Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 12:10 Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi Stöð 2/Einar Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel. Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir að meginþorri þeirra fjármuna sem safnast í söfnuninni, muni renna óskiptur til Grindvíkinga. Hluti fari þó í það að efla búnað Rauða krossins. Þar nefnir hann til að mynda búnað sem þarf í fjöldahjálparmiðstöðvar, bedda, sængur og annað. „Við höfum gert svonalagað áður og þá höfum við sett af stað söfnunarnefnd, sem hefur síðan úthlutað að söfnun lokinni til þeirra sem helst þurfa á að halda.“ Fer vel af stað en oftast hægir á Hann segir að söfnuninni hafi verið ýtt úr vör fyrir um viku síðan og vel hafi gengið hingað til. „Eins og venjan þá fara svona safnanir alltaf vel af stað í upphafi og svo hægist á. Nú er söfnunin búin að vera í viku og hefur gengið nokkuð vel, Við erum bara nokkuð ánægð með viðtökurnar, bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa verið að leggja söfnuninni lið með einum eða örðum hætti, sem er mjög gott. Við náttúrulega hvetjum fólk til þess að líta við á heimasíðunni okkar, redcross.is, þar eru allar upplýsingar um hvernig er hægt að styrkja söfnunina.“ Náðu að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvum fljótt Þá segir Gylfi Þór að tekist hafi að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvunum og koma öllum sem þær sóttu í tímabundið húsnæði. „Það er tímabundið en var þó öruggara húsnæði en íþróttasalur í nokkra daga. Þannig að fjöldahjálparstöðvunum hefur verið lokað en nú hefst náttúrulega áfram næsti fasi við þessa uppbyggingu, að útvega fólkinu húsnæði. Rauði krossinn er að aðstoða við það ásamt Grindvíkingum sjálfum, Grindavíkurbæ, og það er að ganga ágætlega líka.“ Grindavík Góðverk Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13. nóvember 2023 19:00 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Neyðarsöfnun hafin vegna jarðhræringa við Grindavík Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir að meginþorri þeirra fjármuna sem safnast í söfnuninni, muni renna óskiptur til Grindvíkinga. Hluti fari þó í það að efla búnað Rauða krossins. Þar nefnir hann til að mynda búnað sem þarf í fjöldahjálparmiðstöðvar, bedda, sængur og annað. „Við höfum gert svonalagað áður og þá höfum við sett af stað söfnunarnefnd, sem hefur síðan úthlutað að söfnun lokinni til þeirra sem helst þurfa á að halda.“ Fer vel af stað en oftast hægir á Hann segir að söfnuninni hafi verið ýtt úr vör fyrir um viku síðan og vel hafi gengið hingað til. „Eins og venjan þá fara svona safnanir alltaf vel af stað í upphafi og svo hægist á. Nú er söfnunin búin að vera í viku og hefur gengið nokkuð vel, Við erum bara nokkuð ánægð með viðtökurnar, bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa verið að leggja söfnuninni lið með einum eða örðum hætti, sem er mjög gott. Við náttúrulega hvetjum fólk til þess að líta við á heimasíðunni okkar, redcross.is, þar eru allar upplýsingar um hvernig er hægt að styrkja söfnunina.“ Náðu að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvum fljótt Þá segir Gylfi Þór að tekist hafi að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvunum og koma öllum sem þær sóttu í tímabundið húsnæði. „Það er tímabundið en var þó öruggara húsnæði en íþróttasalur í nokkra daga. Þannig að fjöldahjálparstöðvunum hefur verið lokað en nú hefst náttúrulega áfram næsti fasi við þessa uppbyggingu, að útvega fólkinu húsnæði. Rauði krossinn er að aðstoða við það ásamt Grindvíkingum sjálfum, Grindavíkurbæ, og það er að ganga ágætlega líka.“
Grindavík Góðverk Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13. nóvember 2023 19:00 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Neyðarsöfnun hafin vegna jarðhræringa við Grindavík Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13. nóvember 2023 19:00
Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26
Neyðarsöfnun hafin vegna jarðhræringa við Grindavík Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2023 15:16