Innlent

Dróna­­mynd­band sýnir eyði­legginguna í Grinda­­vík

Jón Þór Stefánsson skrifar
Skemmdirnar í Grindavík eru mjög miklar.
Skemmdirnar í Grindavík eru mjög miklar. Björn Steinbekk

Myndefni úr dróna sem var flogið yfir Grindavík í dag sýnir eyðilegginguna á bænum úr lofti.

Björn Steinbekk tók upp myndefnið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.

Jarðhræringarnar hafa haft gríðarleg áhrif á Grindavík. Á myndbandinu sést sprunga sem teygir sig yfir Grindavíkurbæ og hefur ollið skemmdum. Þá má sjá reyk sem kemur úr sprungunni.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að sig í Grindavík væri að halda áfram.

„Þetta er að síga um svona fimm sentímetra á dag, enn þá,“ sagði hann. Þó tók hann fram að sigið færi hægt minnkandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×