Arnar harðorður í garð skrifstofu KKÍ: „Þetta er algjörlega ólíðandi“ Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 18. nóvember 2023 19:55 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í vígahug þegar hann mætti til viðtals þrátt fyrir að vera nýbúinn að vinna nokkuð öruggan tíu stiga sigur á Haukum í Subway-deild karla. Það átti eftir að koma í ljós fljótlega í viðtalinu hvers vegna. „Fleiri kallar inni á vellinum hjá okkur,“ sagði Arnar aðspurður hvað hefði breyst hjá Stjörnunni því liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Arnar á inni einn mikinn gæðaleikmann því Dagur Kár Jónsson hefur ekkert spilað til þessa í mótinu. Dagur var á bekknum í dag, hitaði upp en spilaði ekki og veit Arnar ekki hvenær Dagur getur byrjað að spila. Stjarnan hefur fengið inn í hópinn Bandaríkjamanninn James Ellisor og Frakkinn Kevin Kone er mættur eftir að hafa meiðst í undirbúningnum fyrir Íslandsmótið. „Kristján Fannar er líka að reyna finna „mojoið“ sitt,“ sagði þjálfarinn. „Kannski vorum við eitthvað værukærir og Haukarnir komu með það hugarfar að þeir hefðu engu að tapa. Þeir voru grimmir, Sigvaldi frábær í upphafi og þeir drápu okkur á sóknarfráköstum í fyrri hálfleik. En við unnum, það var gott.“ „Ég ætla segja eins og er, þetta er búinn að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar: löglegir leikmenn — það er ekki hægt að fá að sjá þá, öll lið sitja við sama borð. Svo fæ ég upplýsingar um það þegar við semjum við James Ellisor, að Þórsarar fá að vita að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar fimm mínútum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta; klukkan fjögur á daginn fær maður að vita þetta. Á föstudaginn [í gær] sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir séu löglegir fyrir Hauka, vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan amerískan leikmann [Damier Pitts], vitandi að þeir eiga á skrifstofunni t.d. Emil Barja, vitandi að Anna Soffía gengur til liðs við Hauka frá Breiðabliki. KKÍ getur ekki séð sér fært að láta mig vita, hvorki í gær klukkan fjögur — við æfum klukkan fimm ekki vitandi hverjir séu löglegir á móti okkur — né í dag. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafi verið með ólöglegan leikmann því það er ekki hægt að senda okkur það. Tölvupóstarnir virðast bara detta í eitthvað helvítis svarthol, það er verið að reyna hafa einhvern „standard“ á deildinni hérna. Þetta er algjörlega ólíðandi. Að maður fái ekki að vita hverjir séu löglegir, að sum lið fá að vita það, að ef þú hringir þá kannski færðu að vita það en ef þú sendir tölvupóst þá færðu ekki að vita það. Ég veit ekki einu sinni hvernig þetta á að vera. Mér var sagt að senda á kki@kki.is sem ég gerði, en það fór greinilega á milli skips og bryggju þar ansi oft.“ Það var bara ekkert svar? „Ekkert svar. Það vill til að ég er líka með kvennalið Stjörnunnar og Haukarnir voru að fá nýjan leikmann. Ég vissi ekki hvort að Breiðablik væri búið að skrifa undir félagaskiptaheimild. Anna Soffía skoraði yfir 20 stig, var frábær hérna áðan. Ég vissi ekki hvort að Damier Pitts yrði eða ekki. Ef það á að vera þannig, þá skal það vera þannig fyrir alla! En við erum að keppa og í keppni eru skilyrði fyrir því að fólk sitji við sama borð. Þetta er það ekki. Það er bara á skrifstofu KKÍ. Ég held að menn eigi aðeins að taka sig saman í andlitinu þar. Þetta [þessi ræða] þýðir örugglega það að ég fæ ekki að koma nálægt yngri landsliðunum næstu árin af því ég sagði eitthvað ljótt um eitthvað. En þetta er satt, svona var þetta og ég er ógeðslega ósáttur við skrifstofu KKÍ.“ Veistu af hverju Þórsarar fá að vita hvort leikmaður sé löglegur en ekki þú? „Ég er örugglega svona leiðinlegur að þeir nenna ekki að tala við mig, og ljái þeim hver sem vill svo sem.“ Aftur að leiknum og Stjörnuliðinu í dag. Stjarnan er á toppi deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum með fimm sigra. Hvað getur þetta lið farið langt? „Það veit ég ekki, það eru ekki komin jól ennþá. Við erum allavega að fara á Egilsstaði, það er það lengsta sem við förum, það er næsta ferðalag.“ Getið þið unnið Íslandsmeistaratitilinn? „Það veit ég ekki. Við vorum að vinna leik í dag, eigum Hött eftir viku. Við ætlum að reyna að gera atlögu að honum. Það fer enginn inn í Íslandsmótið og hugsar: Djöfull væri nú fínt að vera í níunda sæti. Það ætla allir að vinna alla leiki og ef það gengur upp þá ertu Íslandsmeistari. Við ætlum það reyna það og það eru öll hin liðin að reyna vinna næsta leik líka,“ sagði þjálfarinn að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 89-79 | Slæmt gengi Hauka heldur áfram Stjarnan lagði Hauka með 10 stiga mun í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. nóvember 2023 18:45 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Sjá meira
„Fleiri kallar inni á vellinum hjá okkur,“ sagði Arnar aðspurður hvað hefði breyst hjá Stjörnunni því liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Arnar á inni einn mikinn gæðaleikmann því Dagur Kár Jónsson hefur ekkert spilað til þessa í mótinu. Dagur var á bekknum í dag, hitaði upp en spilaði ekki og veit Arnar ekki hvenær Dagur getur byrjað að spila. Stjarnan hefur fengið inn í hópinn Bandaríkjamanninn James Ellisor og Frakkinn Kevin Kone er mættur eftir að hafa meiðst í undirbúningnum fyrir Íslandsmótið. „Kristján Fannar er líka að reyna finna „mojoið“ sitt,“ sagði þjálfarinn. „Kannski vorum við eitthvað værukærir og Haukarnir komu með það hugarfar að þeir hefðu engu að tapa. Þeir voru grimmir, Sigvaldi frábær í upphafi og þeir drápu okkur á sóknarfráköstum í fyrri hálfleik. En við unnum, það var gott.“ „Ég ætla segja eins og er, þetta er búinn að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar: löglegir leikmenn — það er ekki hægt að fá að sjá þá, öll lið sitja við sama borð. Svo fæ ég upplýsingar um það þegar við semjum við James Ellisor, að Þórsarar fá að vita að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar fimm mínútum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta; klukkan fjögur á daginn fær maður að vita þetta. Á föstudaginn [í gær] sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir séu löglegir fyrir Hauka, vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan amerískan leikmann [Damier Pitts], vitandi að þeir eiga á skrifstofunni t.d. Emil Barja, vitandi að Anna Soffía gengur til liðs við Hauka frá Breiðabliki. KKÍ getur ekki séð sér fært að láta mig vita, hvorki í gær klukkan fjögur — við æfum klukkan fimm ekki vitandi hverjir séu löglegir á móti okkur — né í dag. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafi verið með ólöglegan leikmann því það er ekki hægt að senda okkur það. Tölvupóstarnir virðast bara detta í eitthvað helvítis svarthol, það er verið að reyna hafa einhvern „standard“ á deildinni hérna. Þetta er algjörlega ólíðandi. Að maður fái ekki að vita hverjir séu löglegir, að sum lið fá að vita það, að ef þú hringir þá kannski færðu að vita það en ef þú sendir tölvupóst þá færðu ekki að vita það. Ég veit ekki einu sinni hvernig þetta á að vera. Mér var sagt að senda á kki@kki.is sem ég gerði, en það fór greinilega á milli skips og bryggju þar ansi oft.“ Það var bara ekkert svar? „Ekkert svar. Það vill til að ég er líka með kvennalið Stjörnunnar og Haukarnir voru að fá nýjan leikmann. Ég vissi ekki hvort að Breiðablik væri búið að skrifa undir félagaskiptaheimild. Anna Soffía skoraði yfir 20 stig, var frábær hérna áðan. Ég vissi ekki hvort að Damier Pitts yrði eða ekki. Ef það á að vera þannig, þá skal það vera þannig fyrir alla! En við erum að keppa og í keppni eru skilyrði fyrir því að fólk sitji við sama borð. Þetta er það ekki. Það er bara á skrifstofu KKÍ. Ég held að menn eigi aðeins að taka sig saman í andlitinu þar. Þetta [þessi ræða] þýðir örugglega það að ég fæ ekki að koma nálægt yngri landsliðunum næstu árin af því ég sagði eitthvað ljótt um eitthvað. En þetta er satt, svona var þetta og ég er ógeðslega ósáttur við skrifstofu KKÍ.“ Veistu af hverju Þórsarar fá að vita hvort leikmaður sé löglegur en ekki þú? „Ég er örugglega svona leiðinlegur að þeir nenna ekki að tala við mig, og ljái þeim hver sem vill svo sem.“ Aftur að leiknum og Stjörnuliðinu í dag. Stjarnan er á toppi deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum með fimm sigra. Hvað getur þetta lið farið langt? „Það veit ég ekki, það eru ekki komin jól ennþá. Við erum allavega að fara á Egilsstaði, það er það lengsta sem við förum, það er næsta ferðalag.“ Getið þið unnið Íslandsmeistaratitilinn? „Það veit ég ekki. Við vorum að vinna leik í dag, eigum Hött eftir viku. Við ætlum að reyna að gera atlögu að honum. Það fer enginn inn í Íslandsmótið og hugsar: Djöfull væri nú fínt að vera í níunda sæti. Það ætla allir að vinna alla leiki og ef það gengur upp þá ertu Íslandsmeistari. Við ætlum það reyna það og það eru öll hin liðin að reyna vinna næsta leik líka,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 89-79 | Slæmt gengi Hauka heldur áfram Stjarnan lagði Hauka með 10 stiga mun í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. nóvember 2023 18:45 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar 89-79 | Slæmt gengi Hauka heldur áfram Stjarnan lagði Hauka með 10 stiga mun í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. nóvember 2023 18:45