Ítalía á EM | Kane bjargaði stigi í Norður-Makedóníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. nóvember 2023 21:55 Ítalir fagna sæti á EM. Lars Baron/Getty Images Ítalía er komið á EM 2024 í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Úkraínu. Þá kom Harry Kane af bekknum og bjargaði stigi í Norður-Makedóníu. Úkraína og Ítalía mættust á BayAreina í Leverkusen í Þýskalandi þar sem ekki er hægt að spila í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Fyrir leikinn var ljóst að Úkraína þyrfti sigur til að stökkva upp fyrir Ítalíu en liðin voru í 2. og 3. sæti C-riðils. Ítalía var mun sterkari aðilinn í kvöld en hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn og Ítalía er því komið á EM. Úkraína situr hins vegar eftir með sárt ennið. #EURO2024 pic.twitter.com/yUn7fRHqbM— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 20, 2023 Rico Lewis byrjaði í vinstri bakverðinum hjá Englandi, Trent Alexander-Arnold var á miðri miðjunni og Ollie Watkins var frammi. Gareth Southgate stillti samt sem áður upp gríðarlegu sterku liði og það kom því verulega á óvart þegar heimamenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks. Lewis fékk þá dæmda á sig vítaspyrnu og gult spjald að launum. Enis Bardhi fór á vítapunktinn en Jordan Pickford gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna en boltinn datt fyrir Bardhi sem afgreiddi boltann í autt netið og heimamenn 1-0 yfir í hálfleik. Jack Grealish jafnaði metin snemma í síðari hálfleik en markið var á endanum dæmt af vegna rangstöðu. Á 58. mínútu kom Harry Kane inn á fyrir Watkins og aðeins mínútu síðar hafði hann jafnað metin. Phil Foden tók hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Kane og þaðan fór boltinn í varnarmann og svo netið. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur. The points are shared in the #ThreeLions' final match of 2023. pic.twitter.com/KB5Un54x2B— England (@England) November 20, 2023 England endaði á toppi C-riðils með 20 stig. Þar á eftir komu Ítalía og Úkraína með 14 stig hvort en Ítalía ofar á bæði markahlutfalli og innbyrðis viðureignum. Norður-Makedónía endaði með 8 stig en Malta rak lestina stigalaus. Önnur úrslit í kvöld Norður-Írland 2-0 Danmörk San Marínó 1-2 Finnland Slóvenía 2-1 Kasakstan Danmörk og Slóvenía enda með 22 stig á toppi H-riðils. Kasakstan og Finnland koma þar á eftir með 18 stig hvort. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti
Ítalía er komið á EM 2024 í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Úkraínu. Þá kom Harry Kane af bekknum og bjargaði stigi í Norður-Makedóníu. Úkraína og Ítalía mættust á BayAreina í Leverkusen í Þýskalandi þar sem ekki er hægt að spila í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Fyrir leikinn var ljóst að Úkraína þyrfti sigur til að stökkva upp fyrir Ítalíu en liðin voru í 2. og 3. sæti C-riðils. Ítalía var mun sterkari aðilinn í kvöld en hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn og Ítalía er því komið á EM. Úkraína situr hins vegar eftir með sárt ennið. #EURO2024 pic.twitter.com/yUn7fRHqbM— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 20, 2023 Rico Lewis byrjaði í vinstri bakverðinum hjá Englandi, Trent Alexander-Arnold var á miðri miðjunni og Ollie Watkins var frammi. Gareth Southgate stillti samt sem áður upp gríðarlegu sterku liði og það kom því verulega á óvart þegar heimamenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks. Lewis fékk þá dæmda á sig vítaspyrnu og gult spjald að launum. Enis Bardhi fór á vítapunktinn en Jordan Pickford gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna en boltinn datt fyrir Bardhi sem afgreiddi boltann í autt netið og heimamenn 1-0 yfir í hálfleik. Jack Grealish jafnaði metin snemma í síðari hálfleik en markið var á endanum dæmt af vegna rangstöðu. Á 58. mínútu kom Harry Kane inn á fyrir Watkins og aðeins mínútu síðar hafði hann jafnað metin. Phil Foden tók hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Kane og þaðan fór boltinn í varnarmann og svo netið. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur. The points are shared in the #ThreeLions' final match of 2023. pic.twitter.com/KB5Un54x2B— England (@England) November 20, 2023 England endaði á toppi C-riðils með 20 stig. Þar á eftir komu Ítalía og Úkraína með 14 stig hvort en Ítalía ofar á bæði markahlutfalli og innbyrðis viðureignum. Norður-Makedónía endaði með 8 stig en Malta rak lestina stigalaus. Önnur úrslit í kvöld Norður-Írland 2-0 Danmörk San Marínó 1-2 Finnland Slóvenía 2-1 Kasakstan Danmörk og Slóvenía enda með 22 stig á toppi H-riðils. Kasakstan og Finnland koma þar á eftir með 18 stig hvort.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti