir hvaða tilfinningar kunna að vera brjótast um hjá íbúum Grindavíkur þessa dagana, hvernig best sé að styðja við þá og hvernig viðbrögð barna geti verið ólík þeirra fullorðnu. Aðsend/Vilhelm Sálfræðingur segir eðlilegt að íbúar Grindavíkur upplifi fjölbreyttar tilfinningar þessa dagana. Langvarandi óvissu geti fylgt mikil streita sem fólk takist á við með misjöfnum hætti. Áfallaviðbrögð geti brotist út í öllu frá ótta, reiði og sorg upp í ógleði, svima og brenglað tímaskyn. Mikilvægt sé að upplýsa börn um stöðuna. Síðustu dagar og vikur hafa reynst íbúum Grindavíkur afar erfiðir. Eftir margra vikna jarðhræringar sem náðu hápunkti fyrir viku, var bærinn rýmdur og neyðarstigi lýst yfir eftir að í ljós kom að kvika hafði safnast saman undir hluta bæjarins. Í kjölfarið tók við atburðarrás sem ekki sér fyrir endan á. Áfallaviðbrögð geti birst í sterkum tilfinningalegum eða líkamlegum einkennum Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni, segir mikla streitu fylgja langvarandi óvissu sem fólk takist á við með misjöfnum hætti. „Sumir verða kvíðnir og viðkvæmir á meðan aðrir verða frekar pirraðir og uppstökkir. Aðrir finna ef til vill fyrir breyttri matarlyst og eða svefnerfiðleikum. Einverjir finna mögulega ekki fyrir miklu núna en það gæti komið fram síðar,“ segir Berglind. Búast megi við fjölbreyttum tilfinningum. Við rýmingu hafi fyrstu viðbrögð sumra verið ótti og mögulega léttir að komast í burtu, en eftir því sem frá líði fari aðrar tilfinningar hugsanlega að gera vart við sig. Berglind nefnir pirring og óþolinmæði sem dæmi. „Áfallaviðbrögð geta birst í sterkum tilfinningalegum viðbrögðum, ótta, reiði, sorg, sektarkennd og skömm. Líkamleg viðbrögð geta einnig komið fram, svo sem vöðvaspenna, skjálfti, ógleði og svimi. Þá upplifa einhverjir ef til vill einhvers konar óraunveruleikatilfinningu, doða eða brenglað tímaskyn.“ Líklega sé óvissan það erfiðasta á þessum tímapunkti. Á meðan ekki er vitað hvernig fer eru allskonar sviðsmyndir líklegar og fólk viti ekki hvort það sé að fara missa aleiguna. Óvissan kalli fram vanmáttartilfinningu Berglind segir biðstöðuna ekki síst erfiða þar sem ekki sé hægt að gera neinar áætlanir, sem á vissan hátt sé forsenda þess að hægt sé að hefja bataferli. „Biðinni fylgir óhjákvæmilega aðgerðarleysi og vanmáttur þar sem það er ekki í mannlegu valdi að gera neitt. Ef það væri byrjað að gjósa væri að minnsta kosti vitað hvar gosið væri og það væri komin betri mynd á það hvort uppbygging í Grindavík væri líkleg eða alveg út af borðinu. Um leið og slíkar forsendur liggja fyrir er hægt að fara plana eitthvað. Að vita ekkert kallar á ákveðna vanmáttartilfinningu sem flestum finnst vont að upplifa.“ Íbúar Grindavíkur þurftu margir hverjir að yfirgefa heimili sín í miklum flýti á föstudagskvöld fyrir viku, þegar bærinn var rýmdur. Mikil óvissa er varðandi framhaldið.Vísir/Vilhelm Berglind bendir á að gott sé að huga að þeim hlutum sem fólk hafi þó stjórn á og reyni að halda í sem besta rútínu. Þar sé átt við svefn-og matartíma og þau föstu atriði sem flestum eru mikilvæg. „Að því sögðu borgar sig ekki að kasta til hendinni og til dæmis koma börnum fyrir bara einhvers staðar. Fyrir þau er líklega best að fá að vera með sínu fólki þar til einhver festa og fyrirsjáanleiki kemst á,“ segir hún. Sumir þurfi nærveru og samveru á meðan aðrir þurfi svigrúm. Margir búi inni á vinum og ættingjum sem geti verið krefjandi fyrir alla til lengri tíma. „Það er mikilvægt að tala um hluti eins og að þurfa stundum næði. Fyrir vini og ættingja er gagnlegt að vera til staðar og hlusta á það sem fólkið vill tala um en ekki pressa á að ræða atburðina eða tilfinningar sem þeim kunna að fylgja.“ Flest okkar búa yfir þeirri þörf að vilja laga hluti, leysa vanda og koma með ráð og reyna að draga úr umfangi áhrifanna, en gagnlegast er líklega bara að hlusta og sýna samkennd. Viðbrögð barna öðruvísi en fullorðinna Berglind segir mikilvægt að upplýsa börn hæfilega um stöðuna. Margir vilji hlífa börnum af ótta við að skapa eða auka á kvíða þeirra, en oft sé það upplýsingaleysið sem auki kvíðann. „Því er mikilvægt að upplýsa þau um hvað er í gangi, hver plönin eru, hvað þau verði lengi í þessum aðstæðum og svo framvegis. Ef það er ekki vitað þá segir maður það bara. En ekki halda þeim utan við þetta, einkum ef þau eru að spyrja. Svo er mikilvægt að þau séu spurð um hverju þau vilja bjarga ef fólk kemst heim til sín til þess. Þau hafa oft ólíka sýn á það hvað er mikilvægt og mikilvægt fyrir þau að hafa um það að segja.