Fótbolti

Ísak Berg­mann einn af þeim sem líkjast mest Gundogan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson er okkar Ilkay Gündogan samkvæmt úttekt CIES Football Observatory.
Ísak Bergmann Jóhannesson er okkar Ilkay Gündogan samkvæmt úttekt CIES Football Observatory. Getty/Thor Wegner

Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er meðal efstu manna á lista CIES yfir þá sem líkjast mest þýska miðjumanninum Ilkay Gündogan.

Gündogan hefur átti magnaðan feril og spilar nú með Barcelona. Hann var lykilmaður í þrennu Manchester City, bæði sem fyrirliði liðsins en eins skoraði hann mikilvæg mörk á lokasprettinum eins og í bikarúrslitaleiknum á móti Manchester United.

CIES Football Observatory er eins konar rannsóknarstofa fótboltans sem notar tölfræðiupplýsingar til að meta leikmenn, lið og knattspyrnuþjóðir.

Samkvæmt úttekt CIES þykir Ísak Bergmann vera mjög líkur leikmaður og Gündogan en það er ekki leiðum að líkjast.

Listinn sem var tekinn saman var yfir þá leikmenn 21 árs og yngri sem þótti svipa mest Gündogan í tölfræðimælingum fótboltans.

Ísak spilar með íslenska landsliðinu en hann er leikmaður þýska b-deildarliðsins Fortuna Düsseldorf.

Ísak er nú metinn á 5,4 milljónir evra eða 829 milljónir íslenskra króna.

Gündogan er 33 ára gamall og hefur skorað 18 mörk í 71 landsleik fyrir Þýskaland. Hann lék með Manchester City frá 2016 til 2023 og vann þrettán titla með félaginu. Hann skoraði 60 mörk í 304 leikjum í öllum keppnum fyrir City en það er mjög gott fyrir miðjumann.

Ísak Bergmann er tvítugur Skagamaður sem er á láni hjá Fortuna Düsseldorf frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn. Hann hefur skorað 3 mörk í 23 landsleikjum og varð yngsti markaskorari landsliðsins frá upphafi þegar hann skroaði á móti Armeníu í undankeppni HM í október 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×