Sóley Margrét gerði atlögu að HM-gulli í lokatilrauninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 09:40 Sóley Margrét Jónsdóttir hefur unnið gullverðlaun á EM og silfurverðlaun á HM á þessu ári. @soleymjonsdottir) Sóley Margrét Jónsdóttir vann silfurverðlaun í samanlögðu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fór fram í Druskininkai í Litháen. Sóley Margrét endaði með fern verðlaun um hálsinn en rétt missti af heimsmeistaratitlinum. Hér er verið að keppa í kraftlyftingum með útbúnaði. Þetta er annað árið í röð sem Sóley endar í öðru sæti á heimsmeistaramótinu. Sóley sló líka í gegn á EM í vor þar sem hún varð Evrópumeistari í Danmörku. Sóley háði harða baráttu við Katrinu Sweatman frá Bretlandi og var keppnin á milli þeirra jöfn og gríðarlega spennandi. Þær keppa í +84 kílóa flokknum. Í hnébeygju lyfti Sóley mest 277,5 kílóum og með því tryggði hún sér gullverðlaun í greininni en í bekkpressu fékk hún silfurverðlaun fyrir 180 kílóa lyftu. Úrslitin réðust svo í réttstöðulyftunni þar sem Sóley gerði atlögu að heimsmeistaratitlinum í tilraun sinni við 212,5 kíló en mistókst naumlega eftir hörkubaráttu við þyngdina. Endaði hún með 200 kílóa lyftu í réttstöðu og fékk bronsverðlaun í þeirri grein. Samanlagt lyfti Sóley 657,5 kílóum og vann til silfurverðlauna fyrir samanlagðan árangur og kemur því heim hlaðin verðlaunapeningum eða með eitt gull, tvö silfur og eitt brons. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands) Lyftingar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Sóley Margrét endaði með fern verðlaun um hálsinn en rétt missti af heimsmeistaratitlinum. Hér er verið að keppa í kraftlyftingum með útbúnaði. Þetta er annað árið í röð sem Sóley endar í öðru sæti á heimsmeistaramótinu. Sóley sló líka í gegn á EM í vor þar sem hún varð Evrópumeistari í Danmörku. Sóley háði harða baráttu við Katrinu Sweatman frá Bretlandi og var keppnin á milli þeirra jöfn og gríðarlega spennandi. Þær keppa í +84 kílóa flokknum. Í hnébeygju lyfti Sóley mest 277,5 kílóum og með því tryggði hún sér gullverðlaun í greininni en í bekkpressu fékk hún silfurverðlaun fyrir 180 kílóa lyftu. Úrslitin réðust svo í réttstöðulyftunni þar sem Sóley gerði atlögu að heimsmeistaratitlinum í tilraun sinni við 212,5 kíló en mistókst naumlega eftir hörkubaráttu við þyngdina. Endaði hún með 200 kílóa lyftu í réttstöðu og fékk bronsverðlaun í þeirri grein. Samanlagt lyfti Sóley 657,5 kílóum og vann til silfurverðlauna fyrir samanlagðan árangur og kemur því heim hlaðin verðlaunapeningum eða með eitt gull, tvö silfur og eitt brons. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands)
Lyftingar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira