Vaktin: Hættusvæðið stækkar Hólmfríður Gísladóttir, Lovísa Arnardóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 20. nóvember 2023 06:39 Miklar skemmdir eru víða í Grindavík. Vísir/Vilhelm Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum á Reykjanesi frá hádegi. Sá stærsti var 2,7 að stærð og átti upptök sín norðauastan við Hagafell. Kalla á til björgunarsveitarfólk af landinu öllu til að aðstoða við verkefni tengd atburðarásinni í Grindavík. Helstu tíðindi: Um 700 skjálftar hafa mælst frá hádegi í dag. Enn eru miklar líkur á gosi og mestar líkur nærri Hagafelli. Um 100 Grindvíkingar leita daglega í þjónustumiðstöðina í Tollhúsinu í Reykjavík. Þar geta Grindvíkingar sótt ýmsa þjónustu auk þess sem þar er að finna leiksvæði fyrir börn. Ekki er skólaskylda hjá börnum frá Grindavík en þeim velkomið, og hafa rétt á, að sækja skóla í því sveitarfélagi sem þau eru nú búsett í. Vegna aukins landriss hefur þeim sem fá að fara inn í Grindavík í dag verið beint að lokunarpóstinum við mót Krísuvíkurvegar, eða Suðurstrandarvegar, í stað Grindavíkurvegs, eða Reykjanesbrautar. Miðstöð hefur verið opnuð í Hafnarfirði fyrir erlenda fjölmiðla. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna í Skógarhlíð klukkan 11 á miðvikudag og föstudag. Hér fyrir neðan má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis á Þorbirni: Og hér má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis sem beinist að Grindavík: Fréttastofa fylgist með þróun mála í allan dag. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).
Kalla á til björgunarsveitarfólk af landinu öllu til að aðstoða við verkefni tengd atburðarásinni í Grindavík. Helstu tíðindi: Um 700 skjálftar hafa mælst frá hádegi í dag. Enn eru miklar líkur á gosi og mestar líkur nærri Hagafelli. Um 100 Grindvíkingar leita daglega í þjónustumiðstöðina í Tollhúsinu í Reykjavík. Þar geta Grindvíkingar sótt ýmsa þjónustu auk þess sem þar er að finna leiksvæði fyrir börn. Ekki er skólaskylda hjá börnum frá Grindavík en þeim velkomið, og hafa rétt á, að sækja skóla í því sveitarfélagi sem þau eru nú búsett í. Vegna aukins landriss hefur þeim sem fá að fara inn í Grindavík í dag verið beint að lokunarpóstinum við mót Krísuvíkurvegar, eða Suðurstrandarvegar, í stað Grindavíkurvegs, eða Reykjanesbrautar. Miðstöð hefur verið opnuð í Hafnarfirði fyrir erlenda fjölmiðla. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna í Skógarhlíð klukkan 11 á miðvikudag og föstudag. Hér fyrir neðan má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis á Þorbirni: Og hér má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis sem beinist að Grindavík: Fréttastofa fylgist með þróun mála í allan dag. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Sjá meira