Ekki líkamlega erfið verkefni en reyna mjög á andlega Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 13:57 Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í og við Grindavík síðustu vikurnar og ekki sér fyrir endan á. Vísir/Vilhelm Aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes segir verkefnin í Grindavík síðustu daga hafa reynt mikið á björgunarsveitafólk. Verkefnin séu ekki erfið líkamlega en reyni mikið á andlegu hliðina. Hann á von á að ástandið verði viðvarandi næstu mánuðina. Helstu verkefni björgunarsveitarinnar Suðurnes síðustu daga hafa snúist um að standa vaktina á lokunarpóstum við Grindavík, auk þess sem björgunarsveitarfólk hefur ferjað íbúa inn í bæinn til að vitja eigna sinna. Aðgerðarstjóri sveitarinnar, Haraldur Haraldsson, segir að heilt yfir hafi gengið vel en aðstæður séu mjög krefjandi. „Þetta er ekki mjög líkamlega erfitt verkefni en það reynir mjög á andlega fyrir björgunarsveitafólk. Við erum að fylgja fólki á jafnvel versta tíma lífs þess, inn á æskuheimili eða heimili sem það er að byggja upp. Mögulega er það að fara í síðasta skipti inn, ef allt fer á versta veg.“ Við auðvitað finnum á fólki að því líður ekki vel. Við tæklum þetta af virðingu við fólkið og reynum að styðja við það eins og við mögulega getum. Haraldur segir að vel hafi gengið að manna vaktir undanfarið. Hann á von á að um viðvarandi ástand sé að ræða sem geti komið til með að standa yfir mánuðum saman. Verkefni björgunarsveita felast meðal annars í því að manna lokunarpósta. Vísir/Vilhelm Er þitt fólk ekkert smeykt að vera inni á svæðinu? „Auðvitað. En við vitum að allar mögulegar mótvægisaðgerðir eru í gangi. Á meðan við vitum að það er verið að passa okkur, á meðan við pössum fólkið sem við erum að fylgja, þá líður okkur betur. Það er verið að gera þetta á eins öruggan hátt og hægt er. Við gerum allt til að standa við bakið á félögum okkar í Grindavík,“ segir Haraldur Haraldsson, aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes. Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fleiri fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Sjá meira
Helstu verkefni björgunarsveitarinnar Suðurnes síðustu daga hafa snúist um að standa vaktina á lokunarpóstum við Grindavík, auk þess sem björgunarsveitarfólk hefur ferjað íbúa inn í bæinn til að vitja eigna sinna. Aðgerðarstjóri sveitarinnar, Haraldur Haraldsson, segir að heilt yfir hafi gengið vel en aðstæður séu mjög krefjandi. „Þetta er ekki mjög líkamlega erfitt verkefni en það reynir mjög á andlega fyrir björgunarsveitafólk. Við erum að fylgja fólki á jafnvel versta tíma lífs þess, inn á æskuheimili eða heimili sem það er að byggja upp. Mögulega er það að fara í síðasta skipti inn, ef allt fer á versta veg.“ Við auðvitað finnum á fólki að því líður ekki vel. Við tæklum þetta af virðingu við fólkið og reynum að styðja við það eins og við mögulega getum. Haraldur segir að vel hafi gengið að manna vaktir undanfarið. Hann á von á að um viðvarandi ástand sé að ræða sem geti komið til með að standa yfir mánuðum saman. Verkefni björgunarsveita felast meðal annars í því að manna lokunarpósta. Vísir/Vilhelm Er þitt fólk ekkert smeykt að vera inni á svæðinu? „Auðvitað. En við vitum að allar mögulegar mótvægisaðgerðir eru í gangi. Á meðan við vitum að það er verið að passa okkur, á meðan við pössum fólkið sem við erum að fylgja, þá líður okkur betur. Það er verið að gera þetta á eins öruggan hátt og hægt er. Við gerum allt til að standa við bakið á félögum okkar í Grindavík,“ segir Haraldur Haraldsson, aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fleiri fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Sjá meira