“ Skilaboð húss í Grindavík, nokkuð lýsandi fyrir stöðuna.Vísir/Vilhelm Þá segir Berglind að viðbrögð barna geti verið öðruvísi en fullorðinna. „Það er til dæmis ekki óþekkt að þau bregðist við streitu og áföllum með hegðun, verði óhlýðnari eða meira ögrandi. Það getur reynt á fullorðna fólkið sem þarf einmitt á því að halda að þau séu samvinnuþýð og stillt, en gríðarlega mikilvægt að hafa í huga að þess konar viðbrögð gætu verið þeirra leið til að takast á við hlutina.“ Ekki endilega reyna að peppa fólk Aðspurð um ráð fyrir aðstandendur, hvernig best sé að vera til staðar fyrir ættingja og vini á slíkum óvissutímum, hvetur Berglind fólk til að spyrja hreint út hvað það sé sem fólk vilji og þurfi. „Vera ófeimin við að bjóða fram það sem maður heldur að geti gagnast og gæta þess að taka viðbrögðum og tilfinningum ekki persónulega. Þegar fólk er undir álagi eins og núna gerir það eða segir það stundum eitthvað sem er úr karakter. Reynum að sýna skilning en á sama tíma að styðja við með því að reyna að dreifa huganum og hafa eitthvað fyrir stafni. Ekki endilega að reyna að peppa fólk heldur reyna eftir fremsta megni að skapa rými fyrir líðan þeirra,“ segir Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni. Allt er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum og það er mikilvægt að muna það og gefa sjálfum sér og öðrum rými til að bregðast við. Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Kennarar og skólastjórnendur verði líka að fá að vera „íbúar í áfalli“ Stjórn Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna aðstæðna í Grindavík þar sem segir meðal annars að það sé lykilatriði að kennarar og skólastjórnendur í bænum fái tíma og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr því áfalli sem hefur dunið yfir. 16. nóvember 2023 10:34 „Ég fór að gráta með henni“ Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. 15. nóvember 2023 15:18 „Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Síðustu dagar og vikur hafa reynst íbúum Grindavíkur afar erfiðir. Eftir margra vikna jarðhræringar sem náðu hápunkti fyrir viku, var bærinn rýmdur og neyðarstigi lýst yfir eftir að í ljós kom að kvika hafði safnast saman undir hluta bæjarins. Í kjölfarið tók við atburðarrás sem ekki sér fyrir endan á. Áfallaviðbrögð geti birst í sterkum tilfinningalegum eða líkamlegum einkennum Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni, segir mikla streitu fylgja langvarandi óvissu sem fólk takist á við með misjöfnum hætti. „Sumir verða kvíðnir og viðkvæmir á meðan aðrir verða frekar pirraðir og uppstökkir. Aðrir finna ef til vill fyrir breyttri matarlyst og eða svefnerfiðleikum. Einverjir finna mögulega ekki fyrir miklu núna en það gæti komið fram síðar,“ segir Berglind. Búast megi við fjölbreyttum tilfinningum. Við rýmingu hafi fyrstu viðbrögð sumra verið ótti og mögulega léttir að komast í burtu, en eftir því sem frá líði fari aðrar tilfinningar hugsanlega að gera vart við sig. Berglind nefnir pirring og óþolinmæði sem dæmi. „Áfallaviðbrögð geta birst í sterkum tilfinningalegum viðbrögðum, ótta, reiði, sorg, sektarkennd og skömm. Líkamleg viðbrögð geta einnig komið fram, svo sem vöðvaspenna, skjálfti, ógleði og svimi. Þá upplifa einhverjir ef til vill einhvers konar óraunveruleikatilfinningu, doða eða brenglað tímaskyn.“ Líklega sé óvissan það erfiðasta á þessum tímapunkti. Á meðan ekki er vitað hvernig fer eru allskonar sviðsmyndir líklegar og fólk viti ekki hvort það sé að fara missa aleiguna. Óvissan kalli fram vanmáttartilfinningu Berglind segir biðstöðuna ekki síst erfiða þar sem ekki sé hægt að gera neinar áætlanir, sem á vissan hátt sé forsenda þess að hægt sé að hefja bataferli. „Biðinni fylgir óhjákvæmilega aðgerðarleysi og vanmáttur þar sem það er ekki í mannlegu valdi að gera neitt. Ef það væri byrjað að gjósa væri að minnsta kosti vitað hvar gosið væri og það væri komin betri mynd á það hvort uppbygging í Grindavík væri líkleg eða alveg út af borðinu. Um leið og slíkar forsendur liggja fyrir er hægt að fara plana eitthvað. Að vita ekkert kallar á ákveðna vanmáttartilfinningu sem flestum finnst vont að upplifa.“ Íbúar Grindavíkur þurftu margir hverjir að yfirgefa heimili sín í miklum flýti á föstudagskvöld fyrir viku, þegar bærinn var rýmdur. Mikil óvissa er varðandi framhaldið.Vísir/Vilhelm Berglind bendir á að gott sé að huga að þeim hlutum sem fólk hafi þó stjórn á og reyni að halda í sem besta rútínu. Þar sé átt við svefn-og matartíma og þau föstu atriði sem flestum eru mikilvæg. „Að því sögðu borgar sig ekki að kasta til hendinni og til dæmis koma börnum fyrir bara einhvers staðar. Fyrir þau er líklega best að fá að vera með sínu fólki þar til einhver festa og fyrirsjáanleiki kemst á,“ segir hún. Sumir þurfi nærveru og samveru á meðan aðrir þurfi svigrúm. Margir búi inni á vinum og ættingjum sem geti verið krefjandi fyrir alla til lengri tíma. „Það er mikilvægt að tala um hluti eins og að þurfa stundum næði. Fyrir vini og ættingja er gagnlegt að vera til staðar og hlusta á það sem fólkið vill tala um en ekki pressa á að ræða atburðina eða tilfinningar sem þeim kunna að fylgja.“ Flest okkar búa yfir þeirri þörf að vilja laga hluti, leysa vanda og koma með ráð og reyna að draga úr umfangi áhrifanna, en gagnlegast er líklega bara að hlusta og sýna samkennd. Viðbrögð barna öðruvísi en fullorðinna Berglind segir mikilvægt að upplýsa börn hæfilega um stöðuna. Margir vilji hlífa börnum af ótta við að skapa eða auka á kvíða þeirra, en oft sé það upplýsingaleysið sem auki kvíðann. „Því er mikilvægt að upplýsa þau um hvað er í gangi, hver plönin eru, hvað þau verði lengi í þessum aðstæðum og svo framvegis. Ef það er ekki vitað þá segir maður það bara. En ekki halda þeim utan við þetta, einkum ef þau eru að spyrja. Svo er mikilvægt að þau séu spurð um hverju þau vilja bjarga ef fólk kemst heim til sín til þess. Þau hafa oft ólíka sýn á það hvað er mikilvægt og mikilvægt fyrir þau að hafa um það að segja.“ Skilaboð húss í Grindavík, nokkuð lýsandi fyrir stöðuna.Vísir/Vilhelm Þá segir Berglind að viðbrögð barna geti verið öðruvísi en fullorðinna. „Það er til dæmis ekki óþekkt að þau bregðist við streitu og áföllum með hegðun, verði óhlýðnari eða meira ögrandi. Það getur reynt á fullorðna fólkið sem þarf einmitt á því að halda að þau séu samvinnuþýð og stillt, en gríðarlega mikilvægt að hafa í huga að þess konar viðbrögð gætu verið þeirra leið til að takast á við hlutina.“ Ekki endilega reyna að peppa fólk Aðspurð um ráð fyrir aðstandendur, hvernig best sé að vera til staðar fyrir ættingja og vini á slíkum óvissutímum, hvetur Berglind fólk til að spyrja hreint út hvað það sé sem fólk vilji og þurfi. „Vera ófeimin við að bjóða fram það sem maður heldur að geti gagnast og gæta þess að taka viðbrögðum og tilfinningum ekki persónulega. Þegar fólk er undir álagi eins og núna gerir það eða segir það stundum eitthvað sem er úr karakter. Reynum að sýna skilning en á sama tíma að styðja við með því að reyna að dreifa huganum og hafa eitthvað fyrir stafni. Ekki endilega að reyna að peppa fólk heldur reyna eftir fremsta megni að skapa rými fyrir líðan þeirra,“ segir Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni. Allt er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum og það er mikilvægt að muna það og gefa sjálfum sér og öðrum rými til að bregðast við.
Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Kennarar og skólastjórnendur verði líka að fá að vera „íbúar í áfalli“ Stjórn Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna aðstæðna í Grindavík þar sem segir meðal annars að það sé lykilatriði að kennarar og skólastjórnendur í bænum fái tíma og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr því áfalli sem hefur dunið yfir. 16. nóvember 2023 10:34 „Ég fór að gráta með henni“ Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. 15. nóvember 2023 15:18 „Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Kennarar og skólastjórnendur verði líka að fá að vera „íbúar í áfalli“ Stjórn Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna aðstæðna í Grindavík þar sem segir meðal annars að það sé lykilatriði að kennarar og skólastjórnendur í bænum fái tíma og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr því áfalli sem hefur dunið yfir. 16. nóvember 2023 10:34
„Ég fór að gráta með henni“ Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. 15. nóvember 2023 15:18
„Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59