Innlent

Vaktin: Hættu­svæðið stækkar

Hólmfríður Gísladóttir, Lovísa Arnardóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa
Miklar skemmdir eru víða í Grindavík.
Miklar skemmdir eru víða í Grindavík. Vísir/Vilhelm

Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum á Reykjanesi frá hádegi. Sá stærsti var 2,7 að stærð og átti upptök sín norðauastan við Hagafell.

Kalla á til björgunarsveitarfólk af landinu öllu til að aðstoða við verkefni tengd atburðarásinni í Grindavík. 

Helstu tíðindi:

  • Um 700 skjálftar hafa mælst frá hádegi í dag. Enn eru miklar líkur á gosi og mestar líkur nærri Hagafelli. 
  • Um 100 Grindvíkingar leita daglega í þjónustumiðstöðina í Tollhúsinu í Reykjavík. Þar geta Grindvíkingar sótt ýmsa þjónustu auk þess sem þar er að finna leiksvæði fyrir börn. 
  • Ekki er skólaskylda hjá börnum frá Grindavík en þeim velkomið, og hafa rétt á, að sækja skóla í því sveitarfélagi sem þau eru nú búsett í. 
  • Vegna aukins landriss hefur þeim sem fá að fara inn í Grindavík í dag verið beint að lokunarpóstinum við mót Krísuvíkurvegar, eða Suðurstrandarvegar, í stað Grindavíkurvegs, eða Reykjanesbrautar.
  • Miðstöð hefur verið opnuð í Hafnarfirði fyrir erlenda fjölmiðla. 
  • Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna í Skógarhlíð klukkan 11 á miðvikudag og föstudag.

Hér fyrir neðan má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis á Þorbirni:

Og hér má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis sem beinist að Grindavík:

Fréttastofa fylgist með þróun mála í allan dag. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).




Fleiri fréttir

Sjá meira
×