Gosið í Eyjum 1973: Hittust á Hlemmi til að vita hvar þeir myndu æfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 12:01 Eyjamenn sumarið 1973 náðu þriðja sætinu í efstu deild þrátt fyir að missa heimavöllinn sinn eftir eldgos á Heimaey. Vísir/Skjamynd/Timarit.is Grindavíkurliðin spila bæði næsta heimaleik sinn í Subway-deildunum í körfubolta í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn en það verður ekki spilað í Grindavík á næstunni enda bærinn í miðju umbrotanna á Reykjanesinu. Konurnar fá Þór Akureyri í heimsókn í Smárann klukkan 14.00 og klukkan 17.00 taka karlarnir á móti Hamarsliðinu á sama stað. Báðir leikir verða sýndir beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og það verður einnig ókeypis inn á leikina. Samhliða fer síðan fram söfnun en framlög til Rauða krossins fara til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna umbrotanna í kringum Grindavík. Það er ekki byrjað að gjósa í Grindavík en þetta minnir samt svolítið á þegar gaus í Vestmannaeyjum fyrir fimmtíu árum síðan. Síðan með umfjöllun um ÍBV liðið 1973 í bókinni 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi.100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu Árið 1973 var ÍBV í efstu deild karla í fótbolta en það byrjaði að gjósa á Heimaey í janúar 1973. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af þátttöku ÍBV á Íslandsmótinu um sumarið þar sem leikmenn þess fóru frá Eyjum og dreifðust um suðvesturhornið. Leikmenn fluttu á Stór-Reykjavíkursvæðið en einnig til Þorlákshafnar, Grindavíkur og Keflavíkur. Nokkrir leikmenn Eyjaliðsins urðu líka eftir í Vestmannaeyjum til að hjálpa við björgunarstörfin en allt var gert til að verja húsin fyrir skemmdum í gosinu. Ásgeir Sigurvinsson, leikmaður ÍBV þetta sumar, ræddi um þennan vetur og þetta tímabil í viðtali í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar; 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi. Ákveðnir að gefast ekki upp „Við vorum ákveðnir að gefast ekki upp - ætluðum að halda merki ÍBV hátt á lofti og gefast ekki upp, hvað sem það kostaði,“ sagði Ásgeir við bókarhöfund. Eyjamenn voru þarna ekki með neinn fastan stað fyrir æfingar. Þeir voru því boðaðir á Hlemm í Reykjavík klukkan 19.00 á kvöldin, þá daga sem æfingarnar áttu að fara fram. „Það lá ekki fyrir hvar æfingar okkar voru hverju sinni og stundum náðist ekki að útvega æfingarstað fyrr en hálftíma fyrir æfingarnar,“ sagði Ásgeir. Eyjamenn æfðu á Melavellinum, á Framvelli, á KR-velli og á Vallagerðisvellinum í Kópavogi. Þá fengu þeir einnig að æfa hjá Aftureldingu í Mosfellsbænum sem og í Njarðvík. Enduðu í Njarðvík Eyjamenn sömdu á endanum við Njarðvíkinga um að fá að spila heimaleiki sína á grasvellinum í Njarðvík. ÍBV reyndi að fá Laugardalsvöllinn fyrir stórleiki sína við ÍA og Keflavík en það gekk ekki eftir. Þeir fengu aftur á móti að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið með því að keppa á Reykjavíkurmótinu enda orðnir að hálfgerðu Reykjavíkurfélagi vegna aðstæðnanna. ÍBV endaði í þriðja sæti deildarinnar sumarið 1973 en liðið vann fimm af sjö heimaleikjum sínum í Njarðvík og tapaði aðeins einum. Tapið kom á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík. Subway-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Konurnar fá Þór Akureyri í heimsókn í Smárann klukkan 14.00 og klukkan 17.00 taka karlarnir á móti Hamarsliðinu á sama stað. Báðir leikir verða sýndir beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og það verður einnig ókeypis inn á leikina. Samhliða fer síðan fram söfnun en framlög til Rauða krossins fara til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna umbrotanna í kringum Grindavík. Það er ekki byrjað að gjósa í Grindavík en þetta minnir samt svolítið á þegar gaus í Vestmannaeyjum fyrir fimmtíu árum síðan. Síðan með umfjöllun um ÍBV liðið 1973 í bókinni 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi.100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu Árið 1973 var ÍBV í efstu deild karla í fótbolta en það byrjaði að gjósa á Heimaey í janúar 1973. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af þátttöku ÍBV á Íslandsmótinu um sumarið þar sem leikmenn þess fóru frá Eyjum og dreifðust um suðvesturhornið. Leikmenn fluttu á Stór-Reykjavíkursvæðið en einnig til Þorlákshafnar, Grindavíkur og Keflavíkur. Nokkrir leikmenn Eyjaliðsins urðu líka eftir í Vestmannaeyjum til að hjálpa við björgunarstörfin en allt var gert til að verja húsin fyrir skemmdum í gosinu. Ásgeir Sigurvinsson, leikmaður ÍBV þetta sumar, ræddi um þennan vetur og þetta tímabil í viðtali í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar; 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi. Ákveðnir að gefast ekki upp „Við vorum ákveðnir að gefast ekki upp - ætluðum að halda merki ÍBV hátt á lofti og gefast ekki upp, hvað sem það kostaði,“ sagði Ásgeir við bókarhöfund. Eyjamenn voru þarna ekki með neinn fastan stað fyrir æfingar. Þeir voru því boðaðir á Hlemm í Reykjavík klukkan 19.00 á kvöldin, þá daga sem æfingarnar áttu að fara fram. „Það lá ekki fyrir hvar æfingar okkar voru hverju sinni og stundum náðist ekki að útvega æfingarstað fyrr en hálftíma fyrir æfingarnar,“ sagði Ásgeir. Eyjamenn æfðu á Melavellinum, á Framvelli, á KR-velli og á Vallagerðisvellinum í Kópavogi. Þá fengu þeir einnig að æfa hjá Aftureldingu í Mosfellsbænum sem og í Njarðvík. Enduðu í Njarðvík Eyjamenn sömdu á endanum við Njarðvíkinga um að fá að spila heimaleiki sína á grasvellinum í Njarðvík. ÍBV reyndi að fá Laugardalsvöllinn fyrir stórleiki sína við ÍA og Keflavík en það gekk ekki eftir. Þeir fengu aftur á móti að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið með því að keppa á Reykjavíkurmótinu enda orðnir að hálfgerðu Reykjavíkurfélagi vegna aðstæðnanna. ÍBV endaði í þriðja sæti deildarinnar sumarið 1973 en liðið vann fimm af sjö heimaleikjum sínum í Njarðvík og tapaði aðeins einum. Tapið kom á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík.
Subway-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira