Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2023 15:30 Ragnar Erling segir sérstakt dagsetur miklu betri lausn en að framlengja opnun úrræðis sem þegar er mikið notað. Vísir/Egill Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. Ragnar Erling Hermannsson aðgerðasinni fyrir heimilislausa segir lengda opnun kaffistofu Samhjálpar ekki nægilega gott úrræði fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Ragnar Erling hefur sjálfur mikla reynslu af heimilisleysi. Fjallað hefur verið um nýja dagdvöl fyrir heimilislausa síðustu daga en um er að ræða framlengda vetraropnun fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir í kaffistofu Samhjálpar. Vetraropnunin verður alla daga næstu þrjá mánuði. Það er desember, janúar og febrúar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu koma til með að greiða saman fyrir þann kostnað sem fylgir framlengdri opnun. Gert er ráð fyrir því að það séu samanlagt 5,2 milljónir í heild. Gert er ráð fyrir að heimilislausir geti þá dvalið yfir daginn í kaffistofu Samhjálpar en opnunartími þar verður framlengdur um tvo og hálfan tíma. Eftir það geta heimilislausir leitað í neyðarskýlin sem opna klukkan 17 og loka klukkan tíu á morgnana. „Þetta eru ekkert endilega rosalega góðar fréttir. Það er ekkert komið sumar í mars í fyrsta lagi og í öðru lagi þá er kaffistofan ekki góð aðstaða. Alls ekki,“ segir Ragnar Erling. Hann segir einn sófa í kaffistofunni og oft sé mikið að gera þar. Því sé það ekki endilega besta aðstaðan fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. „Kaffistofa Samhjálpar er ekki góð lausn fyrir svona úrræði. Hún er góð ef þú ætlar að borða og fara beint út aftur en að vera þarna í sjö klukkutíma er ekki gott,“ segir Ragnar Erling. Hann segir að kaffistofan opni klukkan tíu og því gæti fólk þannig séð mætt beint þangað eftir lokun gistiskýlanna og verið þar til þau opna aftur. „En það er þegar verið að sprauta sig þarna fyrir framan alla. Þetta er ömurlegt húsnæði fyrir þetta. Við viljum bara sérstakt húsnæði fyrir þetta,“ segir Ragnar Erling og að heimilislausir karlmenn vilji geta leitað í eitthvað svipað úrræði og Skjólið. Það er athvarf fyrir heimilislausar konur sem rekið er í Grensáskirkju. Ragnar Erling segir víða tómt húsnæði sem gæti nýst í dagsetur fyrir heimilislausa karlmenn og nefnir sem dæmi safnaðarheimili Fríkirkjunnar. Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00 „Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00 Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. 19. desember 2022 10:15 Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47 Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. 15. desember 2022 20:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Ragnar Erling Hermannsson aðgerðasinni fyrir heimilislausa segir lengda opnun kaffistofu Samhjálpar ekki nægilega gott úrræði fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Ragnar Erling hefur sjálfur mikla reynslu af heimilisleysi. Fjallað hefur verið um nýja dagdvöl fyrir heimilislausa síðustu daga en um er að ræða framlengda vetraropnun fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir í kaffistofu Samhjálpar. Vetraropnunin verður alla daga næstu þrjá mánuði. Það er desember, janúar og febrúar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu koma til með að greiða saman fyrir þann kostnað sem fylgir framlengdri opnun. Gert er ráð fyrir því að það séu samanlagt 5,2 milljónir í heild. Gert er ráð fyrir að heimilislausir geti þá dvalið yfir daginn í kaffistofu Samhjálpar en opnunartími þar verður framlengdur um tvo og hálfan tíma. Eftir það geta heimilislausir leitað í neyðarskýlin sem opna klukkan 17 og loka klukkan tíu á morgnana. „Þetta eru ekkert endilega rosalega góðar fréttir. Það er ekkert komið sumar í mars í fyrsta lagi og í öðru lagi þá er kaffistofan ekki góð aðstaða. Alls ekki,“ segir Ragnar Erling. Hann segir einn sófa í kaffistofunni og oft sé mikið að gera þar. Því sé það ekki endilega besta aðstaðan fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. „Kaffistofa Samhjálpar er ekki góð lausn fyrir svona úrræði. Hún er góð ef þú ætlar að borða og fara beint út aftur en að vera þarna í sjö klukkutíma er ekki gott,“ segir Ragnar Erling. Hann segir að kaffistofan opni klukkan tíu og því gæti fólk þannig séð mætt beint þangað eftir lokun gistiskýlanna og verið þar til þau opna aftur. „En það er þegar verið að sprauta sig þarna fyrir framan alla. Þetta er ömurlegt húsnæði fyrir þetta. Við viljum bara sérstakt húsnæði fyrir þetta,“ segir Ragnar Erling og að heimilislausir karlmenn vilji geta leitað í eitthvað svipað úrræði og Skjólið. Það er athvarf fyrir heimilislausar konur sem rekið er í Grensáskirkju. Ragnar Erling segir víða tómt húsnæði sem gæti nýst í dagsetur fyrir heimilislausa karlmenn og nefnir sem dæmi safnaðarheimili Fríkirkjunnar.
Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00 „Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00 Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. 19. desember 2022 10:15 Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47 Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. 15. desember 2022 20:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
„Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00
„Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00
Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. 19. desember 2022 10:15
Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. 18. desember 2022 18:47
Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. 15. desember 2022 20:31