Gagnrýnir Veðurstofuna fyrir að hamla aðgengi að GPS-gögnum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2023 10:40 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við rætur Snæfellsjökuls í viðtali í þættinum Um land allt. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Veðurstofu Íslands fyrir að takmarka aðgengi almennings að GPS-gögnum sem geri mönnum kleift að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. Segir hann að Veðurstofunni beri skylda til að koma þessum gögnum á framfæri svo þau séu öllum aðgengileg. Í pistli á bloggsíðu sinni undir fyrirsögninni „Leyfið fólkinu að skoða GPS mælingar frá Reykjanesi“ rifjar Haraldur upp að GPS-kerfið hafi upphaflega verið amerískt hernaðarleyndarmál. Bandaríkin hafi árið 1978 skotið á loft 24 gervihnöttum til að ákvarða staðsetningu á yfirborði jarðar með mikilli nákvæmni. Það hafi verið stórkostleg bylting þegar GPS-tæknin kom á almennan markað árið 1990. Hún hafi reynst alveg tilvalin til þess að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum á Íslandi. Segir Haraldur að sennilega hafi bresk vísindakona, Gillian Foulger, ásamt félögum sínum, verið fyrst til að nýta tæknina til jarðskorpumælinga á Íslandi árið 1986. „Loks var net af GPS mælum sett upp árið 1999 og það hefur verið rekið af Veðurstofu Íslands síðan. Það er grundvallaratriði fyrir vísindastarfsemi á Íslandi að halda við GPS kerfinu til að fylgjast með skorpuhreyfingum,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson í viðtali við Stöð 2 við hraunfossinn á Fimmvörðuhálsi í mars 2010.Vísir „Tækjanetið virðist vera í góðu standi, en aðgengi almennings að GPS gögnum er því miður afleitt. Vefsíða Veðurstofunnar fyrir jarðhræringar er fyrst og fremst helguð jarðskjálftavirkni. Ef þú leitar að GPS-gögnum, þá rekur þú þig á tíu eða tuttugu ára gömul skilaboð sem bægja þér frá,“ segir Haraldur ennfremur. Eldfjallafræðingurinn rekur nokkur dæmi. Upplýsingar á ákveðinni síðu séu sagðar úreltar. Ný síða sögð í vinnslu og verði vonandi opnuð fljótlega. Á öðrum stað sé sagt: „Athugið að ekki er ráðlegt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands.“ Og ennfremur: „Athugið að aðgengi að ISGPS gögnum hefur verið takmarkað, sjá tilkynningu og leiðbeiningar um aðgengi.“ „Slík skilaboð hafa verið á vefsíðunni síðan 2008. Af einhverjum sökum er GPS olnbogabarn innan Veðurstofunnar,“ segir Haraldur. Haraldur að störfum við eldfjall í Indónesíu.RAX Hann biður fólk þó ekki um að örvænta því að góður borgari og áhugamaður úti í bæ hafi komið upp vefsíðu þar sem gott aðgengi sé að bæði jarðskjálftagögnum Veðurstofunnar og einnig GPS mælingum á Íslandi. Þetta sé vefsíðan https://vafri.is/quake/. „Hreinn Beck kvikmyndaframleiðandi á mikinn heiður skilið fyrir þetta merka framtak. En Veðurstofunni ber skylda til að koma þessum gögnum fram í formi, þar sem þau eru aðgengileg öllum almenningi,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Tengdar fréttir Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Í pistli á bloggsíðu sinni undir fyrirsögninni „Leyfið fólkinu að skoða GPS mælingar frá Reykjanesi“ rifjar Haraldur upp að GPS-kerfið hafi upphaflega verið amerískt hernaðarleyndarmál. Bandaríkin hafi árið 1978 skotið á loft 24 gervihnöttum til að ákvarða staðsetningu á yfirborði jarðar með mikilli nákvæmni. Það hafi verið stórkostleg bylting þegar GPS-tæknin kom á almennan markað árið 1990. Hún hafi reynst alveg tilvalin til þess að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum á Íslandi. Segir Haraldur að sennilega hafi bresk vísindakona, Gillian Foulger, ásamt félögum sínum, verið fyrst til að nýta tæknina til jarðskorpumælinga á Íslandi árið 1986. „Loks var net af GPS mælum sett upp árið 1999 og það hefur verið rekið af Veðurstofu Íslands síðan. Það er grundvallaratriði fyrir vísindastarfsemi á Íslandi að halda við GPS kerfinu til að fylgjast með skorpuhreyfingum,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson í viðtali við Stöð 2 við hraunfossinn á Fimmvörðuhálsi í mars 2010.Vísir „Tækjanetið virðist vera í góðu standi, en aðgengi almennings að GPS gögnum er því miður afleitt. Vefsíða Veðurstofunnar fyrir jarðhræringar er fyrst og fremst helguð jarðskjálftavirkni. Ef þú leitar að GPS-gögnum, þá rekur þú þig á tíu eða tuttugu ára gömul skilaboð sem bægja þér frá,“ segir Haraldur ennfremur. Eldfjallafræðingurinn rekur nokkur dæmi. Upplýsingar á ákveðinni síðu séu sagðar úreltar. Ný síða sögð í vinnslu og verði vonandi opnuð fljótlega. Á öðrum stað sé sagt: „Athugið að ekki er ráðlegt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands.“ Og ennfremur: „Athugið að aðgengi að ISGPS gögnum hefur verið takmarkað, sjá tilkynningu og leiðbeiningar um aðgengi.“ „Slík skilaboð hafa verið á vefsíðunni síðan 2008. Af einhverjum sökum er GPS olnbogabarn innan Veðurstofunnar,“ segir Haraldur. Haraldur að störfum við eldfjall í Indónesíu.RAX Hann biður fólk þó ekki um að örvænta því að góður borgari og áhugamaður úti í bæ hafi komið upp vefsíðu þar sem gott aðgengi sé að bæði jarðskjálftagögnum Veðurstofunnar og einnig GPS mælingum á Íslandi. Þetta sé vefsíðan https://vafri.is/quake/. „Hreinn Beck kvikmyndaframleiðandi á mikinn heiður skilið fyrir þetta merka framtak. En Veðurstofunni ber skylda til að koma þessum gögnum fram í formi, þar sem þau eru aðgengileg öllum almenningi,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Tengdar fréttir Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49