Sonur Tigers afrekaði nokkuð sem faðir hann náði ekki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2023 16:30 Charlie Woods þykir efnilegur kylfingur. getty/David Cannon Sonur Tigers Woods virðist hafa erft golfhæfileikana frá föður sínum og er byrjaður að láta að sér kveða á þeim vettvangi. Hinn fjórtán ára Charlie Woods hjálpaði nefnilega liði menntaskólans síns að vinna liðamót í Flórída. Hann var með fjórða besta árangurinn í sínu liði en hann lék á 78 og 76 höggum. Tiger fylgdist með syni sínum og félögum hans vinna mótið. Hann var þó ekki kylfuberi fyrir hann eins og hann var á unglingamóti í síðustu viku. Tiger vann aldrei liðamót í menntaskóla því ekki voru haldin slík mót í Kaliforníu á þeim tíma. Ekki liggur hvenær hinn 47 ára Tiger snýr aftur á golfvöllinn en hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Tiger stefnir á að keppa í nýrri liðadeild sem þeir Rory McIlroy stofnuðu. Hún nefnist TGL og er rekin af TMRW Sports sem er tæknifyrirtæki í eigu Tiger Woods og Rory McIlroy sem var sett á laggirnar í ágúst 2022. Sex lið verða í deildinni með fjóra kylfinga hvert. Þau mætast einu sinni hvert í deildarkeppni. Charlie Woods fæddist 8. febrúar 2009. Hann er annað barn Tigers og Elinar Nordegren, fyrrverandi eiginkonu hans. Þau eiga einnig dótturina Sam. Golf Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Fleiri fréttir Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Hinn fjórtán ára Charlie Woods hjálpaði nefnilega liði menntaskólans síns að vinna liðamót í Flórída. Hann var með fjórða besta árangurinn í sínu liði en hann lék á 78 og 76 höggum. Tiger fylgdist með syni sínum og félögum hans vinna mótið. Hann var þó ekki kylfuberi fyrir hann eins og hann var á unglingamóti í síðustu viku. Tiger vann aldrei liðamót í menntaskóla því ekki voru haldin slík mót í Kaliforníu á þeim tíma. Ekki liggur hvenær hinn 47 ára Tiger snýr aftur á golfvöllinn en hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Tiger stefnir á að keppa í nýrri liðadeild sem þeir Rory McIlroy stofnuðu. Hún nefnist TGL og er rekin af TMRW Sports sem er tæknifyrirtæki í eigu Tiger Woods og Rory McIlroy sem var sett á laggirnar í ágúst 2022. Sex lið verða í deildinni með fjóra kylfinga hvert. Þau mætast einu sinni hvert í deildarkeppni. Charlie Woods fæddist 8. febrúar 2009. Hann er annað barn Tigers og Elinar Nordegren, fyrrverandi eiginkonu hans. Þau eiga einnig dótturina Sam.
Golf Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Fleiri fréttir Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira