Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við áfram um ástandið í Grindavík.

Við heyrum í náttúruvársérfræðingi um stöðuna og ræðum við HS Veitur en nokkur fjöldi húsa í Grindavík er enn án hitaveitu.

Þá fjöllum við um nefndarfund sem fram fór í morgun þar sem fulltrúar bankanna voru kallaðir fyrir efnahags- og viðskiptanefnd til að ræða ástandið í Grindavík. 

Að auki segjum við frá nýjum tölum frá Ríkislögreglustjóra sem sína að umtalsverð fækkun hefur orðið á tilkynningum um kynferðisbrot. Nauðgunartilkynningar hafa ekki verið færri í þrettán ár.

Í íþróttapakkanum verður fjallað um fyrirhugað ferðalag kvennalandsliðsins í handbolta til Noregs þar sem þær keppa á sínu fyrsta stórmóti í tólf ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×