Foreldrar stúlkunnar samþykkja sambandið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2023 11:41 Mike Villa Fonseca er í vandræðum. Instagram/Mike Villa Fonseca Foreldrar 15 ára stúlkunnar sem á í sambandi með 28 ára þingmanni Moderaterne í Danmörku segjast samþykkja sambandið. Þau hafi vitað að það myndi vekja athygli. Sjálensku foreldrarnir sem kusu að halda nafnleynd ræddu við Ekstra Bladet og segja að Mike Villa Fonseca, stjórnarþingmaður, hafi verið góðkunnur fjölskyldunni í fleiri ár. Faðir stúlkunnar segist hafa kynnst Mike í gegnum sameiginlegan áhuga þeirra á mótorhjólum fyrir einhverjum árum síðan. Síðustu fimm árin hefur þingmaðurinn verið fjölskylduvinur samkvæmt foreldrum stúlkunnar og að fyrir fimm mánuðum síðan hafi hann tekið foreldrana á spjall og sagt þeim að hún væri „ótrúlega sæt stelpa“ og að þau væru orðin hrifin hvort af öðru. Samkvæmt Ekstra Bladet voru foreldrarnir hikandi fyrst um sinn en kusu að veita sambandinu samþykki sitt. Þau segjast treysta bæði fimmtán ára dóttur sinni og þingmanninum. „Umhyggjusamur kærasti“ „Þetta gerðist allt svolítið hratt en það er jú ekkert að því. Fólk bregst auðvitað misvel við aldursmuninum,“ segir faðir stúlkunnar við Ekstra Bladet. Foreldrarnir segja einnig að hefðu þau bannað dóttur sinni að eiga í sambandi við hann, hefði hún hitt hann hvort eð er. „Því erum við ánægð að þau komu til okkar,“ sögðu foreldrarnir og bættu því við að Mike væri „umhyggjusamur kærasti.“ Svo virðist sem lögreglan sé ekki sammála þessari niðurstöðu foreldranna. Samkvæmt TV 2 hefur Mike Villa Fonseca nefnilega verið ákærður fyrir tælingu. Forsvarsmenn Moderaterne hafa sagt að þingmaðurinn fái ekki að snúa aftur í raðir flokksins og segjast vona að aðrir flokkar taki undir. Villa Fonseca hefur nefnt þrjá flokka sem hann sér fyrir sér að ganga í eftir að hafa verið kastað úr Moderaterne, nefnilega Socialdemokratiet, Venstre og Liberal Alliance. Allir þrír hafa sagst ekki vilja fá hann. Danmörk Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Sjálensku foreldrarnir sem kusu að halda nafnleynd ræddu við Ekstra Bladet og segja að Mike Villa Fonseca, stjórnarþingmaður, hafi verið góðkunnur fjölskyldunni í fleiri ár. Faðir stúlkunnar segist hafa kynnst Mike í gegnum sameiginlegan áhuga þeirra á mótorhjólum fyrir einhverjum árum síðan. Síðustu fimm árin hefur þingmaðurinn verið fjölskylduvinur samkvæmt foreldrum stúlkunnar og að fyrir fimm mánuðum síðan hafi hann tekið foreldrana á spjall og sagt þeim að hún væri „ótrúlega sæt stelpa“ og að þau væru orðin hrifin hvort af öðru. Samkvæmt Ekstra Bladet voru foreldrarnir hikandi fyrst um sinn en kusu að veita sambandinu samþykki sitt. Þau segjast treysta bæði fimmtán ára dóttur sinni og þingmanninum. „Umhyggjusamur kærasti“ „Þetta gerðist allt svolítið hratt en það er jú ekkert að því. Fólk bregst auðvitað misvel við aldursmuninum,“ segir faðir stúlkunnar við Ekstra Bladet. Foreldrarnir segja einnig að hefðu þau bannað dóttur sinni að eiga í sambandi við hann, hefði hún hitt hann hvort eð er. „Því erum við ánægð að þau komu til okkar,“ sögðu foreldrarnir og bættu því við að Mike væri „umhyggjusamur kærasti.“ Svo virðist sem lögreglan sé ekki sammála þessari niðurstöðu foreldranna. Samkvæmt TV 2 hefur Mike Villa Fonseca nefnilega verið ákærður fyrir tælingu. Forsvarsmenn Moderaterne hafa sagt að þingmaðurinn fái ekki að snúa aftur í raðir flokksins og segjast vona að aðrir flokkar taki undir. Villa Fonseca hefur nefnt þrjá flokka sem hann sér fyrir sér að ganga í eftir að hafa verið kastað úr Moderaterne, nefnilega Socialdemokratiet, Venstre og Liberal Alliance. Allir þrír hafa sagst ekki vilja fá hann.
Danmörk Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira